Feykir


Feykir - 25.06.2015, Qupperneq 4

Feykir - 25.06.2015, Qupperneq 4
4 24/2015 Opið Íþróttamót Þyts í flottu veðri Skapti sigursæll á Vormóti HESTAR Dagana 14. -20. júní var 259 tonnum landað á Skagaströnd, tæpum 13 tonnum á Hofsósi, hátt í átta tonnum á Hvammstanga og rúmum 991 tonnum á Sauðárkróki, þar af voru rúm 782 tonn af rækju úr Green Frost og einnig kom Málmey að landi með um 150 tonn eftir túrinn. Alls gera þetta um 1.271 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 14.-20. júní Málmey með 150 tonn eftir túrinn Opna íþróttamót Þyts var haldið á Hvammstanga 13. júní sl. Á heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts segir að sterkir hestar hafi mætt til leiks í flestum greinum – veðrið var flott og allir skemmtu sér vel. Það var Elvar Logi Friðriksson sem sigraði töltið T1 á Byr frá Grafarkoti og í T2 bar Fanney Dögg Indriðadóttir sigur úr býtum á Brúney frá Grafarkoti. Bjarni Jónasson sigraði í fjórgangi V1 á Hafrúnu frá Ytra- Vallholti en í V5 var Elvar Logi Friðriksson og Auðlegð frá Grafarkoti í 1. sæti. Bjarni Jónasson og Dynur frá Dals- mynni voru í 1. sæti í fimmgang F1 og Jóhann Magnússon sigraði gæðingaskeiðið á Sjöund frá Bessastöðum. Í 100 metra flugskeiði sigraði Kristófer Smári Gunnarsson á Kofra frá Efri-Þverá. Ítarleg úrslit mótsins má finna á Feyki.is undir Hestar. /BÞ Vormót og sameiginlegt félagsmót hestamanna- félaganna í Skagafirði Léttfeta, Stíganda og Svaða fór fram á Vindheimamelum helgina 13.- 14. júní. Keppt var í barnaflokk, unglinga- flokk, ungmennaflokk, A-flokk og B-flokk. Samkvæmt fréttatilkynningu var það Skapti Steinbjörnsson á Hafsteinsstöðum sem vann bæði A og B flokk Vormótsins. Bjarmi frá Enni og Jón Helgi Sigurgeirsson voru í 1. sæti í A- flokk Stíganda, Sleipnir frá Barði og Laufey Rún Sveinsdóttir í A-flokk Svaða en Grágás frá Hafsteinsstöðum og Skapti Steinbjörnsson hjá Léttfeta. Ingólfur Pálmason og Orka frá Stóru-Hildisey voru valin glæsilegasta par mótsins. Ítarleg úrslit má finna á Feyki.is undir Hestar. /BÞ SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 7.937 Alls á Hvammstanga 7.937 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 21.170 Alda HU 112 Grásleppunet 21.147 Auður SH 94 Handfæri 1.553 Ásdís HU 24 Handfæri 2.303 Ásdís ÓF 250 Handfæri 826 Bergur Sterki HU 17 Lína 6.666 Bergur Vigfús GK 43 Lína 43.377 Bjartur í Vík HU 112 Handfæri 1.167 Blær HU 77 Landb. lína 2.155 Bogga í Vík HU 6 Grásleppunet 2.203 Dagrún HU 121 Grásleppunet 10.518 Diddi GK 56 Grásleppunet 1.602 Eiður EA 13 Handfæri 2.592 Elín ÞH 82 Handfæri 1.938 Félaginn KÓ 25 Handfæri 1.722 Fjöður HU 90 Handfæri 1.953 Garpur ST 44 Grásleppunet 2.506 Geiri HU 69 Handfæri 1.886 Guðbjörg GK 666 Landb.lína 15.181 Guðm.á Hópi HU 203 Lína 21.510 Guðrún Petr. GK 107 Lína 19.633 Guðrún R. HU 162 Handfæri 2.003 Gyðjan EA 44 Handfæri 2.340 Hafdís HU 85 Handfæri 2.316 Hafrún HU 121 Dragnót 396 Hjördís HU 16 Grásleppunet 396 Húni HU 62 Grásleppunet 5.668 Jenný HU 36 Handfæri 1.917 Katrín GK 266 Landb.lína 16.912 Kristborg SH 108 Handfæri 1.916 Nonni HU 9 Handfæri 2.345 Óli á Stað GK 99 Lína 20.743 Signý HU 13 Landb.lína 7.326 Slyngur EA 74 Handfæri 2.973 Smári HU 7 Handfæri 1.678 Snorri ST 24 Handfæri 2.367 Stefanía HU 136 Handfæri 2.324 Steini GK 34 Handfæri 1.617 Sveinbjörg HU 49 Handfæri 1.696 Sæborg HU 80 Handfæri 1.329 Sæfari HU 200 Landb.lína 1.464 Sæunn HU 30 Handfæri 2.318 Víðir ÞH 210 Handfæri 1.514 Alls á Skagaströnd 258.839 HOFSÓS Álborg SK 88 Handfæri 1.148 Hafbjörg SK 58 Handfæri 1.469 Geisli SK 66 Handfæri 2.357 Skáley SK 32 Handfæri 2.632 Von SK 21 Handfæri 1.635 Þorgrímur SK 27 Handfæri 1.657 Þytur SK 18 Handfæri 1.957 Alls á Hofsósi 12.855 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Handfæri 2.473 Fannar SK 11 Handfæri 5.447 Farsæll SH 30 Rækjuvarpa 18.027 Gammur SK 12 Þorskfisknet 508 Green Frost RU 999 Rækjuvarpa 782.247 Grímsnes GK 555 Rækjuvarpa 5.266 Hafey SK 10 Handfæri 2.142 Helga Guðm. SK 23 Handfæri 2.280 Kristín SK 77 Handfæri 2.573 Maró SK 33 Handfæri 823 Málmey SK 1 Botnvarpa 150.931 Már SK 33 Handfæri 2.440 Nona SK 141 Handfæri 2.153 Óskar SK 13 Grásleppunet 2.740 Röst SK 17 Rækjuvarpa 6.061 Steini G SK 14 Handfæri 2.919 Vinur SK 22 Handfæri 1.855 Ösp SK 135 Handfæri 737 Alls á Sauðárkróki 991.631 Húnvetningar – Skagfirðingar – og allir aðrir Íslendingar! Ekki fleiri erlendar stóriðjur. Gerum ekki Ísland að eiturspúandi ruslahaug. Hugsum. María Erla Eðvaldsdóttir, Hvammstanga. „Ég vil elska mitt land“ Las Vegas eða Strandir AÐSENT AÐSENT MARÍA ERLA EÐVALDSDÓTTIR ELÍSABET RÁN ANDRÉSDÓTTIR Blaðamaður fékk veður af brúðkaupi sem mun eiga sér stað í Trékyllisvík á Ströndum í sumar og ákvað að hringja í brúðina og forvitnast aðeins um málið. Péturína Laufey Jakobsdóttir er skrifstofu- og starfsmannastjóri hjá Léttitækni á Blönduósi. Þetta er sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki sem faðir hennar, Jakob Jónsson frá Bakka í Vatnsdal, stofnaði. „Starf mitt í Léttó felst aðallega í því að létta á öllu í fyrirtækinu,“ segir Péturína, oftast kölluð Peta. Ljóst er á fasi hennar að hún tekur sig ekki of alvarlega og segist ekki vera deginum eldri en 22 ára, og hlær kröftuglega. Þið hafið, eftir öll þessi ár, loksins ákveðið að ganga í heilagt hjónaband - af hverju fyrst núna? „Nú það vill svo til að það er ekki sjálfgefið að giftast Skagga (Skagstrendingi) verandi Blönduósingur, enda gamall bæjarrígur á milli þessara staða. Reynir, tilvonandi eiginmaður minn, hefur átt erfitt með að fá samþykki frá föður mínum. Það var ekki fyrr en núna, 18 árum og þremur börnum síðar að hann fékk þetta í gegn. Staðsetning brúðkaupsins spilaði líka inn í þetta því hvorki mátti halda þetta á Skagaströnd né Blönduósi. Blönduósingar neita að mæta til athafnar á Skagaströnd og Skagstrendingar segja Blönduós eingöngu vera til að keyra í gegnum. Það var því bara tvennt í stöðunni, Las Vegas eða Strandir. Við köstuðum bara upp á það og Strandir urðu fyrir valinu.“ Áhugamál Petu eru fyrst og fremst Biggest Loser, borða góðan mat og bílar. En af einskærri hógværð nefnir hún að árið 2001 hafi hún hlotið titilinn akstursíþróttamaður ársins. Peta segist ennfremur vera heilluð af náttúrunni og fái útrás við að hlaupa upp á Spákonufellið enda ekkert fegurra en að horfa yfir Ströndina af toppnum. Að lokum kveðst Peta ekki geta beðið eftir stóra deginum sem verður 25. júlí næstkomandi. Tilvonandi eiginmaður Petu er Reynir Lýðsson og eiga þau þrjú börn, Jóhann Almar 12 ára, Anton Loga 6 ára og Katrínu Söru 2 ára. /Elísabet Rán Andrésdóttir. Frá verðlaunaafhendingu í fimmgangi, 1. flokki. MYND: Þytur. Athugasemdir varðandi grein um gistiheimilið Gimbur í 23. tölublaði. Feykir hafa borist ábendingar um grein um Gistiheimilið Gimbur Annars vegar varð ruglingur í myndatexta, þar sem Bjarni Bjarnason var sagður t.v. á myndinni en hann er að sjálfsögðu lengst til hægri, og Sjöfn Guðmundsdóttir þá lengst til vinstri en Jón Sigurmundsson fyrir miðju. Iðunn Jónsdóttir sem nefnd er í myndatextanum er ekki á myndinni. Einnig barst ábending um að Reykjarhóll sá sem gistiheimilið stendur á sé á Bökkum en ekki í Fljótum. Svæðið frá Haganesvík að Stafá var í daglegu tali kallað bakkar og enn í dag er talað um annars vegar Reykjarhól í Fljótum (í Austur-Fljótum) og hins vegar Reykjarhól á Bökkum, þó báðir séu bæirnir í Fljótahreppi hinum forna. Er þessu hvoru tveggja hér með komið á framfæri. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.