Feykir


Feykir - 06.11.2014, Page 12

Feykir - 06.11.2014, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 42 TBL 6. nóvember 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Akstursíþróttamaður ársins 2014 Baldur hlaut heiðurinn Baldur Haraldsson á Sauðárkróki og Ásta Sigurðardóttir voru um síðustu helgi útnefnd akstursíþróttamenn ársins 2014. Útnefn- ingin fór fram á loka- hófi akstursíþrótta- manna á Akureyri. Eftir að tilnefningu frá keppnisráðum einstakra greina og netkosningu kaus formannafundur aksturs- íþróttasambands Íslands (Akís) eina konu og einn karl til titilsins. Eins og Feykir hefur greint frá áttu Baldur og aðstoðarökumaður hans, Aðalsteinn Símonarson, frá- bært keppnistímabil í sumar og höfðu þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í rallý þegar ein keppni var eftir af Íslandsmótinu. /KSE SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA ATVINNUÞRÓUN VAXTARSAMNINGUR NORÐURLANDS VESTRA óskar eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti föstudaginn 28.nóvember 2014. Sækja skal um með rafrænum hætti á eyðublöðum sem fást á vefsíðunni: http://www.ssnv.is Á vefsíðunni liggja frammi úthlutunarreglur og nánari upplýsingar. Einnig er velkomið að hafa samband með vefpósti á netfangið: solveig@ssnv.is eða hringja í Sólveigu Olgu í síma 455 6015. Áherslur Vaxtarsamnings Norðurlands vestra 2014 lúta einkum að uppbyggingu samstarfs og framgangi rannsókna og vöruþróunar á eftirfarandi sviðum: • Ferðaþjónustu og menningartengdum verkefnum. • Auðlindalíftækni og uppbyggingu þekkingarsetra. • Matvælum • Sameiginlegum verkefnum sem unnin eru með öðrum vaxtarsamningum í landinu og/eða verkefnum innan þeirra. Að auki er horft sérstaklega til verkefna sem: • Vel eru til þess fallin að stuðla að fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur og ungt fólk á svæðinu. • Stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar á Norðurlandi vestra. • Stuðla að virðisaukningu á sviði matvælaframleiðslu. Verkefnin sem styrkt verða þurfa að fela í sér eflingu starfsemi viðkomandi aðila og vera til þess fallin að fjölga störfum á Norðurlandi vestra og/eða auka þekkingu innan svæðisins. Verkefnin skulu unnin í samstarfi þriggja eða fleiri aðila. Skilgreina skal hlutverk og framlag hvers samstarfsaðila. Markmið, framtíðarsýn, framvinda og árangursmat verkefnanna skal vera vel skilgreint. Reikningshald vegna verkefnisins þarf að vera aðskilið öðrum rekstri umsækjenda. Stuðningur við verkefnið getur verið allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði þess. Gerður er sérstakur verksamningur um framkvæmd verkefna sem hljóta stuðning, þar er nánar kveðið á um framvindu, greiðslur og tímasetningar. Ekki er heimilt að veita styrki til fjárfestinga í fyrirtækjum eða til reksturs fyrirtækja eða opinberra stofnana, auk þess sem stofnkostnaður er ekki styrkhæfur. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel úthlutunar- reglur og önnur gögn varðandi samninginn. Baldur tók á móti verðlaununum á lokahófi AKÍS. MYND: ÚR EINKASAFNI Frökenin ákvað að í þetta sinn yrði lax matreiddur, og var ekki lengi að finna mjög girnilega uppskrift af Mango Chutney og pistasíulaxi á blogginu, og ekki skemmdi það fyrir hversu einföld uppskriftin var! Beisikklí að kreista sítrónurnar yfir laxinn, krydda hann svo með kryddunum úr uppskriftinni, blanda chutney-inu saman og pennsla laxinn með því, strá svo hnetunum yfir og inn í ofn- undirbúningur tók sirka fimm mínútur! Kartöflurnar voru ekki flóknari: soðnar kartöflurnar skornar í 4 hluta, settar á pönnu með smjöri og steiktar. Steinseljan söxuð og sett út á rétt áður en kartöflurnar eru teknar af pönn- unni! Fljótlegar uppskriftir eru eitt af því vinalegra sem Frökenin hnýtur um, og þessvegna fannst henni svo einstaklega gráupplagt að slá tvær flugur í einu höggi með þessum rétt: Elda góðann mat og láta það líta út eins og hún hafi stritað í eldhúsinu tímunum saman, full- komin blanda alveg hreint! Laxinn fór mjög vel í matar- gesti og þar sem annar gestanna er yfirhöfuð ekkert sérstaklega hrifin af bleikum fiski fannst Frökeninni einstaklega gaman að fylgjast með gestum sínum dásama matinn í hástert á meðan þau andvörpuðu yfir því að lax gæti virkilega verið svona góður! Daginn eftir fékk frökenin svo að vita að annar gesta var ennþá að óskapast yfir ljúf- metinu og yljaði það hjarta Fröken Fabjúlöss! En við hérna í heimshorni Fabjúlössmans mælum eindregið með því að matgæðingar læði sér inn á matarbloggið Ljúfmeti.com ef hugmyndaskortur er í mat- seðlagerð! Matarbloggið sem Frökenin ákvað að leggjast yfir í þetta skipti er Ljúfmeti (ljufmeti.com) en þær eru ófáar uppskriftirnar sem hafa ratað inn í eldhús Fröken Fabjúlöss rýnir í matarblogg: Ljúfmeti.com Pistasíulaxinn sem sló óvænt í gegn! UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir [ frokenfab@feykir.is ] Fröken Fabjúlössar á undanförnum mánuðum við ómældann fögnuð viðstaddra þar á meðal hið margfræga Milljón dollara pasta! Ljúfmeti virðist gefa sig út fyrir fljótlegar en samt sem áður góðar uppskriftir og finnst Fabjúlöss því einstaklega gaman að kíkja þangað inn þegar hugmyndir vantar að kvöldmat. 2 laxaflök (1,6 – 2 kg) / safi úr 2-3 sítrónum / paprikuduft / salt / pipar / 1 stór krukka sweet mango chutney / 1 lítil krukka mango chutney / 300 gr grófsaxaðar pistasíuhnetukjarna Lax með Mango Chutney og Pistasíum 2-3 msk smjör / 1 kg forsoðnar kartöflur / salt / pipar / 2 bollar söxuð steinselja Steinselju- kartöflur

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.