Feykir - 02.07.2015, Síða 1
á
BLS. 5-6
BLS. 7
Prjónagraffað fyrir
Húnavökuna á Blönduósi
Litríkir og
lokkandi
ljósastaurar
BLS. 3
Stefán R. Gíslason var sæmd-
ur fálkaorðu á dögunum
Með fingurna
í fjölbreyttu
tónlistarstarfi
Sólveig Þorvaldsdóttir
skrifar ferðasögu Kirkjukórs
Sauðárkrókskirkju
Kórinn á ferða-
lagi um Kanada
25
TBL
2. júlí 2015
35. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
SÖLUSTJÓRI
NORÐURLANDI VESTRA
Þröstur I. Jónsson hefur hafið störf hjá
BYKO sem sölustjóri og þjónustar
alla íbúa frá Skagafirði til Hólmavíkur.
Þröstur verður staðsettur á Sauðárkróki en
mun vinna út frá verslun okkar á Akureyri.
Sími: 821 4059 • tj@byko.is
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
Fangaðu sumarið
Þú færð réttu
Canon græjuna í
Græjubúð
Tengils
Á mánudaginn var haldinn
íbúafundur á Blönduósi þar sem
rædd voru atvinnumál í skýrslunni og
kynnt Greinargerð um
atvinnuuppbyggingu í Austur-
Húnavatnssýslu.
Umrædd skýrsla um atvinnuupp-
byggingu í Austur-Húnavatnssýslu
byggist á þingsályktun Alþingis frá 15.
janúar 2014 um átak stjórnvalda og
sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til
atvinnuuppbyggingar.
Fundurinn hófst með því að Arnar
Þór Sævarsson bæjarstjóri á Blönduósi,
sem jafnframt er formaður verkefna-
nefndar kynnti innihald skýrslunnar. Þá
fór Snorri Björn Sigurðsson, forstöðu-
maður Þróunarsviðs Byggðastofnunar
yfir stöðu byggðaþróunar í A-Hún. Í
máli Snorra Björns kom fram að til að
snúa núverandi þróun við þyrfti annað
hvort að nýta orkuna úr Blöndu eða að
það þyrfti kraftaverk. Loks kynnti Ingvar
Skúlason frá Klöppum hugmyndir um
álver á Hafursstöðum í Skagabyggð. /KSE
>> Sjá framhald fréttar á bls. 2
Knattspyrnumót stúlkna í 6. og 7. flokki fór fram á Sauðár-
króki um helgina. Að sögn Ingva Hrannars Ómarssonar
mótsstjóra gekk mótið eins og í sögu en það var hið stærsta
til þessa. Keppendur voru um þúsund talsins, tvöfalt fleiri
en í fyrra, og segir Ingvi Hrannar að mótið sé orðið annað
af tveimur stærstu kvennamótum landsins.
„Veðrið var með okkur og það gekk allt upp, eins og
undanfarin ár. Ástæðan fyrir því að það gekk svona vel í ár er að
við unnum vel í fyrra og árin þar á undan. Skipulagið hefur
verið betrumbætt frá ári til árs, þess vegna varð mótið eins vel
heppnað og það var.“ Í fyrra var hægt að koma öllum fyrir í
gistingu í Árskóla en í ár voru öll gistipláss sem stóðu til boða
nýtt. Skráningar eru þegar farnar að berast fyrir næsta mót en
fyrst er það að einbeita sér að Króksmótinu fyrir strákana 8. - 9.
ágúst. „Þessir viðburðir eru mikilvægir fyrir samfélagið og
skilja mikið eftir sig, bæði fjárhagslega í verslun og þjónustu.
Líka í því að kynna fyrir fólki hvar Skagafjörður er, hvernig á að
komast þangað, hvað hann bjóði uppá sem og í aukinni
samstöðu bæjarbúa sem leggi hönd á plóg við undirbúning og
framkvæmd.“
Ingvi Hrannar segir mótið hefði ekki geta orðið að
raunveruleika væri ekki fyrir sjálfboðaliðana. „Það er ótrúlegt
fólk sem býr hérna sem er tilbúið að vinna fyrir okkur og
samfélagið. Þetta er ekki hægt án þeirra.“ /BÞ
Íbúafundur um atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu
Þarf annað hvort að nýta orkuna úr Blöndu eða kraftaverk
Stærsta mótið frá upphafi
Íþróttasvæðið á Sauðárkróki séð úr lofti. Myndin er tekin með flygildi, eða dróna. MYND: GUÐMUNDUR STEFÁN SIGUÐARSON
Vel lukkað Landsbankamót Tindastóls
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!