Feykir


Feykir - 12.02.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 12.02.2015, Blaðsíða 7
6/2015 7 Ásta Birna, en Óðinsboði er í Húnaflóa, austur af Horni. Þar áttu þau eftir að vera næstu 48 klukkustundirnar í kolbrjáluðu veðri, en þegar veðrið lét sem verst náði ölduhæðin 20-25 metrum. Útgöngubann var vegna veðursins en Hreiðar var efstur í skipinu, undir brúnni, og sá vel útum gluggann. „Það sást bara í himininn og svo í sjóinn á víxl. Ég veit ekki hvað við vorum lengi að velta ölduna en það stóð mjög lengi yfir, líklega um hálfa mínútu, svo stoppaði það og kom aftur til baka. Mér fannst öldurnar ekkert vera svo stórar en maður hafði ekkert séð í þessari líkingu áður,“ segir hann. „Þetta skip var ægilegur pendúll – það var svo hátt,“ bætir Ásta Birna þá við. Hún segir frá því að það hafi ekki verið pláss fyrir alla í bedda og sváfu því flestir á gólfinu. „Ég man að ég, Jón Hallur [Ingólfsson] og Sigga hjúkka [Pálmadóttir], lágum saman. Sigga var fyrir innan borðfót, Jón Hallur vafði sig utan um hann og hélt í svefnpokann minn, eða ég í hann, ég man ekki hvort það var. Svefnpokinn var úr hálu efni og á gólfinu var vínyldúkur, í verstu hviðunum hafði ég greinilega náð að sofna og misst takið á Jóni Halli. Og ég renn af stað, yfir háan járnþröskuld og skell í vegginn hinum megin. Svo heyrði Jón hviss hljóðið í mér þegar ég kom til baka, þá náði hann taki á mér aftur,“ rifjar Ásta Birna upp og þau hlægja. „Þannig var þessi nótt,“ bætir hún við. Hreiðar segist einnig muna vel eftir þessum velting og það hafi tekið þó nokkra stund að renna á milli. „Ég man eftir því þegar við vorum að renna fram og tilbaka um herbergið, maður stoppaði í smá stund í hinum endanum og svo rann maður aftur af stað,“ segir hann. Ásta Birna rifjar upp enn aðra salíbunu þegar hana langaði svakalega í sturtu og freistaðist til þess að reyna að þvo á sér hárið eftir að hafa verið um borð í tvo daga. „Ég fékk nú aldeilis flug- ferðina. Ég man að ég skrúfaði frá sturtunni og reyndi að halda mér en það var bara eins og ég stæði á svelli, ég skautaði þarna um og var bara heppin að rota mig ekki. Ég var húðskömmuð fyrir að reyna þetta,“ segir hún og hlær. Erfiðast að komast ekki á leiðarenda Ásta Birna og Hreiðar segja að veltingurinn hafi ekki verið jafn slæmur alla dagana en einn dagur sérstaklega slæmur, það var miðvikudagurinn 18. janúar. Til marks um hamaganginn segja þau frá einu atviki þegar var verið að elda mat um borð í skipinu. „Það eru gjarðir á elda- vélinni til þess að pottarnir fari ekki af eldavélinni. Það var búið að elda þarna voða fína súpu úr alls konar afgöngum en potturinn fór upp af gjörðinni og hún sullaðist útum allt,“ segir hún. Þegar líða tók á veruna um borð í skipinu fór að ganga á vistirnar, enda ekki gert ráð fyrir svo langri sjóferð. „Þá komu til góða miklar matarbirgðir sem þeir Gýgjarhólsbræður höfðu tekið með sér í tveimur stórum kössum, en mikið grín hafði verið gert að þeim þegar þeir báru þá um borð í skipið og spurt hvað þeir ætluðu eiginlega að vera lengi, en þetta bjargaði okkur þar sem skipið var ekki með nógu mikinn forða fyrir okkur öll í þetta langan tíma,“ segir Ásta Birna. Eins og gefur að skilja fundu margir fyrir sjóveiki í veltingnum en þau segjast ekki mikið hafa orðið vör við þá sem urðu veikir, þeir hafa líklega borið þjáningar sínar í hljóði. „Ég man þegar hjúkkan varð sjóveik, þá bað hún mig að fara og gefa sjóveikistöfl- ur og plástra. Mér er svo minnisstætt hvernig einn horfði á mig eins og ég væri engill að koma til hans og ég hugsaði með mér – voðalega hlýtur að vera gaman að vera svona hjúkka og fá svona viðbrögð,“ segir Ásta Birna og hlær. Erfiðast við þetta allt saman segja þau hafi verið tilhugsunina um hve þörfin væri mikil á Súðavík og að komast ekki á leiðarenda til að hjálpa til. „Það kom smá léttir þegar við fréttum að búið væri að finna þann síðasta. Eins gladdist maður yfir því þegar sunnanmennirnir komust á svæðið, það var hræðilegt að vita af þessu fólki, eftir þetta áfall, að vera sjálft að leita,“ segir Ásta Birna. Blendnar tilfinningar við heimkomu Á fimmtudeginum fór veðrið loks að ganga niður og var komið niður í ellefu vindstig, eða 30 m/ Haft var eftir Ívari Gunnlaugssyni, skipstjóra Múlafoss, í DV á þessum tíma að hann hefði aldrei lent í öðru eins veðri á þeim 27 árum sem hann hafði verið til sjós. „Þetta er ennþá versta veður sem ég hef lent í. Það var vægast sagt svakalegt!“ sagði Ívar þegar blaðamaður Feykis sló á þráðinn til hans í vikunni. „Ég var á Skagaströnd að losa og lesta skipið þegar beiðnin barst um að taka fólkið um borð,“ segir Ívar og að þar hafi veður verið með ágætum framan af, svo tók að hvessa með tilheyrandi öldugangi innan við höfnina. Hann samþykkti að ferja fólkið til Súðavíkur með því skilyrði að hann fengi lánaða auka gúmmíbáta af öðru skipi, gamla Rex á Skagaströnd. „Á þeirri stundu, og samkvæmt öllum spám, var aldrei reiknað með svona miklu veðri, ég var búinn að gá að því, annars hefði ég aldrei farið. Ég vissi af því að skipin Kyndill og Mælifell voru að fara fyrir Horn en þeir voru að koma austan að, á leiðinni vestur. Ég ætlaði að fylgja í kjölfarið á þeim en þá bilaði hjá okkur vélin í smá stund. Vegna veðursins þá rak okkur mikið tilbaka á meðan verið var að gera við,“ útskýrir Ívar sem segist hafa ákveðið að halda sjó norðan við Óðinsboða á meðan veðrið gengi yfir, „það verður aldrei það vont veður að það gangi ekki yfir,“ bætir hann við. Upp og niður öldudali „Þar var stórsjór - kolbrjálað veður, hvasst og gekk á með éljum. Við vorum nánast á fullri ferð á móti storminum en við komumst ekkert áfram. Við héldum okkar stefnu, keyrandi upp á móti öldunni og ofan í alla öldudali,“ segir hann og bætir við að skipið hafi stungið sér mörgum sinnum og eiit sinn kom mikið högg á skipið. „Við það skemmdust allir gámar sem voru á Rætt við Ívar Gunnlaugsson skipstjóra Múlafoss „Á versta stað í heiminum“ dekkinu og bognaði frammastrið. Þetta var mikið högg og það gekk mikið á,“ rifjar Ívar upp. Við Óðinsboða hélt Múlafoss sjó í 48 klukkustundir og þar fékk Ívar þær upplýsingar, frá Unni Ólafsdóttur veðurfræðingi, að vindhraðinn þar væri um 60 m/ sek. „Hún sagði við mig þegar ég talaði við hana að ég væri staddur á versta stað í heiminum hvað veður varðar - á þeirri stundu væri það hvergi eins vont og þarna.“ Þá ákvað Ívar að óska eftir varðskipi Landhelgisgæslunnar ef ske kynni að allt færi á versta veg, sem hann segir alveg eins hafa getað gerst. „Ég vissi svosem að ef eitthvað hefði komið fyrir skipið þá hefðu gúmmíbátarnir ekki bjargað einu eða neinu, það var það vont veður, og þess vegna fékk ég varðskipið til að koma. Ég hafði ekki mikla trú á því að það hefði verið hægt að bjarga okkur ef eitthvað hefði komið fyrir en ég hafði þá allavega gert allt sem ég gat.“ Ívar segir varðskipið Tý hafa verið hjá þeim í um sólarhring, á meðan mesti veðurofsinn gekk yfir og þar til óhætt var fyrir Múlafoss að halda áfram för sinni fyrir Horn. Allir voru glaðir að stíga frá borði á Ísafirði. MYND: JOÞ Ívar (t.h.) við stjórnvölinn ásamt Svani Guuðbjörnssyni stýrimanni. MYND: JOÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.