Feykir


Feykir - 12.02.2015, Qupperneq 9

Feykir - 12.02.2015, Qupperneq 9
6/2015 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Í síðasta þætti misritaðist eitt orð í síðustu vísunni, og byrjum við á að leiðrétta það. Á fyrri hluti hennar að vera þannig. Unnið fjöldans hylli hefur hennar varð þó sóknin treg o.s.frv… Vel er við hæfi að rifja næst upp þessa vetrarvísu eftir Benedikt Valdemarsson frá Þröm í Eyjafirði. Syngur tíðin sorgarlag sæld og blíðu, dylur. Á mér níðist nótt og dag norðanhríðarbylur. Önnur hringhenda kemur hér eftir Benedikts. Lokar ótta björtum brám blundi drótt er falin. Læðist nóttin léttum tám ljúft og rótt um dalinn. Gaman væri að fá fleiri vísur, ef lesendur kunna, eftir Benedikt. Kannski er kominn tími á að rifja upp þessar ágætu vísur prestsins á Mælifelli, séra Tryggva heitins Kvaran. Ég á ósk í eigu minni ofurlítið grey. Að mega elska einu sinni áður en ég dey. Að það sé svo ósköp gaman allir segja mér. Eigum við að vera saman og vita hvernig fer. Ekki virðist ætla að linna þeim djöfuls óveðrahrinum sem gengið hafa yfir land okkar nú undanfarið. Er þessi þáttur er í smíðum er sagt frá hrakningnum 4-5 hundruð manna Holtavörðuheiði. Eftir að hafa hlustað á vonda veðurspá yrkir Ólafur Stefánsson svo. Ennþá veit ei um það neinn hvað allt á jörðu fýkur, og hvort að yfir steini steinn standi er þessu lýkur. Jón Arnljótsson horfir líka á veðurfregnir og yrkir svo. Vert er vel að skoða og vita hver það orti. Veðrið það er voða vont að sjá á korti. Hallmundur Kristinsson mun einnig hafa tekið þátt í þessari óveðurs vísnagerð. Suðaustanrokurnar auka nú í allhvassar vindhviður styrkja. Líkast til mun ég nú þagna af því það er of hvasst til að yrkja. Látum Davíð Hjálmar ljúka þessum illviðravísum. Er á ferli naumast neinn nema sá er þarf. Yfir tíu tonna steinn tókst á loft og hvarf. Vísnaþáttur 635 Sé nú strax að hafa verið fullfljótur á mér að yfirgefa illveðravísur. Rifjast upp að sú ágæta kona Steinunn P. Hafstað mun hafa ort þessa. Helvítis andskotans ekkisens bölvað ólukku, bévítis veður. Held það sé fátt sem ég hef ekki mölvað og hent þegar sumarið kveður. Kannski má milda þennan talsmáta með þessum fallegu vísum Steinunnar. Eins og draumar Dimmalimm dulmögn öllu breyta. Þegar vetrarveðrin grimm veikja allt og þreyta. Klæddu af þér kulda og hroll með kærleika, sem nærir. Það sem áður tók sinn toll tryggð og hlýju færir. Einhver frétt var um það nú fyrir stuttu að byrjuð væri flensa að grassera í íbúum syðra Við þannig aðstæður mun Pétur Stefánsson hafa ort svo. Stórskáldið sem stefjar hér er stíflaður í nefi. Með höfuðverk og orðinn er uppfullur af kvefi. Háls og augu svíða sár, sálin fyllist dofa. Skríður lasinn fölur frár í fletið brátt að sofa. Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveitinni frétti af þessum hörmungum Péturs og orti svo. Líðan þessa ljóðamanns löngum veldur trega, drykkjuleysið heilsu hans háir voðalega. Læknirinn Hjálmar á Akureyri fer einnig höndum um sjúklinginn. Ekki stendur hann undir því sem alltaf var hann að lofa. Nú er hann farinn að fara í fletið til að sofa. Hef trúlega áður í þessum þáttum birt vísur eftir flest systkinin frá Grafardal. Þau voru eins og margir muna snilldar hagyrðingar. Minnir að þessi sé eftir Björgu. Veit ekki tilefni hennar. Leiktu þér ekki að ljósunum sem loga í hjartans kjarna. Fyrir daðurdrósunum Drottinn passi Bjarna. Gott verður þá að enda með einni vel gerðri eftir Sveinbjörn fyrrverandi allsherjargoða. Þó að frjósi foldarsvæði fögur kjósa lögin má. Nú skal hrós í nýju kvæði norðurljósa gyðjan fá. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Sungið á Degi leikskólans Dagur leikskólans víða haldinn hátíðlegur Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins sl. föstudag og er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Vegna þessa er dagskráin víða brotin upp til hátíðarbrigða - hver skóli með sínum hætti. /BÞ Vala Kristín Ófeigsdóttir á Hofsósi Mamma með munnræpu ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Ég tek við áskorendapennanum frá elsku Rebekku Heklu. Fyrirmyndarbarni og dugnaðarforki frá Molastöðum. Mér hlotnaðist sá heiður að kynnast henni þegar við unnum saman í Veitingahúsinu Sólvík. Ég man að ég ákvað strax að svona vildi ég að myndi rætast úr börnunum mínum, að þau yrðu kurteis og ósérhlífin. Ég geri mér grein fyrir því að þessi pistill hér getur tæpast verið ein löng lofræða um Rebekku svo við skulum snúa okkur að kjarna málsins. Ég er búin að velta umfjöllunarefni þessa pistils fyrir mér lengi. Ég er heima í fæðingarorlofi og hef því dágóðan tíma til að hugsa. Ég fann að þetta verkefni gerði mér gott. Það örvaði hugann enda reyna bleiuskiptingar og brjóstagjöf ekki mikið á málsnilli eða rökvísi. Ávörðun lá fyrir, ég ætlaði að skrifa um barnauppeldi, því það er jú það sem ég fæst við alla daga. Segja frá því hvað það getur krefjandi að eignast þrjú börn á rúmlega fjórum árum. En ég vildi ekki kvarta svo ég skipti um skoðun. Ég ákvað að skrifa um það að vera Hofsósingur. Hvernig ég vildi sjá þorpið mitt blómstra og dafna. Biðla kannski til sveitastjórnar um aðstöðu til sjósunds í fjörunni eða strandblaksvöll, laga bæjarskiltið eða bara hafa grunnskólann áfram í staðnum. En ég vildi ekki vera of pólitísk. Þá vildi ég deila á Kaupfélag Skagfirðinga og vanrækslu þess á gamla frystihúsinu á Hofsósi. Að fyrirtæki sem veltir milljörðum á ári geti ekki skvett málningu á kofann. Slíkur subbuskapur er ekki bara þorpinu til vansa heldur lýtir þetta líka ímynd Kaupfélagsins. Eins er ég ekki sátt við að vöruverð sé ekki það sama í öllum verslunum félagsins í Firðinum. En ég er pínu hrædd við Kaupfélagið þannig að það er sennilega betra að þegja... - - - - - - Ég skora á Gunnhildi Gísladóttur, svilkonu mína, verðandi frjótækni og ljósmyndara, að taka við pennanum. Henni er sjaldnast orða vant. Í tilefni af Degi leikskólans gáfu nemendur leikskólans Ásgarðs Heilsugæslunni á Hvammstanga listaverk sem þeir gerðu og verða verkinn sett upp í leikherbergi Heilsugæslunnar. Einnig var sett upp sýning á listaverkum nemenda í KVH. Nemendur og kennarar gengu svo um Hvammstanga og heimsóttu fyrirtæki, sungu fyrir heimafólk og færðu þeim vatnslitaverk. LJÓSM./LEIKSKÓLINN ÁSGARÐUR Nemendur eldra stigs leikskólans Ársala á Sauðárkróki sungu fyrir búðargesti í Skagfirðingabúð.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.