Feykir


Feykir - 16.06.2015, Qupperneq 4

Feykir - 16.06.2015, Qupperneq 4
4 23/2015 Körfubolti : 1. deild kvenna Bjarni Bjarnason t.v. og Iðunn Jónsdóttir kona hans, sem er bróðurdóttir Sjafnar, færðu þeim Sjöfn (t.h.) og Jóni (f. miðju) þessar skemmtilegu húfur frá kaffihúsi Bakkabræðra á Dalvík. MYND: KSE Þegar blaðamann bar að garði var hafin vinna við að hlaða náttúrulaug þar sem jarðhitinn sprettur uppúr Reykjarhólnum. MYND: KSE Gistiheimilið Gimbur á Reykjarhóli í Fljótum. Mynd úr einkasafni Gimbrarklettur MYND: SNORRI E. Óðinshani MYND: SNORRI E. Magnaður staður í stórbrotnu umhverfi Gistiheimilið Gimbur opnað í Fljótum Í vor opnuðu hjónin Sjöfn Guðmundsdóttir og Jón Sigurmundsson Gistiheimilið VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Gimbur á Reykjarhóli í Fljótum. Stendur það við þjóðveg 76, Siglufjarðarveg, um 20 kílómetrum norðan við Hofsós. Húsið stendur fyrir opnu hafi þar sem örskammt er milli fjalls og fjöru og ósnortin náttúra allt um kring. Kjörorð gestgjafanna eru sjálfbærni og gestrisni. Í matargerð er notað hráefni úr heimabyggð og allt ræktað á staðnum sem hægt er. „Ég hef verið með annan fótinn á þessum stað síðan pabbi rak hér fiskeldi en hann keypti jörðina 1980,“ segir Sjöfn um tengsl sín við staðinn. Faðir hennar var Fljótamaðurinn Guðmundur H. Jónsson, oft kenndur við Byko. „Ég var hérna mikið með honum og tók fljótt ástfóstri við staðinn. Elsti sonur okkar Jóns er einhverfur og hann var mjög „aktífur“ sem barn. Honum leið hvergi betur en hérna. Hundurinn sem var hérna hjá Jóa (Jóhannesi Runólfssyni, fyrrum ábúanda) flutti alltaf yfir til okkar þegar við komum og hann passaði strákinn fyrir okkur. Það var svo yndislegt að vera hérna,“ segir Sjöfn. Þegar Guðmundur féll frá eignaðist Jón Helgi sonur hans Reykjarhól en bauð Sjöfn og Jóni að „taka staðinn í fóstur“, eins og þau orða það. „Ég hef verið hérna öll sumur síðan 2010 og þessi hugmynd hefur verið að þróast, að gera eitthvað svo maður geti verið hérna meira“. Gistiheimilið hafa Sjöfn og Jón innréttað af mikilli smekkvísi. Um er að ræða um 250 fermetra hús með fimm herbergjum þar sem tvö til þrjú herbergi deila saman bað- herbergi og sturtu en alls eru gistirýmin tólf í húsinu. Á efri hæðinni er stór stofa, um 40- 50 fermetrar, sem mætti frekar kalla samkomusal. Þau hafa einnig yfir öðru húsi að ráða og geta því tekið á móti allt að 20 manna hópum. Aðgangur er að vel búnu eldhúsi og grilli en boðið er upp á morgunverð gegn vægu gjaldi og kvöldverð fyrir hópa sem panta slíkt. Staðurinn býður upp á ýmsa möguleika í viðbót því við húsið er bílskúr sem er á annað hundrað fermetrar að stærð og góð útihús, ásamt óþrjótandi heitu vatni. Verið er að hlaða upp náttúrulaug á staðnum, í sjálfum Reykjarhólnum. Salurinn er á efri hæðinni og þar eru gluggar á alla vegu og stórbrotið útsýni. Úr suðurglugganum blasir við tignarlegt fjall, Gimbraklettur, sem gistihúsið dregur nafn sitt af. Miðnætursólin sést vel allt sumarið og frá miðjum júní og út mánuðinn sest sólin aldrei. „Á veturna fögnum við svo myrkrinu með sínum stjörnum og norðurljósum,“ segja Sjöfn og Jón. Og ekki virðist nú amalegt að sitja í heitum potti á veglegri verönd vestan við húsið, þar sem opna má skjólvegginn í góðu veðri til að njóta betur útsýnisins. Jón og Sjöfn eru mikið úti- vistarfólk og eru í nánum tengslum við umhverfið. Þau segja fuglalíf gífurlega fjölbreytt á staðnum og hafa skráð rúmlega sextíu tegundir fugla í næsta nágrenni. „Hingað kom fuglaskoðari um daginn sem ljósmyndaði 25 tegundir á einum og sama deginum sem þykir frábært. Staðurinn hentar líka mjög vel fyrir gönguhópa, veiðimenn og hestamenn. Við erum til að mynda með gerði fyrir hesta,“ segja þau. Fimm víkur ganga inn í landið á Reykjarhóli; Kolluvík, Sultarvík, Bæjarvík, Þorvaldsvík og Helguvík. Herbergin heita svo hvert eftir sinni vík. „Hver vík er paradís út af fyrir sig. Þarna er rekaviður, fuglalíf og selir. Þetta er ekkert ósvipað og maður upplifir á Hornströndum. Það er líka hressandi að fá sér göngu við hafið,“ segja Sjöfn og Jón. Þau segja að óneitanlega sé Gimbrakletturinn líka veðra- valdur á staðnum því það blæs oft hressilega niður Stafárdalinn. Oft er mikið brim við víkurnar og hafa nokkrir ofurhugar reynt sig á sjóbrettum þar. Líkt og svo víða um landið á sérhver steinn sína sögu og í landi Reykjarhóls er eyði- býlið Bakki. Við það býli eru Bakkabræður kenndir við í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar eru þeir að vísu fjórir, Gísli, Eiríkur, Þorsteinn og Jón og eru taldir Þorsteinssynir. Einhverjir telja þó að faðir þeirra hafi verið Björn Ingimundarson, ættaður úr Ólafsfirði, og hafi búið á Bakka nálægt 1600. Hægt er að ganga um jörðina á Reykjarhóli og finna þá staði sem nefndir eru í sögunum. Að minnsta kosti einn þeirra bræðra, Gísli, var giftur. Kona hans hét Gróa og var kölluð einsýna Gróa því hún var eineygð. Þau eignuðust afkomendur og frá þeim eru raktar ættir í þjóðsögunum. Sjöfn er ekki í nokkrum vafa um að þarna séu komnar hinar eiginlegu Bakkabræðrasögur og segist geta rakið ættir sínar til Gísla og Gróu. Sögurnar sem skráðar eru um bræðurna frá Bakka í Fljótum eru flestar þær sömu og sagðar eru af hinum svarfdælsku Bakkabræðrum, Gísla, Eiríki og Helga sem hafa orðið þekktari í seinni tíð. Þó eru þær lítið eitt lengri og nákvæmari og auk þess fleiri. Þessar sögur voru skráðar af séra Jóni Norðmann sem fæddur var 1820 og lengi var prestur á Barði í Fljótum. Jón Árnason þjóðsagnasafnari tók sögur hans upp í safn sitt. Auk hinnar mögnuðu náttúru í nágrenni Reykjarhóls er stutt að fara og skoða söfn og aðra fjölbreytta menningu. Um það bil hálftíma akstur er á Vesturfarasafnið á Hofsósi, Samgönguminjasafnið í Stóragerði eða á Siglufjörð. Þá er hinn rómaði veitingastaður í Lónkoti í aðeins 5 mínútna fjarlægð og steinsnar í hestaleigu í Langhúsum í Fljótum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.