Feykir


Feykir - 25.06.2015, Síða 9

Feykir - 25.06.2015, Síða 9
24/2015 9 þeior Önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur leit dagsins ljós þann 11. júní síðast liðinn og nefnist hún Tvær plánetur. Að sögn skagfirska rapptvíeykisins, Arnari Frey Frostasyni VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Sömu gaurarnir nema eldri og reynsluríkari Úlfur Úlfur gefur út breiðskífuna Tvær plánetur og Helga Sæmundi Guðmundssyni sem skipa sveitina, er breiðskífan heildsteyptara verk en fyrri plata þeirra, Föstudagurinn langi, sem kom út árið 2011, og segjast félagarnir vera ánægðir með útkomuna. . „Tvær plánetur er mun heildsteyptara verk og í hreinskilni sagt er hún miklu betri á alla kanta. Í grunnin eru lagasmíðarnar mun betri því við höfum mun skýrari hugmynd um hvað við erum að gera en áður. 2011 var þetta stefnulaus tilraunastarfssemi – í dag er þetta vinnan okkar. Við erum eldri og ríkari af reynslu en í lok dags erum við samt sömu gaurarnir úr sama efninu,“ útskýrir Arnar Freyr fyrir blaðamanni Feykis. Platan var þrjú ár í smíðum og komu tæplega 20 manns að gerð hennar. „Bróðurhluti hennar var samt samin og tekin upp síðastliðið sumar. Helgi semur langflest lögin en jafnframt semja Redd Lights tvö og Þórarinn [Guðnason] í Agent Fresco eitt. Textarnir eru okkar en gestir á plötunni semja sína texta sjálfir,“ segir Arnar Freyr. Redd Lights er pródúserateymi samansett af Inga Má Úlfarssyni og Jóhanni Bjarkasyni. „Við notumst mikið við lifandi hljóðfæraleik á upptökum og þar leika meðlimir Agent Fresco stórt hlutverk. Redd Lights mixuðu svo öll lögin og Friðfinnur Oculus [Sigurðsson] masteraði. Í þokkabót eru kórar á plötunni og þá skipa einfaldlega vinir sem okkur tókst að sópa saman á skömmum tíma daginn sem lögin voru tekin upp.“ Þegar þeir eru spurðir hvort eitthvað standi uppúr við gerð plötunnar svarar Helgi Sæmundur að það sé í raun ekkert eitt – heldur allt ferlið í heild sinni. „Við höfðum verið að vinna rosalega hægt í sitthvoru lagi í tvö ár þangað til ég flutti inn til Arnars í miðbæ Reykjavíkur og við komum okkur að verki. Allt ferlið stendur upp úr en það að búa saman, lifa á tónlistinni og að vera með hljóðver á Klapparstígnum var algjör gargandi snilld.“ Tíminn segir lítið til um gæðin Eigið þið ykkur eitthvert uppáhalds lag? „Akkeri er uppá- haldslagið mitt. Það er rosalega einlægt og mér finnst allt mjög vel heppnað í því. Arnór Dan syngur líka gullfallega. Það var bæði seinasta lagið sem við kláruðum á plötunni og hvað mig varðar lít ég á það sem lokakaflann í þeirri sögu sem við segjum á þessari plötu,“ segir Helgi Sæmundur. Arnar segir að sér þyki óendanlega vænt um öll lögin og í raun sé ekkert eitt í uppáhaldi. „Ef þú miðaðir byssu á mig segði ég sennilega 20ogeitthvað. Það er einhvern veginn allt við það: Introið, trommurnar, píanóið, viðlagið hjá Helga, kórinn – og ég sjálfur er meira að segja drullufínn í því. Ég er líka rosalega skotinn í 100.000. Í því tókst okkur að fanga margar góðar tilfinningar,“ útskýrir hann. Þeir segja þann tíma sem liggur á bakvið hvert lag segja lítið til um gæði þess. „Fyrsta lagið á plötunni, 101, varð til á augnabliki. Lagið Ró var hins vegar fyrst tekið upp 2012 og það var ekki fyrr en seinasta haust sem það var tekið upp í þriðja skiptið og bæði bassanum og trommunum var skipt út fyrir nýtt sett sem það fór að meika sens fyrir okkur. Bestu lögin eru oft þau sem minnst vinna fer í að gera því þau ganga samstundis upp.“ Kveðja til heimahaganna Félagarnir hafa þegar gert myndbönd við nokkur lög plötunnar sem hafa vakið hafa mikla athygli. Þá var myndbandið við lagið Tarantúlur, sem tekið var upp á Bíladögum á Akureyri í fyrra, kjörið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaun- unum í febrúar síðast liðnum. „Við höfum reynt að umkringja okkur eins hæfileikaríku fólki og hægt er og sem betur fer er þetta hæfileikaríka fólk líka ógeðslega næs. Magnús Leifsson er aðalmaðurinn á bakvið við myndböndin við Tarantúlur og Brennum allt og svo er það Freyr Árnason sem gerði myndböndin við Sofðu vel og Tvær plánetur. Báðir toppgaurar sem við fílum að vinna með,“ segir Helgi Sæmundur. Arnar Freyr tekur undir og segir þá félaga ekki hafa þekkt Magnús áður en þeir unnu saman að myndbandinu við Tarantúlur. „Hann var bara gaur sem við fíluðum og vildum vinna með. Það kom fljótlega í ljós að við vorum á sömu blaðsíðu varðandi allt: Andrúmsloftið, ímyndina og skilaboðin sem vildum senda.“ Í myndbandinu við Brenn- um allt er má sjá Arnar Frey ríðandi á hestbaki í Breiðholti, blaðamaður spyr Arnar hvort það sé tengingin við heimahagana. „Að vera á hestbaki í Breiðholtinu var ein af hugmyndunum sem hann [Maggi Leifs] fékk fyrir Brennum allt og ég elskaði hana strax því ég er með smá hrossabakgrunn sem fæstir vita af. Fyrst og fremst fannst mér þetta vera það fyndnasta í heimi en að sjálfsögðu var þetta líka kveðja til heimahaganna.“ Framundan er þétt dagskrá hjá þeim félögum og nóg að gera fram að Verslunarmannahelgi. Þeir segjast þó ætla að taka sér smá sumarfrí í ágúst og kíkja sennilega heim í Skagafjörðinn um helgina til að spila á Drangey Music Festival. „Ég er að fara til Afríku og verð þar í þrjár vikur og Arnar fer til Svíþjóðar,l“ segir Helgi í lokin. Tvær plánetur fæst í Skagfirð- ingabúð og öllum helstu verslunum sem selja plötur. Einnig er hægt að nálgast hana í heild sinni á Spotify. „Allt ferlið stendur upp úr en það að búa saman, lifa á tónlistinni og að vera með hljóðver á Klapparstígnum var algjör gargandi snilld.“

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.