Feykir


Feykir - 16.06.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 16.06.2015, Blaðsíða 5
23/2015 5 Dráttarvélaakstur og stígvélakast á meðal keppnisgreina Von á um 400 keppendum á Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið á Blönduósi dagana 26. til 28. júní. Þetta er fimmta sinn sem mótið er haldið. Allir 50 ára og eldri geta tekið þátt á mótinu, alveg óháð hvort þeir séu í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Feykir náði tali af Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra mótsins. „Fyrsta mótið var haldið árið 2011 á Hvammstanga. Ákveðið var að leggja af stað í þennan leiðangur þar sem fjölmargir einstaklingar 50 ára og eldri stunda íþróttir og almenna líkamsrækt og eru mun betur á sig komnir en áður. Okkur fannst því tilvalið að prófa eitthvað svona, fá þennan hóp til að koma saman, keppa í íþrótt- um og skemmta sér í góðra vina hópi,“ segir Ómar Bragi. Þátttaka á landsmóti 50 ára og eldri hefur verið nokkuð góð síðustu ár en góðir hlutir gerast hægt. Í ár vonar Ómar Bragi að keppendur verði um 400 talsins. Á Blönduósi verður hægt að keppa í rétt innan við 20 greinum en þær eru hestaíþróttir, frjálsar, Margar hendur vinna létt verk Landsbankamótið á Sauðárkróki Landabankamótið fer fram á Sauðárkróki í tíunda sinn helgina 27. – 28. júní nk. Að mótinu standa knattspyrnudeild Tindastóls, Landsbankinn, foreldrar iðkenda og fjölda sjálfboða- liða. Að sögn Ingva Hrann- ars Ómarssonar mótsstjóra hefur mótshaldið gengið vel undanfarin ár og markar sú mikla ásókn þá velgengni. „Það er þó ljóst að ekki er hægt að halda svona mót án mikils stuðnings bæjarbúa sem vinna hin ýmsu störf, m.a. dómgæslu, að skammta mat, afgreiða í sjoppunni, standa vaktir í gistingunni, baka kök- ur fyrir fararstjórafundinn á laugardegi, ganga frá í lok móts svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Ingvi Hrannar í samtali við Feyki. Að jafnaði hafa þátt- takendur verið um 300-500 en í ár eru þeir rétt tæplega 1000 og með hverjum iðkanda má búast við 1-4 aðstandendum. Mótið verður með hefð- bundnu sniði, liðin koma í bæinn á föstudegi og á laugardegi hefjast svo leikir snemma morguns. Um hádegi er grillveisla og leikir halda áfram eftir hádegi. Að loknum leikjum verður kvöldmatur í Íþróttahúsinu og kvöldvaka á sama stað um kl. 20:30 þar sem m.a. Magni mun skemmta. Á sunnudegi hefjast leikir kl. 8:00 og eru frameftir degi með Pizza-pásu í hádeginu. Um kl. 15 eru svo mótsslit og þá verður hafist handa við að ganga frá. Aðspurður um hver sé upp- skriftin af hinu fullkomna móti svarar Ingvi Hrannar að hún sé gott veður og góður hópur fólks sem hjálpast að við hin ýmsu störf. Þá gangi allt upp. „Margar hendur vinna létt verk og gott mót gerir það að verkum að við getum áfram haldið úti góðu starfi allt árið og stutt unga fólkið okkar í íþrótta-og tómstundastarfi. Að lokum vil ég óska eftir fólki á öllum aldri, hvort sem það á börn í fótbolta eða ekki, að aðstoða okkur við ýmis störf, oftast svona 2-4 tíma vaktir. Þeir sem hafa tök á því að leggja sitt að mörkum við dómgæslu, að skammta mat, standa vaktir í skólunum við gistingu svo eitthvað sé nefnt.“ Áhugasamir geta haft samband í síma 660-4684 eða sent tölvupóst á netfangið ingvihrannar@me.com. /BÞ Frá Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík í fyrra. Óðinshani MYND: SNORRI E. www.glerborg.is VIÐ ERUM Á SVÆÐINU Glerborg býður upp á góða þjónustu og fjölbreytt vöruúrval. Í gluggum má sérstaklega benda á timburglugga, álklædda timburglugga, álglugga og viðhaldsfría plastglugga sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Glerborg býður líka upp á gler í miklu úrvali, t.d tvöfalt gler og hert gler, sem er allt að fimm sinnum sterkara en venjulegt flotgler. Herta glerið hentar vel á svalir, sem stigahandrið, skilrúm, glerhurð og fl. Einnig bjóðum við mikið úrval spegla og sturtuklefa. Ykkur er velkomið að hafa samband, ef spurningar vakna, við sölumenn Glerborgar sem verða á staðnum: Sigurjón, sími 660 3897 Halldór, sími 660 3898 Við erum sérfræðingar í gluggum og gleri. HVAR HVENÆR / Hlaðan Kaffihús, Hvammstangi Mánudagur 22. júní kl. 11.00-17.00 HVAR HVENÆR / Potturinn Resturant, Blönduós Þriðjudagur 23. júní kl. 11.00-17.00 HVAR HVENÆR / Kaffi Krókur, Sauðárkrókur Miðvikudagur 24. júní kl. 11.00-17.00 SÉRTILBOÐ VERÐA Í BOÐI MEÐAN Á KYNNINGU STENDUR Dagana 22.-24. júní verðum við á ferðalagi um Norðurland vestra. Verið velkomin að kíkja á okkur og fá faglega ráðgjöf um val á gluggum, gleri eða annarri gæðavöru frá Glerborg. 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG boccia, bridds, dráttarvélaakstur, golf, júdó, línudans, lombert, pútt, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, dalahlaup, sund, pönnubökubakstur og stígvéla- kast. „Boccia hefur verið mjög vinsæl grein en svo eru sund og frjálsar einnig vinsælar greinar. Við vonumst einnig eftir góðri þátttöku í bridds og golfinu sem og auðvitað í öllum keppnisgrein- unum,“ segir Ómar Bragi. Landsmótið er góð skemmtun fyrir alla keppendur sem og áhorfendur en það verður að sjálfsögðu eitthvað annað en keppnin sjálf til afþreyingar. „Já,við erum að leggja meiri vigt á afþreyingarþáttinn þar sem ég tel að félagslegi þátturinn skipi ekki minni sess en keppnin sjálf. Það verða ýmsar skemmtilegar nýjungar á mótinu sem við vonum að mótsgestir kunni að meta. Ég vona að Skagfirðingar fjölmenni á þetta mót sem aldrei fyrr enda ekki langt að fara fyrir þá. Svo þetta sem allir velta fyrir sér þá vona ég auðvitað að við fáum gott veður þessa helgi - það skiptir svo miklu máli í þessu öllu. Og í lokin vil ég þakka Húnvetningum, þeim sem komið hafa að undirbúningnum, fyrir þeirra vinnu og gott samstarf,“ segir Ómar að lokum. /ÞKÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.