Feykir


Feykir - 25.06.2015, Qupperneq 10

Feykir - 25.06.2015, Qupperneq 10
10 24/2015 Ljósmyndir tók Höskuldur Birkir Erlendsson Hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi var haldin um síðustu helgi. Einmuna veðurblíða var í Skagafirði á föstudaginn og nýttu fjölmargir sér góða veðrið til að taka þátt í Jónsmessugöngu sem er fastur liður í Jónsmessuhátíðinni. Gengið var frá Bæ á Höfðaströnd í Hofsós og sá Haukur Björnsson um leiðsögnina í Bæjarlandi en þá tók Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir við. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheveing frá Hvammstanga í göngunni og sendi Feyki. /KSE Tólftu Smábæjaleikar Arion banka og knattspyrnudeildar Hvatar voru haldnir á Blönduósi um síðastliðna helgi. Mótið hugsað fyrir minni bæjarfélög og er keppt í 4.5. og 6. flokki karla og kvenna og 7. og 8. flokki blandað lið. Venju samkvæmt streymdi mikill fjöldi fólks víða að af landinu og gekk mótið vel. Þrátt fyrir að veður var ekki eins og best var á kosið, napurt og næðingsamt, var bjart yfir bænum - stemn- ingin góð og mátti sjá gleðina skína úr andlitum litlu leikmannanna. Hörkufjör var á kvöldvök- unni á laugardagskvöldið sem færð var í íþróttahús bæjarins og var það Ingó veðurguð sem hélt uppi stuðinu /BÞ Fastur liður í Jónsmessuhátíð á Hofsósi Smábæjaleikarnir á Blönduósi Fjölmenn ganga í fallegu veðri Kátir krakkar á Smábæjarleikum Sjúkraliðanám Sími: 455 8000 :: www.fnv.is :: fnv@fnv.is FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Sjúkraliðanám hefst að nýju næsta haust í samstarfi við Fjarmenntaskólann. Námið er kennt í fjar- og lotunámi og er því einnig hugsað fyrir fólk á vinnumarkaðnum. Á haustönn verða eftirtaldir áfangar í boði: Skráning fer fram á heimasíðu FNV (www.fnv.is) undir hlekknum Umsókn fyrir fjarnema. Fullt nám kostar 30.000 kr. á önn. Fjarnámið hefst þann 1. september n.k. Nánari upplýsingar fást á netfanginu fjarnam@fnv.is HJÚ103 HJV103 LÍB101 LOL103 NÁT123 SAM103

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.