Feykir


Feykir - 12.02.2015, Qupperneq 6

Feykir - 12.02.2015, Qupperneq 6
6 6/2015 Það var aldrei neinn vafi í mínum huga,“ segir Ásta Birna. „Ætlunin var að fara með skipi frá Siglufirði en við þurftum að snúa aftur vegna ófærðar,“ útskýrir Ásta Birna og segir að ýmsir möguleikar hafi verið kannaðir í kjölfarið. „Athugað var með togararann Drangey í Skagafirði, sem reyndist vélar- vana og ekki talið að hann yrði sjófær fyrr en eftir tvo til þrjá daga, þannig að hann var strax úr myndinni.“ Þá var haldið á Skagaströnd þar sem Múlafoss, skip Eimskipafélagsins, lá við bryggju. „Þegar við komum á Skagaströnd fengum við þær fréttir að Mælifell, eitt skipa Samskipa, væri ný búið að fara fyrir Horn á Vestfjörðum, þannig að þá var ennþá meiri von fyrir okkur að það væri hægt að fara,“ segir Ásta Birna. „Veðrið var að skána að við héldum, þannig að þetta átti að vera æðislegt“, segir Hreiðar í kald-hæðni. Þau rifja upp hvernig skipið var sífellt að slitna frá bryggjunni og þau urðu að drífa sig um borð. „Þannig að það var ekkert tími til að fá einhverja bakþanka,“ segir Ásta Birna. Rann fram og til baka yfir gólfið Múlafoss sigldi frá Skagaströnd um kl. 22:30 að kvöldi mánu- dagsins 16. janúar. Innanborðs var tíu manna áhöfn skipsins, 30 björgunarsveitarmenn Skagfirð- ingasveitar, Örn Ragnarsson læknir og Sigríður Aðalheiður Pálmadóttir hjúkrunarfræðing- ur, auk tveggja leitarhunda. Veður var skaplegt þegar haldið var úr höfn en þegar líða tók á nóttina fór það sífellt versnandi. „Skipið gekk í raun aftur á bak þarna um nóttina, vélin var í botni en svo drapst einu sinni á henni. Þá hætti skipið að halda stefnunni og kom mikill velt- ingur,“ segir Hreiðar. Ásta Birna minnist þess þegar skrúfan fór ítrekað upp úr sjónum en við það urðu til mikil óhljóð og titringur svo að allt skipið nötraði. Þau segja að fregnir af stöðu mála hafi verið af skornum skammti, margir um borð voru að stíga ölduna í fyrsta sinn og var reynt að halda mannskapnum róleg- um. Ásta Birna segir það hafa verið raunina, allir hafi verið ótrúlega rólegir miðað við aðstæður, oft var gripið til gálgahúmorsins og stundir voru styttar með því að spila og horfa á sjónvarp. „Ég upplifði það ekki eins og við værum í hættu,“ segir Ásta Birna og Hreiðar er sama sinnis. „Ég held að það hafi verið samantekið ráð hjá okkur að vera í afneitun. Það voru allir bara glaðir,“ bætir hann við. „Við vorum ansi lengi við Óðinsboða, það orð áttum við eftir að heyra oft, en þar vorum við ansi lengi að halda sjó og komumst ekkert áfram,“ segir „Ég man að okkur var sagt að þetta ætti að vera um 14 tíma sigling,“ segir Ásta Birna Jóns- dóttir þegar hún og Hreiðar Örn Steinþórsson hefja upprifjun sína af þeirri miklu svaðilför sem siglingin með fraktaranum Múlafossi reyndist og varði í 67 VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir klukkustundir. Ásta Birna, sem þá var 21 árs, var varaformaður björgunarsveitarinnar en Hreið- ar var á 18. aldursári og á meðal yngstu björgunarsveitarmanna sem voru með í för. Þegar fregnir bárust af snjó- flóðinu á Súðavík hafði formaður Skagfirðingasveitar, Pétur Helga- son, samband við Landsstjórn björgunarsveita og bauð fram aðstoð. Þá var haft samband við Almannavarnir Ríkisins sem þáði boðið og var óskað eftir eins mörgum á staðinn og unnt væri og á sem skemmstum tíma. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir saman á fund þar sem þeim var greint frá aðstæðum á Súðavík og meðlimir sveitarinnar beðnir um að skoða hug sinn hvort þau vildu, eða treystu sér til, að fara með vestur. „Ég held að allir hafi viljað fara út í þetta. Ásta Birna og Hreiðar stytta sér stundir um borð í Múlafossi. MYND: ÚR EINKASAFNI Hreiðar Örn Steinþórsson og Ásta Birna Jónsdóttir. MYND: BÞ Sjóferð Skagfirðingasveitar með Múlafossi í aftakaveðri rifjuð upp að 20 árum liðnum Þann 16. janúar 1995 féll mannskætt snjóflóð á Súðavík. Umfang flóðsins og fjöldi þeirra sem saknað var kallaði á að allt tiltækt björgunarlið yrði flutt á staðinn og á sem skemmstum tíma. Skagfirðingasveit á Sauðárkróki bauð fram aðstoð sína og lögðu björgunarsveitarmenn þá í mikla sjóferð sem rennur þeim sem hana fóru seint úr minni. „Skipið var eins og pendúll“ Það var sannkallað hundalíf neðst um borð í Múlafossi. MYND: JÓN ODDUR ÞÓRHALLSSON

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.