Feykir - 20.11.2014, Blaðsíða 7
44/2014 7
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar hefur tíma til að
tékka á jólaseríunum!
Spakmæli vikunnar
Sannleikurinn er oft svo einfaldur að við afskrifum hann sem
barnalegan þvætting. - Dag Hammerskjöld
Sudoku
Vissirðu að...
ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT
... sólin er 330,330 sinnum stærri en Jörðin?
... þriðjungur Ameríkana sturtar niður meðan þeir eru enn sitjandi á
klósettinu?
... hægra lungað tekur við meira lofti en það vinstra?
... hákarlar geta fundið lyktina af blóðdropa í 4 km fjarlægð?
... 14. mars er Bjargaðu kónguló dagurinn?
FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is
Hahahahaha...
Sigurður gamli kom í eftirlit hjá lækninum sínum. Lækninum leist
ekki meira en svo vel á heilsufar hans og spurði. „Hefur þú ekki fylgt
ráðleggingum mínum? Þú manst að ég ráðlagði þér að reykja 5 vindla
á dag og alls ekki meira.“ „Jú,“ - sagði vesalings Sigurður og dró við sig
svarið. „Vandinn er bara sá, að ég hefi aldrei reykt fyrr.“
Krossgáta
SIGRÍÐUR ELFA
EYJÓLFSDÓTTIR
-Heyrðu, svona 10 dögum fyrir jól.
VÉDÍS ELFA TORFADÓTTIR
-Ég byrja að skreyta fyrsta
sunnudag í aðventu.
AUÐBJÖRG ÓSK
GUÐJÓNSDÓTTIR
-Ég passa mig alltaf á að hafa eitt
jólaskraut uppi allt árið svo ég geti
sagst vera byrjuð þegar spurningin
stingur fyrst upp kollinum.
Kjúklingaréttur í karrý
og Snickerskaka
AÐALRÉTTUR
Kjúklingaréttur í karrý
1 poki kjúklingabringur
1 msk karrý
½ krukka Mangó Chutney
1 peli matreiðslurjómi
4 rif hvítlaukur
Aðferð: Kjúklingurinn er
skorinn í bita og steiktur á
pönnu. Þegar kjúklingurinn er
tilbúin er hinu hráefninu hellt út
á og hrært saman. Látið malla í
um 15 mín. Borið fram með
hrísgrjónum og brauði.
EFTIRRÉTTUR
Snickerskaka
4 egg
4,5 dl sykur
2 tsk vanillusykur
8 msk kakó
3 dl hveiti
200 g brætt smjör
100 Pipp súkkulaði með
karamellu (má sleppa).
Krem:
2 dl salthnetur
200 g rjómasúkkulaði
Aðferð: Hita ofninn í 175°C með
undir- og yfirhita. Smyrja um
26 sm smelluform að innan.
Smjörið brætt og látið kólna. Egg
og sykur þeytt saman, því næst er
vanillusykri, kakói, bræddu
smjöri og hveiti hrært útí.
Deiginu er hellt í formið og
Pippmolunum stungið í deigið
hér og þar. Bakist í miðjum ofni í
30-40 mín. Kakan á að vera blaut
í miðjunni.
Á meðan kakan er í ofninum
er rjómasúkkulaðið brætt yfir
vatnsbaði og hnetum bætt útí.
MATGÆÐINGAR VIKUNNAR
UMSJÓN berglind@feykir.is
Matgæðingur vikunnar er
Guðrún Björk Elísdóttir á
Blönduósi en hún starfar á
leikskólanum Barnabæ. Guðrún Björk tók við áskorun frá
Ragnheiði Blöndal Benediktsdóttur og Magnúsi Val Ómarssyni
í sama bæjarfélagi.
Guðrún Björk skorar á Sunnu Hólm Kristjánsdóttur og
Brynjar Bjarkason að koma með uppskriftir í Feyki. Guðrún
Björk ætlar að bjóða lesendum Feykis upp á uppskrift af
kjúklingarétt í karrý og gómsæta Snickersköku. Kremið sett á þegar kakan hefur
kólnað dálítið. Kakan er kæld í
minnst 2 klst. áður en hún er
borinn fram með þeyttum
rjóma.
Verði ykkur að góðu!
BYLGJA FINNSDÓTTIR
-Að kvöldi 11. desember þegar
frumburðurinn okkar Camilla Líf á
afmæli kveikjum við á öllum seríum
í gluggum og á húsinu okkar. 18.
desember á afmælisdegi ömmu
minnar heitinnar Bettýjar set ég upp
lítið jólatré með öllu því handgerða
dúllerýi sem ég á eftir ömmu. Annað
skraut erum við að hengja upp í
desember mánuði en jólatréð er
aldrei sett upp né skreytt fyrr en að
kvöldi Þorláksmessu.
Feykir spyr...
[SPURT Á FACEBOOK]
Hversu
snemma byrjar
þú að skreyta
fyrir jólin?
Guðrún Björk matreiðir
Sögufélagið Húnvetningur
Saga og menning við Húnaflóa
Næstkomandi laugardag heldur Sögufélagið Húnvetningur
fund í þjóðskjalasafninu þar sem tveir sagnfræðingar hafa
framsögu og kynnt verður ný bók Hallgríms Gíslasonar,
Klénsmiðurinn á Kjörvogi. Framsögurnar fjalla um Gísla
biskup Magnússon og Daða Davísson, fræðimann í
Vatnsdal.
Jón Torfason sagnfræðingur fjallar um vísitasíu Gísla
biskups Magnússonar, þess sem stóð að byggingu
dómkirkjunnar á Hólum, sem nú prýðir staðinn og Hjaltadal.
Framsaga Unnars Ingvarssonar fjallar um fræðimann í
Vatnsdal, Daða hinn fróða Davíðsson á Gilá. Loks verður kynnt
ný bók Hallgríms Gíslasonar: Klénsmiðurinn á Kjörvogi, sem
er um Þorstein bónda og smið í Kjörvogi, manns með
læknishendur, son Þorleifs á Hjallalandi og Skáld-Helgu konu
hans. Húnvetningur býður áhugamenn um sagnfræði og
menningu við Húnaflóa velkomna á fundinn sem hefst í
Þjóðskjalasafninu, við Laugarveg 162, klukkan 14. /KSE