Feykir


Feykir - 25.06.2015, Side 6

Feykir - 25.06.2015, Side 6
6 24/2015 Jóhanna og Karla umkringdar börnum. Charlotte Kalvik er eigandi búðarinnar Lottu K á Aðalgötunni á Sauðárkróki. VIÐTAL Þóra Kristín Þórarinsdóttir Elti ástina til Íslands Rætt við Garðar Jónsson á Melstað í Óslandshlíð um raforkuverð í dreifbýli Reksturinn hefur gengið eins og í sögu og margir segja að svipaða búð hafi einmitt vantað á svæðið, en þar má finna ýmsar vörur allsstaðar að úr heiminum sem allar hafa það sameiginlegt að vera umhverfisvænni en aðrar. Ásamt því að reka búðina vinnur Lotta við heildsölu svo það er nóg að gera hjá henni. Blaðamaður Feykis fékk að kíkja í heimsókn í þessa huggulegu búð og hitti Lottu. Charlotte Kalvik flutti hingað frá Noregi fyrir tæplega tveimur árum síðan ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum. Hún er gift Hannesi Bjarnasyni og búa þau á Bjarnastöðum í Akrahreppi. Saman eiga þau Emilíu sem er 9 ára, en úr fyrri samböndum átti Lotta Philip, 16 ára, og Hannes átti Maríu, 12 ára, og Jakob, 15 ára. Emilía, María og Philip búa á Bjarnastöðum en Jakob býr í Noregi hjá móður sinni. Blaðamaður skaut því að henni að nú væru allir að flytja til Noregs frá Íslandi en hún gerði öfugt og hún segir ástæðuna einfalda - ástina. „Ég elti bara ástina. Þetta var bara mjög einfalt. Það var annað hvort að vera eftir í Noregi eða fara með, og ég fór auðvitað með. Við vorum samt búin að ákveða að flytja einhvern tímann til Íslands en við vorum ekki komin með neina dagsetningu.“ Lotta og Hannes kynntust, eins og svo margir aðrir, á netinu og hittust svo á kaffihúsi og þá var ekki aftur snúið. „Ef þú spyrð hann þá var hann búinn að reyna að ná sambandi við mig tvisvar áður en ég svaraði,“ segir hún og hlær, „en ég er mjög ánægð með að hann beið eftir mér.“ Alltaf talað um veðrið Í nokkur ár hafði fjölskyldan notað Bjarnastaði sem sumar- bústað í árlegri ferð sinni til Íslands. Þau þekktu því svæðið nokkuð vel og í hvert skipti töluðu þau um að flytja þangað. Lottu fannst örlítið skrítið að flytja úr bæ í sveit til að byrja Hannes, Lotta og börnin. MYND: ÚR EINKASAFNI með, en finnst það æðislegt. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði í morgun var að kveikja á hraðsuðukatlinum og búa til mjólk handa heimalingunum, og þannig byrja allir dagar núna. Mér finnst frábært að koma heim úr vinnunni og í rólegheitin heima, hlusta á lækinn renna og kindurnar á beit. Algjör draumur.“ Þegar blaðamaður spyr um mun á Noregi og Íslandi segir Lotta að henni finnist æðislegt að keyra á Íslandi, en hún sér alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. „Í Noregi er svo mikið skóglendi en hér er þetta allt annað. Hér er hægt að setjast upp í bíl og keyra um og skoða, þú sérð allt. Reyndar hef ég tekið eftir öðru ansi skemmtilegu í sambandi við veðrið því í Noregi talar maður um veðrið ef maður hefur ekkert að tala um en hér á Íslandi talar maður alltaf fyrst um veðrið,“ segir hún og hlær. En hvað er það besta við Ísland? „Hannes.“ Eins og flestir vita bauð Hannes sig fram sem forseta árið 2012, en aldrei hafa fleiri forsetaframbjóðendur komið fram en það ár. Á meðan á framboðinu stóð var fjölskyldan mikið í sviðsljósinu og Lotta lét ekki sitt eftir liggja og stóð við bakið á Hannesi allan tímann. „Þetta var draumurinn hans og ég studdi hann 100%. Ég sagði honum bara að kýla á það. En þetta gerðist allt mjög hratt. Við ferðuðumst út um allt land og þetta gat verið svolítið stressandi, en aðallega spennandi og gaman. Ég man að ég sat oft mjög stressuð bakvið þegar Hannes var í sjónvarpsviðtölum og vonaði að allt gengi vel. En ég þekki Hannes, hann hefur alltaf svar við öllu. Það er ótrúlegt.“ Leitaði bara að skrifstofuplássi Í Noregi bjó fjölskyldan í bæ sem heitir Dal í Eidsvoll. Þegar þau fluttu til Íslands vann Lotta sem leiðbeinandi í fríhöfnum Charlotte Kalvik á Bjarnastöðum í Skagafirði opnaði nýlega verlslun á Sauðárkróki

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.