Feykir


Feykir - 16.06.2015, Qupperneq 1

Feykir - 16.06.2015, Qupperneq 1
 á BLS. 6–7 BLS. 7 Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi heldur um áskorendapennann Nálægðin við náttúruna BLS. 3 Gistiheimilið Gimbur opnað í Fljótum Magnaður staður í stórbrotnu umhverfi Brynjar og Sæunn matreiða Kjúkling og sænska Kladdköku 23 TBL 18. júní 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. SÖLUSTJÓRI NORÐURLANDI VESTRA Þröstur I. Jónsson hefur hafið störf hjá BYKO sem sölustjóri og þjónustar alla íbúa frá Skagafirði til Hólmavíkur. Þröstur verður staðsettur á Sauðárkróki en mun vinna út frá verslun okkar á Akureyri. Sími: 821 4059 • tj@byko.is G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Fangaðu sumarið Þú færð réttu Canon græjuna í Græjubúð Tengils Kínverskir aðilar vilja skoða upp- byggingu álvers við Hafursstaði í Skagabyggð. Um er að ræða heildarfjárfestingu upp á 78 milljarða króna í fyrsta áfanga og myndi álverið skapa um 240 störf og 200 afleidd störf. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs Sveitarfélags- ins Skagafjarðar, segir að fjárfesting af þessari stærðargráðu yrði gríðarleg lyftistöng fyrir svæðið. Að sögn Stefáns hefur lengi verið leitað leiða til að fá aðila með stór verkefni inn á svæðið og hefur m.a. verið rætt um gagnaver og koltrefjaverksmiðju í því samhengi. Síðasta sumar var svo farið að kanna möguleika varðandi álver. „Það eru tvær nefndir í gangi, annars vegar um atvinnuuppbyggingu í Austur- Húnavatnssýslu og hins vegar Norðvesturnefndin svokallaða. Þings- ályktunartillaga um nýtingu orkunnar úr Blönduvirkjun heima í héraði hefur verið samþykkt á Alþingi. Þessu var ætlað að varpa sviðsljósinu að ástandinu á svæðinu og koma með tillögur um úrbætur og hugmyndir að verkefnum fyrir svæðið og hefur það gengið ágætlega,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki. Stefán Vagn segir að þrátt fyrir að sveitarstjórnir á svæðinu hafi náð sátt um að vinna að þessu verkefni sé ljóst að einhver andstaða verði við það og einhverjir vilji sjá NLV stóriðjulaust áfram. „Það er sjónarmið og ég virði það. Ég er því hins vegar ekki sammála og tel að þetta sé það sem við þurfum á að halda til að snúa við þessari öfugþróun og sækja fram fyrir svæðið. Það heyrast líka oft raddir um að í álverum verði til láglaunastörf en reynslan á svæðum eins Hugmyndir um að reisa álver í landi Hafursstaða í Skagabyggð „Vona að við náum að sigla þessu í höfn“ Frá Hafursstöðum í Skagabyggð þar sem áætlanir eru um að reisa álver. MYND: KSE og fyrir austan hefur sýnt að þau hífi launin upp á upptökusvæðinu.“ Stefán segir staðsetninguna afar heppilega, mjög miðsvæðis á Norðurlandi vestra og muni upptökusvæðið og áhrifin teygja sig um allt svæðið. „Við teljum að orkunni úr Blönduvirkjun hafa alltaf verið ætlað að nýtast hér á svæðinu og við eigum að njóta okkar auðlinda. Nú er komið fyrirtæki sem er tilbúið að fara í þessa vegferð með okkur. Við gerum okkur þó grein fyrir því að það er langur vegur í land og erum ekki farin að fagna ennþá en þetta er ákveðinn áfangasigur og honum ber að fagna. En ég er bjartsýnn á að það takist að sigla þessu í höfn, við verðum að vera það,“ sagði Stefán Vagn að lokum. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.