Feykir - 20.11.2014, Blaðsíða 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
44
TBL
20. nóvember 2014 34. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar barnabók
Jólin hans Hallgríms
Sögulegar skáldsögur
Steinunnar Jóhannes-
dóttur um Tyrkja-Guddu,
Reisubók Guðríðar
Símonardóttur og um
Hallgrím Pétursson;
Heimanfylgju, þekkja
margir. Nýverið sendi
Steinunn frá sér barnabók
um Hallgrím, sem hefur að
geyma hugljúfa jólasögu, Jólin hans Hallgríms,
myndskreytta af Önnu Cynthiu Leplar.
Bókin segir frá aðventunni í Gröf á Höfðaströnd árið
1621, þegar Hallgrímur Pétursson er sjö ára gamall. Þótt
margt hafi breyst á fjórum öldum er ýmislegt kunnuglegt
við jólahald heimilisfólksins í Gröf. Þá eins og nú kviknar
ljós í hjörtum mannanna, þótt myrkrið grúfi yfir. /KSE
Sykur 1 kg ......................................399
Flórsykur 500 gr. ............................269
Púðursykur dökkur 500 gr. .......... 279
FP rúsínur 250 gr. ...........................179
First class kakó 250 gr ....................298
Royal lyftiduft 200 gr. ....................229
Heima smjörlíki 500 gr. .................198
Lyles golden syrup 454 gr............. 329
First Prise hveiti 2 kg. .....................198
Hagver döðlur 375 gr. ....................159
H-berg kókosmjöl 500 gr. ............. 298
Síríus Konsum 300 gr. .................. 439
Síríus Konsum 200 gr. .................. 339
Síríus Konsum hvítt 100 gr. ............219
Síríus Konsum orange 100 gr. ........159
Mónu súkkulaðidropar 200 gr. .......339
Freyju súkkulaðibitar 56% 200 gr. .....279
Freyju spænir ljós 200 gr. ...............239
Freyju spænir dökkur 200 gr. ........239
Lindu suðusúkkulaði 200 gr. ..........189
Appelsínu rjómasúkkulaði 100 gr. ..119
Nóa hjúpdropar dökkir 150 gr. .......129
Nóa hjúpdropar ljósir 150 gr ..........129
Lindu súkkulaði hvítt 200 gr. ..........298
Nóa lakkrískurl 150 gr. ..................239
Appolo lakkrískurl 150 gr. ..............169
BÖKUNARTILBOÐ
Allt í jólabaksturinn!
List- og verkgreinasýning nemenda Höfðaskóla á Skagaströnd
Skapandi hugsun og nýtni í fyrirrúmi
Í Höfðaskóla eru
kenndar list- og
verkgreinar í lotum og
við lok hverrar annar,
sem eru þrjár yfir
skólaárið, er haldin
sýning á afrakstri
vinnu nemendanna.
Haldin var list- og
verkgreinasýning hjá
nemendum skólans
þann 5. nóvember sl.
og má sjá nokkur dæmi
um flottan og skapandi
afrakstur vinnu
nemendanna á
meðfylgjandi
myndum.
Að sögn Elvu Þórisdóttur
textílkennara voru þau
verkefni sem nemendur í
5. og 6. bekk unnu m.a.
galdraveski þar sem
nemendur unnu með roð
(fiskileður) frá Sjávarleðri,
pennaveski unnin úr
tómum nammiumbúð-
um, ofnhanskar gerðir úr
rassvösum af gömlum
ónýtum gallabuxum,
hirslur undir penna eða
eitthvað þessháttar sem
gerðar voru úr „einmana“
sokkum og niðursuðu-
dósum. Að lokum voru heklaðar
eða prjónaðar hitahlífar utan um
bolla þar sem garnafgangar og
gamlar tölur voru notaðar. „Með
þessum verkefnum þjálfuðust
nemendur í skapandi hugsun,
hönnun og nýtni, æfðu sig í að
sauma í saumavél, unnu að
útsaumi, lærðu eða þjálfuðu prjón
og hekl ásamt því að kynnast mis-
munandi textílefnum,“ útskýrir Elva.
Þorgerður Þóra Hlynsdóttir
kennir smíðar í 1. – 7. bekk og
gerðu nemendur hennar standa
fyrir bananaknippi, krítartöflur,
spegla, krumma, hillu undir
hleðslutæki fyrir borvélar, svo
eitthvað sé nefnt. Nemendur í
heimilisfræði voru einnig að ljúka
smiðjum og að sögn Dagnýjar
Rósu Úlfarsdóttur heimilis-
fræðikennara gerðu nemendur 1.-
2. bekkjar hrökkbrauð, 5.-6. bekkur
bjó til gómsætt döðlunammi og
hrökkbrauð og unglingastig bakaði
bananabrauð, súkkulaðiköku og
bjó til döðlunammi. /BÞ