Feykir


Feykir - 16.04.2015, Síða 2

Feykir - 16.04.2015, Síða 2
2 14/2015 Það er svo magnað þegar maður hittir fólk sem hefur tileinkað sér jákvætt hugarfar. Það geislar af því orkan og því virðast allir vegir færir og eftir smá stund í samvist þess finnst manni það sama eigi við um mann sjálfan. Með jákvæðni sinni og opnum hug og hjarta gefur það af sér orku og eftir stutta samveru með viðkomandi fer maður endurnærður og léttur í lund. Öll höfum við hitt þessa manngerð en þekkjum einnig andstæðu hennar - orkusug- una. Þann sem á einhverjum tímapunkti hefur tileinkað sér neikvætt hugarfar og fests í þeim vítahring. Oft á tíðum gerir fólk sér ekki grein fyrir skaðanum sem það veldur sjálfum sér með því að hugsa að glasið sé alltaf hálf tómt - neikvæðnin er niðurrífandi og smitandi afl, bæði fyrir þá sem umlykja þá og ekki síst fyrir þá sjálfa. Þó trúi ég því að við séum ekki föst í viðjum þessara plúsa og mínusa, þetta er val sem hefst með einni hugsun, svo annarri og svo koll af kolli þar til þér eru allir vegir færir. Góðar og jákvæðar stundir. Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Plús og mínus „Lýðræðið virkjað sem mest“ Skoða nafnbreytingu á Grunnskóla Húnaþings vestra Frá síðastliðnu hausti hefur fræðsluráð Húnaþings vestra verið að skoða möguleikann á nafnbreytingu á Grunnskóla Húnaþings vestra. Málið var tekið til umræðu á fundi fræðsluráðs þann 1. apríl. „Á sl. hausti kom til umræðu innan fræðsluráðs hvort finna ætti nýtt nafn á Grunnskóla Húnaþings vestra í tilefni þess að skólarnir á Hvammstanga og Laugarbakka hefðu sameinast á einum stað. Fræðsluráð fól skólastjóra Grunnskóla Húna- þings vestra að kanna áhuga skólasamfélagsins á nafnbreyt- ingu og voru undirtektir jákvæðar meðal nemenda og starfsmanna skólans sem og meðal foreldra grunnskóla- nema,“ segir í tillögu sem sam- þykkt var á fundinum. Í tillögunni segir einnig að kannað hafi verið meðal annarra sveitarfélaga á landinu þar sem nafnbreyting grunnskóla hefði farið fram hvernig staðið hefði verið að slíkri breytingu. Niður- staðan var að á öllum stöðum er lýðræðið virkjað sem mest. Fræðsluráð gerði tillögu um verktilhögun en gert er ráð fyrir að hvort tveggja, tillögu- Hreinsunarátak á Hofsósi Eins og Feykir hefur greint frá hefur verið auglýst hreins- unarátak á Hofsósi. Er þá einkum horft til þess að hreinsa svæðið austan við frystihús FISK. Hefur eig- endum járnarusls, bílflaka, gáma og smárra sem stórra hluta sem eru lýti á svæðinu verið gert að fjarlægja eigur sínar fyrir 30. apríl. Það sem ekki verður fjarlægt mun verða flutt til förgunar í maí. Er verkefnið unnið í sam- vinnu Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Að sögn Sigríðar Magnúsdóttur, sem er formaður umhverfis- og samgöngunefndar og jafnframt formaður heilbrigðiseftirlits- nefndar, var átak af þessu tagi löngu orðið tímabært á Hofsósi. „Það eru allir orðnir hundleiðir á þessu,“ eins og hún komst að orði í samtali við Feyki í síðustu viku. „Hofsós er fallegur bær og rusl sem safnast hefur fyrir í Sprækur sem lækur Hafðu samband við Feyki í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! BioPol, Iceprotein og FISK Seafood hljóta styrki AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur samþykkt tillögu úthlutunarnefndar AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi um úthlutun þessa árs. Á meðal styrkþega eru sjávarlíf- tæknisetrið BioPol ehf. á Skagaströnd, líftæknifyrirtækið Iceprotein ehf. og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið FISK Seafood hf. Sauðárkróki. Í fréttatilkynningu frá AVS rannsóknarsjóði segir að styrkirnir skiptist í fimm styrktarflokka. Þeir eru fiskeldi, markaðir, líftækni, veiðar og vinnsla og atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum. Alls voru veittir 40 styrkir upp á tæplega 222 milljónir. Styrkirnir sem fóru til BioPols og Iceproteins voru á sviði líftækni en FISK Seafoods á sviði veiða og vinnslu, alls fengu fyrirtækin 17.330 þús.kr. •BioPol ehf. Halldór Gunnar Ólafsson – Glycosaminoglycan pruduction from lumpfish – 4.550 þús.kr. •Iceprotein ehf. Hólmfríður Sveinsdóttir – Athug- anir á mettandi virkni þorskprótein hýdrólysata – 7.200 þús.kr. •FISK Seafood hf Gunnlaugur Sighvatsson – Geymsluþol léttsaltaðra flaka í frosti – 5.580 þús.kr. Skrá yfir styrkþega og styrki má nálgast á heimasíðu sjóðsins. /BÞ Allar tölur réttar Vinningsmiðinn keyptur á N1 Sauðárkróki Það var heppinn viðskiptavinur á N1 á Sauðárkróki sem datt í lukkupottinn sl. laugardagskvöld þegar hann vann tæpar 6,5 milljónir í lottóinu. Samkvæmt vefsíðu Ís- lenskrar getspár var hann sá eini sem var með allar tölurnar réttar. /BÞ Flestir orðnir hundleiðir á ruslinu gegnum tíðina, og reyndar versnað mikið á fáeinum árum, er mikið lýti, bæði fyrir íbúa og ferðafólk.“ Sigríður segir næsta skref að eigendur komi verðmætum í burtu og spyrji sig með gagnrýnu hugarfari hvort um sé að ræða eitthvað sem þeir ætli að nota. Síðan verði svæðið hreinsað og skipulagt. Þá verði komið upp geymslusvæði, eins og Feykir hefur greint frá. Einnig þurfi að huga að rusli sem er innan lóðar frystihúss FISK, í sérstakri samvinnu við fyrirtækið. Að sögn Sigríðar eru mál eins og þetta hreinsunarátak lengi í gegnum stjórnsýsluna og vissulega sé aðgerða þörf á fleiri stöðum, t.d. í Varmahlíð. „Svona verkefni verða æ dýrari en um leið mikilvægari. Það skiptir okkur öll máli að gera rétt og gera vel. Ég hvet alla, hvar sem er í firðinum, til að taka upp rusl og leggja sitt af mörkum.“ /KSE innsendingin og kosningin, fari fram rafrænt. Áætlað er að kostnaður geti numið allt að kr. 200 þús. /BÞ Ævisagan Lífsins skák væntanleg Anna Pálína Þórðardóttir áttræð Á laugardaginn fagnaði Anna Pálína Þórðardóttir á Sauðárkróki 80 ára afmæli sínu ásamt vinum og ættingjum. Boðið var til veislu í Ljósheimum og þrátt fyrir aftaka veður var fjölmenni. Margir afmælisgestanna skráðu sig á heiðurslista vegna ævisögu Önnu sem kemur út innan skamms. Bókin hefur fengið heitið Lífsins skák. Anna hefur notið aðstoðar Þóru Kristjánsdóttur frá Óslandi við að skrásetja söguna en ævi Önnu er um margt óvenjuleg. Bókin er nú í umbroti hjá Nýprent. Feykir fjallar nánar um bókina þegar nær líður útgáfu. /KSE mt ... Anna P. Þórðardóttir og frænka hennar Stella Guðmundsdóttir í Heydal í Mjóafirði í afmælinu síðastliðinn laugardag.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.