Feykir - 28.08.2014, Blaðsíða 10
10 32/2014
SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN
Þrír góðir
kostir
til að ávaxta spariféð þitt
KS-bókin er með 2% vexti,
bundin í 3 ár og verðtryggð.
Önnur KS-bók með innistæðu
yfir 20 milljónir, 4,20% vextir.
Samvinnubókin er með lausri bindingu,
óverðtryggð og óbundin 4,10% vextir.
Hafið þið séð betri vexti?
Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515
KS INNLÁNSDEILD
N
Ý
PR
EN
T
eh
f
Helgarnám í fisktækni
Nám í fisktækni í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands, Farskóla Norðurlands
vestra og FISK Seafood fer af stað nú á haustönn.
Kennt verður einn til tvo eftirmiðdaga á viku og um helgar.
Námið tekur fjórar annir og lýkur með framhaldsskólaprófi.
Umsóknarfrestur er til 3. september 2014.
Nánari upplýsingar og skráning í námið eru hjá skrifstofu FjölbrautaskólaNorðurlands vestra í síma 455-8000.
Góður straumur af
fólki allan daginn
Sannkölluð Sveitasæla í Reiðhöllinni Svaðastöðum
Landbúnaðarsýningin og
bændahátíðin Sveitasæla var
haldin í reiðhöllinni
Svaðastöðum sl. laugardag og
státaði hún m.a. af fjöldanum
öllum af sýningarbásum
fyrirtækja og handverksfólks,
húsdýragarði og áhuga-
verðum viðburðum tengdum
þema hátíðarinnar. Sýningin
gekk í heild sinni mjög vel að
sögn Söru Reykdal, fram-
kvæmdastjóra sýningarinnar,
öll dagskrá rúllaði sinn gang
og var góður straumur af fólki
allan daginn.
Veðrið var með eindæmum
gott þennan dag og sagði Sara
erfitt að kasta tölu á fjölda gesta
en hún sagðist telja að þeir hafi
verið vel yfir 3000 manns.
Fjöldann sagði hún hafa dreifst
vel um allt svæði sýningarinnar,
innandyra sem utan, og einnig á
mótssvæði Léttfeta þar sem var
haldið gæðingamót. „Kálfa-
sýning barnanna vakti góða
lukku og hlaut mikið áhorf sem
endranær. Hrútaþuklið var
einnig vinsælt þar sem menn
kepptust um að raða fjórum
hrútum í rétta sætaröð eftir
gæðum. Dýragarðurinn vekur
alla jafna mikla lukku þar sem
fjöldi ólíkra húsdýra er til sýnis.
Fjölmörg fyrirtæki sýndu vörur
sínar innanhúss og var mikið að
sjá og skoða og hægt að versla.
Einnig var til sölu aragrúi af
handverksvörum og fatnaði.
Stórvirku landbúnaðartækin
utanhúss voru mjög vinsæl og
töluvert um nýjungar þar á ferð.
Kvöldvakan var svo vel sótt þar
sem bændur og búalið öttu
kappi í bændafitness og reipitogi
ásamt því að flutt voru tón-
listaratriði,“ sagði Sara í samtali
við Feyki.
Sumir gestir sýningarinnar
Góð stemning á Sveitasælunni.
höfðu orð á því við Feyki að erfitt
hafi reynst að heyra hvað kom
fram í kallkerfi sýningarinnar.
Því svaraði Sara að það sé eitt-
hvað sem verið sé að bæta úr
með hverju árinu en að reiðhöll-
in sé með afar erfiða hljóðdreif-
ingu þegar svona margt fólk er
þar samankomið, með tilheyr-
andi skvaldri. Að þessu sinni
voru tvö hljóðkerfi og heyrðist
betur nú en í fyrra en það virtist
einnig skipta máli hvar fólk var
statt hvernig heyrðist í kerfinu.
Aðstandendur sýningarinnar
vilja koma þökkum til allra
þeirra sem lögðu leið sína á
sýninguna. „Sérstakar þakkir
sendum við svo til allra þeirra
sem lögðu hönd á plóg við
framkvæmd og uppsetningu
sýningarinnar sem og annarra
sem lögðu sitt af mörkum.
Sjáumst svo hress að ári eða
þann 22. ágúst 2015,“ segir Sara
að endingu. /BÞ