Feykir


Feykir - 28.08.2014, Qupperneq 12

Feykir - 28.08.2014, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 32 TBL 28. ágúst 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð aðstoðaði Með tvö sprungin dekk Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var sl. mánudag kölluð út að Ásbjarnarvötnum, austan Hofsjökuls, til aðstoðar fjölskyldu sem þar var stopp vegna þess að sprungið hafði á tveimur dekkjum á bifreið þeirra. Þegar útkallið barst höfðu þau verið stopp í þrjá til fjóra tíma. Það tók björgunarsveitarmenn síðan þrjá tíma í við- bót að komast á staðinn. Aðstoðuðu þeir ferðalangana við að skipta um dekkin og fylgdu þeim síða niður til byggða. Ekkert amaði að fólkinu, að sögn Þorsteins Guð- mundssonar, formanns Flugbjörgunarsveitarinnar. /KSE Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð kom ferða- löngum með sprungin dekk til aðstoðar. Forvitnast í fataskápa: Solveig Lára Guðmundsdóttir Mjólkursjalið í uppáhaldi Hún Sigurveig Dögg, seinasti fataskápsfrömuður skoraði á Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup Hólastiftis, að opna fyrir okkur dyrnar að fataskápnum og leyfa okkur aðeins að forvitnast um þá fjársjóði sem þar kynnu að leynast. Rætur Solveigar liggja um allt Norðurland þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík. Langafi hennar og amma bjuggu á Möðruvöllum þar sem Solveig svo bjó í tólf ár. Langafi hennar var kaupmaður í Grafarósi þar sem hann bjó ásamt langömmu hennar, Kristínu Briem sem fæddist á Reynistað í Skagafirði, og fæddist afi hennar þar. Seinna bjuggu þau svo á Sauðárkróki, þannig að rætur Solveigar í fjörðinn fagra eru sterkar! Fyrir tveimur árum fluttist Solveig, svo ásamt manni sínum Gylfa, heim að Hólum í Hjaltadal og tók þar við embætti vígslubiskups, og að eigin sögn reynir hún eftir fremsta megni að verða Skagfirðingur. En svo við snúum okkur nú að fataskápnum, hvað er það sem er í algjöru uppáhaldi hjá Solveigu þessa dagana? - Fötin mín eru öll mjög þægileg þar sem ég þjáist í óþægilegum flíkum. Ég á tvær uppáhaldsflíkur þessa dagana og þær eru báðar íslensk hönnun. Annars vegar er það bleik- fjólublár kjóll sem hannaður er af UMSJÓN MEÐ FRÖKEN FABJÚLÖSS Hrafnhildur Viðarsdóttir [ frokenfab@feykir.is ] Guðmundi Jörundssyni JÖR, en hann er mágur sonar míns. Auður tengdadóttir mín og systir Guð- mundar dró mig inn í búðina hans þegar ég var að fara á kvenna- ráðstefnu í Þýskalandi í vor. Henni fannst að ég yrði að vera fín í tauinu á þessari ráðstefnu og valdi þennan kjól á mig. Svo á ég yndislegt sjal sem búið er til úr mjólk og er hannað af Bóasi Kristjánssyni en pabbi hans og mamma, Kristján Valur Ingólfs- son vígslubiskup í Skálholti og Margrét Bóasdóttir verkefnisstjóri kirkjutónlistar, gáfu mér sjalið í vígslugjöf. Hversu skemmtilegt er það að eiga sjal úr mjólk? -Yndislegt! Hver er það svo sem Solveig vill að taki við gestgjafahlutverkinu í næsta tískuhorni? -Ég skora á sr. Döllu Þórðardóttur prófast Skagfirðinga til að vera með næsta þátt. Full búð af nýjum haustvörum! Flottustu skólaskórnir frá SIX MIX eru komnir Under Armour haust 2014 er komið – Geggjuð flott lína Ný sending frá Speedo Ný, falleg haustefni að tínast inn og fleira og fl. Verið velkomin

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.