Feykir


Feykir - 12.02.2015, Qupperneq 10

Feykir - 12.02.2015, Qupperneq 10
10 6/2015 Dúddabeinið verður varðveitt á Skörðugili Lið Elvars Einarssonar sigraði Mjúkísmótið 2015 Á laugardaginn fór fram svokallað Mjúkísmót á Holtstjörn í fyrrum Seyluhreppi í Skagafirði. Mót þetta hefur verið haldið með nokkuð reglubundnum hætti síðustu 13 árin. Hingað til hefur það þó ekki ratað mikið í fjölmiðla, enda um staðbundinn viðburð að ræða þar sem þátttökurétt hafa landeigendur að tjörninni og liðsmenn þeirra. við hæfi þar sem keppt er um svokallað Dúddabein, hannað af Guðmundi Hermannssyni, kennt við hestamanninn Dúdda heitinn á Skörðugili sem var goðsögn í lifanda lífi. Að þessu sinni var óvenju mikið umleikis þar sem í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Dúdda. Sjá nánar á Feykir.is. /KSE Að sögn Ásdísar Sigurjóns- dóttur á Syðra-Skörðugili ein- kennist mótið af keppnisgleði þar sem „bræður munu berjast“ en gleðin og húmorinn eru aldrei langt undan. Er það vel Keppendur og þeirra fylgifiskar gæddu sér á góðri súpu áður en mótið hófst. Það eru húsfreyjurnar Kolla á Ytra-Skörðugili og Ásdís á Syðra- Skörðugili og tengdadætur Ásdísar sem hafa veg og vanda af þessum glæsilegu veitingum. Ásdís hélt utan um skipulagningu mótsins af mikilli röggsemi, tók á móti gestum og ávarpaði þá. Hér eru Lárus sonur Bjarna Har, kona hans Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og sonur þeirra. Á Mjúkísmótinu er ýmislegt leyft sem ekki tíðkast á öðrum formlegri mótum. Þarna er Eyþór Einarsson að bera mútur á Agnar á Miklabæ sem hefur jafnan verið formaður dómnefndar mótsins. Þess má geta að Eyþór er nú búsettur í Blönduhlíð en heldur keppnisrétti sínum á mótinu út á hefðina, enda má segja að hann og Ingimar á Ytra- Skörðugili hafi verið forsprakkar þess að koma mótinu á koppinn á sínum tíma. Það fór vel á með þeim félögum Sigurði Hansen á Kringlumýri og Einari K. Guðfinnssyni forseta alþingis og fyrrverandi snúningastrák á Skörðugili. Einar hélt skemmtilega tölu þar sem hann minntist Dúdda og áranna sem hann dvaldi í sveit á Syðra-Skörðugili hjá honum og Sigrúnu Júlíusdóttur. Í lok ræðunnar setti hann upp gamla derhúfu sem hann hafði keypt sérí æsku til að líkjast fyrirmyndinni Dúdda. Gunnar Rögnvaldsson var kynnir mótsins. Þarna er hann að útbýta ís frá Kjörís. Fyrirtækið framleiðir Mjúkís og er styrktaraðili mótsins. Einar Einarsson á Skörðugili heldur á dóttur sinni Eddu Björgu. Hjónin Einar Gíslason og Ásdís Sigurjónsdóttir á Syðra-Skörðugili og Einar Kristinn Guðfinnsson skála í minningu Dúdda á Skörðugili. Mottó Dúdda var að „menn ættu að hafa vit á því að vera í góðu skapi.“ Eftir mótið var boðið upp á kaffiveitingar, ræðuhöld og söng en settur var saman sérstakur kór í tilefni mótsins. Sungu þeir nokkur af uppáhaldslögum Dúdda við góðar undirtektir gesta sem hafa verið eitthvað á annað hundraðið þegar þarna var komið sögu. Þessi fimm voru verðlaunuð sem best ríðandi einstaklingar mótsins. F.v.: Þórainn Eymundsson sem keppti fyrir Eyþór Einarsson, Skapti Stein- björnsson sem keppti fyrir Elvar Einarsson, Ásdís Ósk Elvarsdóttir Sem keppti fyrir Elvar Einarsson, Magnús Magnússon á Íbishóli sem keppti fyrir Eyþór Einarsson og Bjössi á Varmalæk sem keppti fyrir Ingimar. Þorrablót um allar koppagrundir Skagfirðingar og A-Húnvetningar blóta af miklum móð Um síðustu helgi var fjöldi þorrablóta á Norðurlandi vestra eins og gengur og gerist á þessum árstíma. Feyki hafa borist nokkrar myndir frá þessum blótum, en auk þeirra sem myndirnar sýna mun hafa verið svokallað hreppablót á Blönduósi um helgina og þorrablót Seyluhrepps í Miðgarði. /KSE Leikþáttur á þorrablóti Hóla- og Viðvíkurhrepps. MYND: KLARA HELGADÓTTIR Kátir gestir á Króksblóti. MYND: SIGRÚN FOSSBERG Skagstrendingar gerðu óspart grín að Útsvars-liði sínu. MYND JAMES KENNEDY Prúðbúnir gestir og glæsilegt hlaðborð á Skagaströnd. MYND JAMES KENNEDY

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.