Feykir


Feykir - 16.06.2015, Síða 6

Feykir - 16.06.2015, Síða 6
6 23/2015 Heilsuveisla í heita pottinum. Jóhanna og Karla umkringdar börnum. Hún gekk um ganga langa lampann með og leit um sali alla kalli hlýðin. Þar fannst að sálar máli rösku réð sú ræktin góða er þjóða mest er prýðin. Því líf að leysa, reisa varnar vegg hún vildi - til þess frekast þreki búin. Og hvergi tefja en hefja á líknar legg það leiðarstef er gefur kærleikstrúin. Og hugsjón hennar brennur hátt um heim sem hjálparljós á öllum völlum slysa. Þar ennþá anga og fanga sigurseim þau sólarblóm er ljóma að hætti blysa! Rúnar Kristjánsson Konan með lampann AÐSENT AÐSENT RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR JÓNSMESSUVAKTIN Jónsmessuhátíðin á Hofsósi 2015 Helgina 19. – 20. júní verður Jónsmessuhátíðin á Hofsósi haldin hátíðleg í þrettánda sinn. Upphaf hátíðarinnar má rekja til verkefnisins Breytum byggð og voru þá nokkrir einstaklingar sem tóku sig saman og skipulögðu hátíðina. Síðan þá hefur aðeins kvarnast úr hópnum en þeir fjórir einstaklingar sem skipa Jónsmessuhátíðarnefnd í dag hafa verið með frá upphafi. Jónsmessuhátíðin skipar orðið stóran sess í samfélaginu á Hofsósi og er í raun samfélags- verkefni, þar sem margir ein- staklingar og flest öll félagasamtök á svæðinu taka höndum saman og gera hátíðina að þeirri skemmtilegu fjölskylduhátíð sem hún er. Með hátíðinni er ekki bara verið að skemmta börnum og fullorðnum heldur gerir hún okkur kleift að styrkja ein- staklinga á erfiðum tímum, félagasamtök og skóla. Það eru mikil forréttindi að geta gefið af sér til samfélagsins og hefur Jónsmessuhátíð verið svo heppin að geta lagt ýmsum einstakl- ingum og málefnum lið. Má þar t.d. nefna: • Styrk til kaupa á flygli, ljósaborði og sýningatjaldi fyrir félagsheimilið Höfðaborg. • Styrk til útgáfu á bæklingnum Heimabyggðin mín, sem leik- skólinn Tröllaborg og Grunn- skólinn austan Vatna stóðu að. • Styrk í söfnun Rotary vegna kaupa á ristilskimunartæki fyrir Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. • Leikskólanum Tröllaborg/ Barnaborg höfum við lagt til hráefni í sumarslútt undanfarin ár. • Vini okkar Magnús frá Brekkukoti, Kristínu Snorradóttur og Pálma frá Garðakoti styrktum við á erfiðum tímum. • Einnig höfum við keypt ýmislegt smálegt og gefið, t.d. hjólaborð og jólatré í Höfðaborg, sandkassa, minigolf og körfuboltaspjöld fyrir Grunn- skólann austan Vatna. Að auki höfum við getað greitt félagasamtökunum örlitla pen- ingaupphæð ár hvert fyrir þeirra framlag til hátíðarinnar. Er það von okkar sem staðið höfum vaktina sem Jónsmessu- hátíðarnefnd, að við höldum áfram að standa saman og njóta hátíðarinnar. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Jónsmessuhátíð 2015! Kristján Jónsson Bjarni Þórisson Guðrún Þorvaldsdóttir Sigmundur Jóhannesson

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.