Feykir


Feykir - 16.06.2015, Qupperneq 2

Feykir - 16.06.2015, Qupperneq 2
2 23/2015 Á fimmtudaginn í síðustu viku sat ég áhugaverðan fund þar sem samráðsvettvangur um sóknar- áætlun Norðurlands vestra og aðrir áhugasamir gestir fjölluðu um sóknaráætlun til næstu fjögurra ára. Fundurinn var allvel sóttur og spunnust miklar umræður í vinnuhópum sem komu saman að loknum framsöguerindum. Málefnin eru mörg og brýn, víða þarf að sækja fram en hinu má ekki gleyma að margt er vel og tækifærin liggja víða. Eftir mikinn valkvíða ákvað ég að blanda mér í hóp sem fjallaði um menningarmál á svæðinu. Ég hef áður vikið að því hér í leiðaraskrifum hversu blómlegt menningarlífið í okkar héruðum er. Framboðið er gríðarlegt og framtak er viðurkenningarvert. Oft finnst manni þó að neytendur mættu vera fleiri. En þá kemur að þessu sígilda sem einkennir okkar nútímasamfélag, nefnilega samkeppninni um tíma og athygli fólks. Áreitið er einfaldlega of mikið og erfitt að velja og hafna. Svo er það fækkunin. Því meira sem okkur fækkar, því erfiðara verður að halda úti samfélagi, hvort sem um er að ræða menningu eða aðra málaflokka. Fram kom í máli Snorra Björns Sigurðssonar hjá Byggðastofnun að á síðustu 15 árum hefði íbúum Norðurlands vestra fækkað um 1800, sem eru rúmlega hundrað á ári. Nýlega bárust þær gleðilegu fréttir að atvinnuleysi væri minnst í þessum landshluta, en það gefur ef til vill ekki rétta mynda þegar fjöldi brottflutta umfram aðfluttra er svo mikill sem raun ber vitni. Annað sem var sláandi, að könnun á viðhorfi grunnskólanemenda í Austur-Húnavatnssýslu til samfélagsins og framtíðarinnar kemur fram að fæstir þeirra sjái fyrir sér að búa þar í framtíðinni. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, eins og Bergur Elías framkvæmdastjóri SSNV orðaði það svo skemmtilega í sínu erindi, að þó við séum undir í hálfleik getum við snúið vörn í sókn og brett upp ermar. Liðsheildin er góð, það þarf kannski aðeins að slípa hana til að spila betur saman og tefla fram nýrri leikfléttu. Að minnsta kosti virtust fundargestir sammála um að tækifærin lægju víða og stuðningsnetið væri gott. Þó að við skorum ekki úr hverju færi þá sýnir reynslan að þeir fiska sem róa og þeir sem eru áræðnir og miða á markið hljóta að skora fremur en hinir sem hika. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður. Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI NV-land tækifæranna Sniðgenginn í samgönguáætlun Skagafjörður Á fundi í sl. viku lýsti Byggðar- ráð Svf. Skagafjarðar vonbrigðum og þungum áhyggjum af framkominni samgönguáætlun 2015-2018. Engu fé verður varið í vegaframkvæmdir í Skagafirði skv. þingsályktunartillögu. Á fundinum voru lögð fram drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir 2015- 2018. Var eftirfarandi bókað í fundargerð byggðaráðs: „Ljóst er að við núverandi tillögur verður vart unað og ólíðandi að ekki verði einni krónu veitt í vegaframkvæmdir í Skagafirði á umræddu tímabili, 2015-2018, sem og að svo virðist vera að búið sé að taka Alexanders- flugvöll út úr grunnneti innanlandsflugs. Byggðarráð Svf. Skagafjarðar krefst þess að stjórnvöld endurskoði áform sín og taki tillit til þarfa svæðisins í sinni áætlunargerð.“ /KSE Fyrsti sigur- inn í höfn Mfl. karla - 2. deild Tindastóll lagði lið Sindra á Höfn í Hornafirði sl. sunnudag og er þar með fyrsta sigri Stólanna landað á þessu tímabili. Fyrsta mark leiksins kom á 43. mínútu þegar leikmaður Sindra skoraði sjálfsmark. Annað markið skoraði Alejandro Miguel Vera Carrillo, Sindra í vil á 76. mínútu. Markið sem innsiglaði sigurinn skoraði Benjamin James Griffiths, leikmaður Stólanna, á 80. mínútu. Úrslit urðu 2-1. Næsti leikur mfl. verður nk. laugardag gegn Ægi á Sauðárkróksvelli. /BÞ Sigvalda vel fagnað Umhyggjugöngunni lauk í Hofsós á laugardaginn Umhyggjugöngu Sigvalda Arnars Lárussonar, lögreglumanns í Keflavík, lauk í Hofsósi á laugardaginn. Hafði Sigvaldi þá gengið frá Keflavík í Hofsós og þar með staðið við þá yfirlýsingu sína á Facebook að yrði Gylfi Sigurðsson ekki kjörinn íþróttamaður ársins 2014 skyldi hann ganga frá Keflavík á bernskuslóðirnar á Hofsósi. Þrátt fyrir erfið veðurskilyrði og meiðsli tókst Sigvalda að ljúka göngunni, en hann þurfti þó að stytta leiðina dálítið og mun ljúka þeim 30 km sem upp á vantar áður en söfnuninni til styrktar Umhyggju lýkur. Við komuna á Hofsós sagði Sigvaldi að oft hefði verið gott að koma þangað og stinga sér í sundlaugina, en aldrei sem nú. Honum var innilega fagnað af heimamönnum, en UMF Neisti og Björgunarsveitin Grettir höfðu skipulagt móttöku honum til heiðurs og var boðið upp á grillaðar pylsur við sundlaugina. /KSE Fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni 65 milljónir úr Uppbyggingarsjóði Síðastliðinn fimmtudag var 65 milljónum úthlutað úr uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra á úthlutunarhátíð sem fram fór á Blönduósi. Um er að ræða sjóð sem kemur í stað menningar-, vaxtar- og sóknaráætlunarsamningar milli ríkisins og SSNV sem verið höfðu í gildi um nokkurt skeið. Team Tengill í WoW Cyclothon Hjólað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans Starfsmenn Tengils taka þátt í WOW Cyclothon þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland dagana 23. -26. júní til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Áheitanúmer þeirra er 1024 og heitir liðið Team Tengill. Liðið skipa rafvirkjar, kerfis- stjórar, rafeindavirki og hönn- uður þannig að hér eru á ferð magnaðir stuðboltar. Þeir eru (f.v.): Pétur Ingi Björnsson, Þórarinn Óli Rafnsson, Ágúst 70 verkefni hlutu styrki að þessu sinni. Tilgangur styrkjanna er að „stuðla að jákvæðri sam- félagsþróun, treysta stoðir menningar og auka sam- keppnishæfni landshlutans og landsins alls“. Þrjá hæstu styrkina hlutu eftirfarandi: Selasetur Íslands, samtals kr 5.950.000, annars vegar stofn- og rekstrarstyrk og hins vegar til eflingar atvinnulífs og fjölgunar starfa í Húnaþingi vestra. Einar Daníel Karlsson, kr. 3.950.000 en verkefni hans kallast Floating fender chair. Iceprotein 3.000.000 til þróunar og markaðssetningar á þorsk- prótein fæðubótaefnum. Heild- arlista yfir styrkhafana má finna á feyki.is og ssnv.is. /KSE F.v. Einar Daníel Karlsson, Kári Kárason og Hólmfríður Sveinsdóttir. MYND: Ingibergur Guðmundsson (SSNV) Kárason, Sigurður Ingi Ragnars- son, Joel Thomas Magoun, Birkir Snær Gunnlaugsson, Yngvi Jósep Yngvason, Gunnar Ingi Gunnarsson og Páll Arnar Ólafsson. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.