Feykir


Feykir - 16.04.2015, Qupperneq 4

Feykir - 16.04.2015, Qupperneq 4
4 14/2015 Grásleppuvertíðin stendur nú sem hæst eins og meðfylgjandi aflatölur gefa til kynna. Dagana 5. - 11. apríl var 64 tonnum landað á Skagaströnd, rúmum 28 tonnum á Hofsósi og 277 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta ríflega 370 tonn á Norðurlandi vestra. Ekki bárust aflatölur frá Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Skagaströnd Addi afi GK Grásleppunet 3.169 Auður SH 94 Grásleppunet 2.918 Bergur Sterki HU 17 Landb.lína 8.522 Dagrún HU 121 Grásleppunet 2.207 Hafrún HU 121 Dragnót 32.915 Ólafur Magnús.HU 54 Handfæri 1.868 Sæbjörg EA 184 Þorskanet 3.142 Sæfari HU 200 Landbeitt lína 6.630 Þorleifur EA 88 Þorskanet 3.013 Alls á Skagaströnd 64.384 Hofsós Geisli SK 66 Línutrekt 3.710 Skáley SK 32 Grásleppunet 10.008 Sæborg EA 125 Grásleppunet 5.459 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 7.876 Þytur SK 18 Grásleppunet 1.579 Geisli SK 66 Línutrekt 1.737 Alls á Hofsósi 28.632 Sauðárkrókur Fannar SK 11 Grásleppunet 5.335 Gammur SK 12 Þorskfisknet 3.418 Hafey SK 10 Grásleppunet 6.621 Klakkur Sk 5 Botnvarpa 113.258 Kristín SK 77 Handfæri 460 Málmey SK 1 Botnvarpa 131.549 Nona SK 141 Grásleppunet 4.403 Steini G SK 14 Grásleppunet 5.178 Vinur SK 22 Grásleppunet 2.796 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet 1.160 Þytur SK 18 Grásleppunet 3.152 Alls á Sauðárkróki 277.330 Aflatölur 5.-11. apríl 2015 Grásleppuvertíðin stendur sem hæst Bjarni frá Gretti í Hofsósi, Skarphéðinn frá Flubjörgunarsveitinni í Varmahlíð, Kristín Snæland, Erla Unnur og Sigurbjörg frá Lionsklúbbnum Björk og loks Baldur frá Skagfirðingasveit. Mynd KSE Nú skal heimta hærri laun... Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga hefur átt sinn fasta sess í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og notið mikilla vinsælda í hartnær fjóra áratugi eða allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Magnús Bjarnason kennari á Sauðárkróki gaf hálfa milljón króna í sérstakan sjóð til að styrkja og styðja við bakið á lausavísnagerð og fyrir tilstyrk sjóðsins var keppnin haldin um langt árabil. Samkvæmt venju mun Safnahúsið standa fyrir vísnakeppni þetta árið og verður hún með sama sniði og undanfarin ár. Annars vegar eru hagyrðingar beðnir um að yrkja um það hvernig hinn dæmigerði Skagfirðingur kemur þeim fyrir sjónir sem og að botna einn eða fleiri af eftirfarandi fyrripörtum. Nú skal heimta hærri laun og hafna vesaldómi. Dalir, firðir, fjöll og grund fegurst er á vorin. Nálgast ellin alla jafnt enda brellin kelling. Eltir aftur lægðin lægð lát er vart að finna. Sé ég blik við sjónarrönd Sæluvika kemur. Á Sæluviku feginn fer að fanga menninguna. Veitt verða tvenn peninga- verðlaun, annars vegar fyrir bestu Skagfirðingavísuna og hins vegar fyrir besta botninn. Ekki er skilyrði að allir fyrripartar séu botnaðir og einnig er leyfilegt að senda einungis Skagfirðingavísu. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga, Faxatorgi 550 Sauðárkróki í síðasta lagi miðvikudaginn 22. apríl nk. Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar dulnefni, en rétt nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi. Einnig er hægt að senda vísur og botna í tölvupósti á net- fangið bokasafn@skagafjordur. is og verður þá viðkomandi höfundi gefið dulnefni áður en vísunar fara til dómnefndar. /PF 150 þúsund til hverrar sveitar Svakalegt show í Sæluviku Lionskonur styrkja þrjá björgunarsveitir Tónleikar í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki Á síðasta fundi Lionsklúbbs-ins Bjarkar á Sauðárkróki voru afhentir styrkir til björgunarsveitanna í Skagafirði, að upphæði 150 þúsund til hverrar sveitar. Lionskonur fóru fögrum orðum um starfsemi sveitanna og sögðu þær vel að styrkjunum komnar. Um er að ræða Flugbjörgunarsveitina í Varma- hlíð, Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi og Skagfirðingasveit á Sauðárkróki. Þess má geta að Björgunarsveitin Grettir fagnaði 80 ára afmæli sínu á síðasta ári og Skagfirðingasveit fagnar 50 ára afmæli sínu þann 1. maí næstkomandi, en forveri sveitarinnar var slysavarnardeild. Af því tilefni verður opið hús í Sveinsbúð. Allir eru velkomnir að líta við af því tilefni, en þá verði tæki og tól sveitarinnar til sýnis. /KSE Sæluvikutónleikar verða haldnir í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 1. maí nk. Nú eru fjögur ár liðin frá því að hin vinsæla Dægurlaga- keppni var á Sæluviku og nú hefur verið ákveðið að blása til stórtónleika á ný – þar sem haldið verður í hefðina. „Ég hef verið að skipuleggja Gæruna tónlistarhátíð og mér fannst tilvalið að gera eitthvað meira í Skagafirði. Nú eru komin fjögur ár síðan eitthvað var gert í Íþróttahúsinu í Sæluvikunni, ég ákvað því að taka slaginn og setja upp Sæluvikutónleika,“ sagði Adam Smári Hermannsson skipuleggjandi tónleikana í sam- tali við Feyki. Á tónleikunum stígur stórskotalið söngvara á svið og flytur íslenskar dægur- lagaperlur, þau Jógvan Hansen, Eurovisionfarinn Alma Rut úr Vestanáttinni, Rúnar Örn úr Sixties og Birgitta Haukdal. „Við förum alveg töluvert aftur í tímann með íslensk dægurlög. Birgitta Haukdal ætlar t.d. að taka „Ort í sandinn“ eftir Geir- mund Valtýsson, hún sagðist ekki vera búin að heyra það lag í 20 ár og vildi endilega taka það,“ sagði Adam Smári. Heimamenn munu heldur ekki að láta sig vanta og má nefna Róbert Óttarsson, Sigvalda Gunnarsson og Kristján Gíslason. Adam Smári segir allt stefna í svakalegt „show“, hann eigi von á 40 feta gám fullum af búnaði til að gera tónleikana sem glæsi- legasta. Meðal þess er stór LED skjár, sem m.a. hefur verið notaður í Ísland got Talent á Stöð 2, og verður lifandi grafík á skjánum meðan á tónleikunum stendur sem gerir enn meira úr „show-inu“, segir Adam Smári. Þannig að það verður ekki bara ljósabúnaður sem mun gera þessa upplifun stórkostlega. Adam Smári vonast til að sjá sem flesta koma og skemmta sér á tónleikunum og að þetta verði upphafið að árvissum viðburði í Sæluviku Skagfirðinga. Miða er hægt að nálgast í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og á Tix.is.“ /BÞ Herdís formaður stjórnar Byggðastofnun Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Vestmannaeyjum 10. apríl sl. var greint frá því að Herdís Sæmundardóttir á Sauðár- króki hefði verið skipuð formaður stjórnar Byggða- stofnunar. Herdís, sem er fræðslustjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hefur áður gegn embættinu, á árunum 2003-2008. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 106/1999 um Byggðastofnun skipar sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra sjö menn í stjórn stofnunarinnar og jafn- marga til vara til eins árs í senn. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra skipar jafnframt for- mann og varaformann. Herdís tekur við sætinu af Þóroddi Bjarnasyni. Núverandi stjórn skipa eftirfarandi: Herdís Sæ- mundardóttir formaður, Einar E. Einarsson varaformaður, Valdi- mar Hafsteinsson, Ásthildur Sturludóttir, Karl Björnsson, Oddný María Gunnarsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. /KSE Datt úr keppni í Útsvari Lið Skagafjarðar Skagfirðingar biðu lægri hlut fyrir Fljótsdalshéraði í Útsvari sem lauk í beinni útsendingu á RÚV sl. föstudagskvöld. Fljótsdalshérað tók forystu strax í upphafi þáttarins og hélt henni til loka og lauk viðureigninni 68-36. Lið Skagfirðinga skipa þau Guðný Zöega, Guðrún Rögn- valdardóttir og Vilhjálmur Egilsson. Lið Skagafjarðar hafði náð þeim frábæra árangri að komast í undanúrslit, líkt og fyrir þremur árum, en féll aftur út fyrir frábæru liði Fljótsdalshéraðs. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.