Feykir


Feykir - 16.06.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 16.06.2015, Blaðsíða 3
23/2015 3 Mælifellskirkja 90 ára Sunnudaginn 7. júní sl. var minnst 90 ára afmælis Mælifellskirkju í Skagafirði, en kirkjan var vígð 7. júní 1925. Hátíðarmessa var í kirkjunni kl. 14. Sr. María Ágústsdóttir frá Mælifelli prédikaði og fléttaði mál sitt bernskuminn- ingum sínum þaðan, en faðir hennar, sr. Ágúst Sigurðsson, þjónaði sem sóknarprestur á Mælifelli 1972-1983. Sóknarprestur, sr. Dalla Þórð- ardóttir, þjónaði fyrir altari ásamt sr. Maríu. Helga Rós Indriðadóttir söng einsöng, og söng hún sálm eftir sr. Tryggva H. Kvaran, prest á Mælifelli: Yfir byggð og ból. AÐSENT ÓLAFUR HALLGRÍMSSON SKRIFAR Viðstaddir tóku undir við söng og organisti var Thomas Higgerson. Að lokinni athöfn bauð sóknarnefnd til kaffi- samsætis í Árgarði. Þar flutti sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson, fyrrver- andi sóknarprestur, erindi um kirkju og stað. Einnig tók til máls frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sem rifjaði upp ýmislegt frá árunum liðnu á Mælifelli. Hrefna Sigríður Bjart- marsdóttir, Kristjánssonar, prests á Mælifelli, afhenti kirkjunni að gjöf frá sér og systkinum sínum stóra mynd af Mælifelli 1946, er foreldrar hennar, sr. Bjartmar og frú Hrefna Magnúsdóttir, komu þangað. Verður myndinni valinn staður í kirkjunni. Um 50 manns lögðu leið sína heim að Mælifelli þennan dag til að samfagna þessum áfanga. Mælifellskirkja er fagurt guðs- hús og vel búin myndverki. Þar ber hæst altaristöfluna, hina Mikilvægt tengslanet Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði er hugsað sem vettvangur fyrir samstarf og tengslanet ferðaþjónustu- fyrirtækjanna í Skagafirði. Telur það um 45 félags- menn. Félagið vinnur að ýmsum sameiginlegum málefnum, svo sem kynningarmálum og námskeiðahaldi. Um þessar mundir er svo starfandi sérstakur verkefnahópur um vetrarferðaþjónustu. „Tilgangurinn er að vera vettvangur fyrir samstarf og tengslanet ferðaþjónustufyrir- tækjanna í Skagafirði, til að kynnast öðrum fyrirtækjum og þeirra vöruframboði, til að miðla þekkingu og til að vinna að sameiginlegri kynningu svæðisins með bæklingum, á sýningum og til dæmis með móttöku blaðamanna og ferðasöluaðila,“ segir Evelyn Ýr Kuhne, stjórnarmaður í félaginu. Félagið heldur tvo til fjóra fundi á ári þar sem málefni ferðaþjónustunnar í Skagafirði eru rædd og sameiginleg verkefni ákveðin og kynnt. „Stundum fáum við fyrirlestra til okkar og fræðumst um ýmislegt gagnlegt tengt ferðaþjónustu. Félagið bíður félögum upp á námskeið, sem oft eru haldin í samvinnu við Farskólann, en nú á vordögum eru einmitt haldin þjónustu- og þrifanámskeið. Haustferðin er fastur liður í starfsemi félagsins en þá er farið í sameiginlega ferð um Skagafjörð til að heimsækja félaga og fyrirtæki þeirra. „Þessar ferðir eru mjög skemmtilegar, fræðandi og gefa okkur tækifæri til að kynnast betur. Það er mikilvægt að eiga gott tengslanet og vinna saman að ýmsum málefnum,“ segir Evelyn. Um þessar mundir er starfandi sérstakur verkefna- hópur til eflingar á vetrarferða- þjónustu í Skagafirði. Vinnur hann að kynningarefni sem notað verður á ferðasýningum næsta haust og vetur. Að sögn Evelyn hlaut félagið mikil- vægan styrk úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra til að vinna að því verkefni. Félagið er með hóp á facebook og póstlista. Í stjórn félagsins sitja þrír félagar, auk varamanns. Formaður þess er Svanhildur Pálsdóttir, Hótel Varmahlíð. Til að gerast félagi þarf ekkert nema hafa samband við hana gegnum netfangið svanhild@hotelvarmahlid.is og eru nýjir félagar eru hjartanlega velkomnir. /KSE Ég vil þakka Matthildi Birgisdóttur fyrir þessa áskorun. Við fjölskyldan ákváðum að flytja aftur út á land fyrir tíu árum síðan eftir að hafa verið nokkur góð ár í Reykjavík. Ég og konan mín erum bæði frá Bolungarvík þannig að við þekktum vel þá kosti að búa í litlu samfélagi í mikilli nálægð við fallega náttúru. Við erum mjög dugleg að fara í gönguferðir í bænum okkar og næsta nágrenni og eigum ótal uppáhaldsstaði. Mig langar að fjalla um útivistar- og afþreyingarmöguleika á Blönduósi fyrir fjölskyldur á ferðalagi. Það sem mig langar þá að skrifa um tengist því að ég fæ oft sömu spurninguna frá vinum, kunningjum og reyndar viðskiptavinum líka, þar sem ég starfa sem forstöðumaður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, sem er: „Hvað er eiginlega hægt að gera á Blönduósi?“. Einn vinur minn sem er mikill húmoristi sagði einu sinni, „stoppar maður ekki bara á bensínsjoppunni, skóflar í sig, prumpar og heldur áfram til Akureyrar“. Mig langar að leiðrétta þennan miskilning og benda á hvað er hægt að gera sér til afþreyingar á Blönduósi og þá svoldið fjölskyldumiðað. Blönduós er algjör útivistarparadís, fallegar gönguleiðir, mikið fuglalíf og klárlega staður veiðimannsins þar sem margar þekktustu laxveiðiár landsins eru í næsta nágrenni og veiðivötnin fjölmörg. Sólsetrin eru stórkostleg og sjást svo fallega ef horft er frá ósi Blöndu og út á Húnaflóann. Það eru margir möguleikar fyrir þá sem vilja stoppa í lengri tíma en mig langar að koma með hugmyndir ef fjölskyldan ætlar að stoppa í u.þ.b. þrjá tíma á Blönduósi. Þá langar mig að mæla með þremum fjölskyldustoppum sem er hægt er að stokka upp að sjálfsögðu: Fjölskyldustopp númer 1 Í fyrstu þá mæli ég með gönguferð í Hrútey sem er eyja sem klíýur Blöndu í tvennt. Í eyjunni er mikið fuglalíf og fallegar gönguleiðir í ævintýralegu umhverfi. Eftir gönguferðina er komið að sundferðinni en hér er glæsileg útisundlaug og aðstaðan þar eins og best verður á kosið fyrir fjölskyldufólk; heitir pottar, vaðlaug og rennibrautir. Þannig að það er bæði hægt að fá útrás og ná góðri slökun. Að lokum eftir sundferðina þegar allir eru orðnir svangir er farið á Ömmukaffi og fengið sér hressingu en Ömmukaffi er krúttlegt kaffihús við sundlaugina í gulu húsi sem opnaði í maí. Fjölskyldustopp númer 2 (fyrir þá sem eru að koma t.d. frá Reykjavík). Gönguferð upp með Giljá sem er rétt vestan við Blönduós sem hefst hjá bílaplani móts við bæinn Stóru-Giljá. Gangan er einn kílómetra upp með ánni og svo til baka aftur. Þetta er skemmtileg fjölskylduganga meðfram fallegum gljúfrum og endar við Efstafoss. Eftir gönguferðina er tilvalið að koma við á Laxsetrinu á Blönduósi og skoða fróðlega sýningu, lifandi fiska og barnahorn. Að því loknu er tilvalið að borða á veitingastaðnum Pottinum sem er mjög barnvænn. Fjölskyldustopp númer 3 Hestaferð hjá hesta- leigunni Galsa. Ferðin sem ég ætla mæla með tekur 1 ½ klst. Einnig er hægt að láta teyma undir í gerði sem er tilvalið fyrir þau yngstu, það tekur um 20 mínútur. Eftir hestaferð er tilvalið að leggja bílnum hjá Kvennaskólanum og fara í gönguferð eftir Bakkastígnum, yfir Blöndubrúna og ganga vestan megin við ánna að ósnum. Í fuglaskoðunarhúsinu á Einarsnesi eru góðar upplýsingar um fuglana á svæðinu og flott aðstaða til að taka myndir og fyrir sjónauka líka. Góð nestisaðstaða er við fuglahúsið, þannig að endilega taka nesti með. - - - - - Ég skora næst á Himma löggu (Hilmar Þór Hilmarsson) að stíga næst fram og hamra lyklaborðið góða. Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi skrifar Nálægðin við náttúruna ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is stóru, er sýnir Fjallræðuna og Magnús Jónsson, guðfræðipró- fessor, málaði og gaf kirkjunni. Einnig prédikunarstólinn, en á honum eru myndir af guðspjalla- mönnunum fjórum og Páli post- ula, málaðar af Hauki Stefánssyni, listmálara á Akureyri. Á hliðarveggjum eru inn- römmuð slitur af altarisklæði, er bjargað var úr kirkjunni, er brann á Mælifelli 21. sept. 1921, ásamt bæjarhúsum. Klæðið saumaði Elinborg Pétursdóttir, prestsfrú á Mælifelli, og er ártalið 1857 á klæðinu. Mælifellskirkja er steinsteypt hús og klædd með álklæðningu. Hún tekur um 60 manns í sæti. Kirkjuna teiknaði Guðjón Samúelsson, en yfirsmiður var Ólafur Kristjánsson frá Ábæ. Ólafur Hallgrímsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.