Feykir


Feykir - 16.06.2015, Síða 7

Feykir - 16.06.2015, Síða 7
23/2015 7 EFTIRRÉTTUR Sænsk Kladdkaka með karamellukremi 100 gr smjör 2 egg 3 dl sykur 1 ½ dl hveiti 5 msk kakó 2 tsk vanillusykur hnífsoddur salt Aðferð: Þessi kaka slær alltaf í gegn enda þrusugóð. Tilvalin sem eftirréttur þar sem ein sneið er alveg nóg, svo sæt er hún. Bakaraofn hitaður í 175°C, undir- og yfirhita. Smjörið brætt. Restin af hráefninu sett í skál og brædda smjörinu bætt út, hrært þar til að deigið hefur blandast vel saman. Bakað í smurðu lausbotna formi (um 22 – 24 sm) eða sílikonformi við 175°C í 20 mín. Kökunni leyft að kólna í um 10 mín. Karamellukrem: 2 dl rjómi 1 dl sykur 1 dl sýróp 100 gr suðusúkkulaði 100 gr smjör Aðferð: Öll hráefnin, fyrir utan smjörið, sett í pott. Hrært í blöndunni og suðan látin koma upp. Blandan látin malla þar til að hún þykknar, tekur um 10 mín., gott að hræra í svolítið á meðan. Þá er potturinn tekin af hellunni og smjörinu bætt út í. Hrært þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að láta kremið standa um stund til þess að það verði aðeins þykkara. Þá er kreminu hellt yfir kökuna og hún látin kólna í ísskáp í um 2-3 tíma. Borin fram með þeyttum rjóma og/eða ís, og jafnvel góðri blöndu af berjum. Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að fara að hafa upp á lummu uppskriftunum sínum... Spakmæli vikunnar Ef lífið er óhamingjuríkt þá er erfitt að lifa. Ef lífið er hamingjuríkt þá er hræðilegt að deyja. En hvort tveggja kemur út á eitt. – La Bruyére Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... blóm vaxa hraðar ef þau heyra tónlist. ... það sem fólk hræðist mest eru trúðar og lofthræðsla. ... meira en 50% af heiminum hefur aldrei talað í síma. ... karlmenn eyða heilu ári í að glápa á konur sem þeir þekkja ekki. ... þú notar 17 vöðva þegar þú brosir. ... svín geta ekki horft upp í loftið. FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Roskin hjón úr Reykjavík skruppu í bíltúr norður á Blönduós. Þau stoppuðu í Staðaskála og fengu að borða. Síðan héldu þau ferðinni áfram. Rétt áður en þau komu í Austur-Húnavatnssýslu áttar konan sig á því að hún hafði gleymt gleraugunum sínum í Staðaskála. Maðurinn fussaði og sveiaði yfir gleymsku og kæruleysi kvenna en snéri þó við til að ná í gleraugun. Þegar hjónin komu til baka í Staðaskála og konan var að fara út úr bílnum, sagði maðurinn hálfargur: „Fyrst að þú ert að fara þarna inn hvort sem er, þá getur þú alveg náð í hattinn minn líka!“ Krossgáta STEFÁN ÁSGRÍMUR SVERRISSON Ég ætla að vera í sumarbústað í Varmahlíð og kíkja á Jónsmessuhátíð á Hofsósi. Bruchetta, kjúklingur og sænsk Kladdkaka FORRÉTTUR Bruschetta fyrir 4 2 snittubrauð ólífuolía salt 4 tómatar 1 rauðlaukur hnefi af ferskum Basil 2 kúlur mozzarella ostur Aðferð: Þessi réttur er einnig tilvalinn sem stakur réttur þegar gesti ber að garði. Snittubrauð skorin niður og pensluð báðum megin með ólífuolíu, salti stráð yfir og sett í 180°C heitan ofn og látið bakast aðeins eða þar til brauðið er farið að brúnast og orðið stökkt. Tómatar, rauðlaukur og basil skorið smátt og sett í skál. 1 msk af ólífuolíu bætt við tómatablönduna og saltið eftir smekk. Mozzarella osturinn skorinn í þunnar sneiðar. Ein sneið af osti er sett á brauð og tómatamaukið þar ofan á. AÐALRÉTTUR Hunangs- og soja- gljáður kjúklingur fyrir 4 5 kjúklingabringur 2 msk soja sósa 3 msk hunang (akasíu) 1 msk ólífuolía 100 gr kasjúhnetur Aðferð: Þessi er afar einfaldur og fljótlegt að elda. Með honum er gott að bera fram hýðishrísgrjón ásamt helling af fersku salati. Blandið sojasósu og hunangi í skál og hrærið vel saman. Skerið kjúklingabringur í bita og setjið út í blönduna, látið standa í 5 mín. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í við meðalhita í 4-5 mínútur. Hækkið hitann og steikið áfram í 3-5 mín. Ef það er mikill vökvi á pönnunni látið hann þá gufa upp á meðan þið steikið. Setjið kasjúhneturnar út á pönnuna og látið karamellast á pönnunni. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Matgæðingar vikunnar eru Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir og Brynjar Már Eðvaldsson. Þau bjóða lesendum upp á girnilegar uppskriftir af Bruschetta í forrétt, Hunangs- og sojagljáðum kjúkling og sænska Kladdköku með karamellukremi í eftirrétt. Þau segjast vera á Laugarbakka í fæðingarorlofi næsta árið en búa á Egilsstöðum þar sem Sæunn vinnur sem ráðgjafaþroskaþjálfi og Brynjar vann hjá Alcoa. „Við skorum á Stellu og Ægi á Jörfa að koma með uppskrift af einhverju góðgæti.“ Feykir spyr... [ spurt á Facebook ] Hvað ætlar þú að gera á Jónsmessunni? Brynjar Már og Sæunn Vigdís matreiða M YN D: Ú R EI NK AS AF NI UMSJÓN berglind@feykir.is KRISTÍN BJÖRG RAGNARSDÓTTIR Ég ætla meðal annars með yngsta soninn á Smábæjarleikana á Blönduósi, fótboltamót, en svo kemur í ljós hvort maður gerir eitthvað fleira. ...Og jú, ekki má gleyma fertugsafmælinu hjá vinkonu. Heilsuveisla í heita pottinum. HRÖNN BRANDSDÓTTIR Ég verð á ættarmóti í Vík í Mýrdal. SIGURLAUG DÓRA INGIMUNDARDÓTTIR -Vinna, svo er aldrei að vita nema maður kíki á Jónsmessuhátíð á Hofsósi.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.