Feykir - 02.07.2015, Síða 5
25/2015 5
Þann 17. júní hlaut Stefán Reynir
Gíslason heiðursmerki hinnar
íslensku fálkaorðu á Bessastöðum.
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
Með fingurna
í fjölbreyttu
tónlistarstarfi
Var það fyrir framlag hans til tónlistarlífs á landsbyggðinni
en hann hefur verið máttarstólpi í skagfirsku tónlistarlífi um
árabil og hefur m.a. stjórnað Karlakórnum Heimi við góðan
orðstý og er starfandi aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla
Skagafjarðar. Stefán stiklaði yfir tónlistarferilinn með
blaðamanni Feykis fyrr í vikunni.
Blaðamaður mælti sér mót við
Stefán í Varmahlíðarskóla, þar
sem hann starfar, og gekk á
hljóðið eftir göngum skólans
við fagran píanóleik Stefáns. Það
var greinilega hátíð í vændum
því Stefán lék Brúðarmarsinn.
„Dóttir mín er að fara gifta sig
á laugardaginn,“ sagði hann
glaður í bragði. Að sjálfsögðu
ætlaði Stefán að leika í kirkjunni
á milli þess að leiða brúðina inn
kirkjugólfið. Brúðurin er yngsta
dóttir Stefáns, Sara Katrín sem
er geislafræðingur, hann á
einnig Berglindi flautuleikara
og Höllu Rut guðfræðing.
Eiginkona Stefáns er Margrét
Guðbrandsdóttir.
Stefán er fæddur á
Sauðárkróki þann 23. október
1954. Foreldrar hans eru
Guðrún Stefánsdóttir frá Syðri-
Bakka í Kelduhverfi Norður-
Þingeyjarsýslu og Gísli Jónsson
frá Miðhúsum í Blönduhlíð,
þar sem Stefán er alinn upp.
„Ég ætlaði mér að verða bóndi.
Ég hafði óskaplega gaman að
því að vinna í sveitinni, vera
innan um skepnurnar og svo
er frelsið sem fylgir því líka svo
heillandi,“ svarar Stefán þegar
hann er spurður hvort það
hafi verið meðvituð ákvörðun
að gera tónlistina að ævistarfi.
Áhugi hans á tónlist kviknaði þó
snemma. „Það var harmóníum
orgel heima og ég fór að spila
á það mjög ungur. Ég spilaði
eftir eyranu, það var enginn til
að kenna mér nema Jón bróðir,
sem er fjórum árum eldri en
ég. Hann spilaði á gítar og ég
keypti mér harmóniku og svo
skiptumst við á því harmónikan
var svo þung,“ segir hann og
rifjar upp þegar þeir bræðurnir
spiluðu á fyrsta ballinu þegar
Stefán var 11 ára gamall. „Það var
brúðkaupsveisla í Héðinsminni,
ég man að ég kveið rosalega
fyrir, en fólk dansaði þannig að
það var allt í lagi.“ Spilamennska
bræðranna frá Miðhúsum hélt
áfram og þeir léku á ófáum
böllunum. Þá gekk Stefán til liðs
við hina víðfrægu hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar tvítug-
ur að aldri og spilaði víða með
henni.
Stefán fór í tónlistarnám
til Evu Snæbjarnardóttur,
skólastjóra Tónlistarskólans á
Sauðárkróki, 25 ára gamall. Að
því loknu fór hann í frekara nám
við Tónskóla Þjóðkirkjunnar
þar sem hann tók lokapróf
í kórstjórn og raddþjálfun
ásamt hljóðfæranámi. Því
næst lá leiðin í Tónlistarskóla
Akureyrar þar sem hann lauk
einleikaraprófi í orgelleik.
Kennari Stefáns var Björn
Steinar Sólbergsson, núverandi
orgelleikari í Hallgrímskirkju.
„Hann var þá nýútskrifaður frá
Frakklandi og ég var með fyrstu
nemendunum hans þegar hann
kom að utan. Hann var svo
ákafur og flottur,“ segir hann.
Meðfram námi sinnti Stefán
annarri vinnu og gerði það af
ánægju. „Maður var kannski
að æfa sig til tólf á kvöldin og
fann ekki fyrir því - maður
bara ætlaði sér þetta. Ákafinn
var svo mikill.“ Stefán spilaði
mikið á skemmtistöðunum og
minnist þeirra tíma með hlýju.
Hann spilaði m.a. á Klúbbnum,
Þórskaffi, Offiseraklúbbnum á
Vellinum og Broadway þegar
það opnaði í Mjóddinni. „Ég
Stefán með fálkaorðuna. MYND: BÞ
var einn af þeim fyrstu sem
voru fastráðnir á Broadway sem
þá var stærsta og flottasta hús
landsins. Þá spilaði ég dinner
þar til ballið byrjaði. Með mér
var bassaleikari og annar sem
spilaði á trommur og við vorum
bara að leika okkur og djamma.
Það var æðislegt.“
„Fannst ég eiga
eftir að gera svo
margt hérna“
Stefán segist alltaf hafa verið
heimakær og það kom að því
að heimahagarnir toguðu í
hann. Árið 1984 réði hann sig til
Tónlistarskóla Skagafjarðar og
sama ár varð hann undirleikari
hjá Karlakórnum Heimi. Ári
síðar tók hann að sér stjórn
kórsins og hefur sinnt því starfi
nær óslitið, fyrir utan þegar hann
tók sér ársleyfi árið 1992. „Ég
hafði ákveðið það að ef kirkja
fyrir sunnan myndi auglýsa eftir
organista þá skildi ég prófa að
sækja um í eitt skipti. Þegar ég
sá auglýsta organistastöðu við
Kópavogskirkju lét ég vaða,“
segir Stefán sem var valinn úr
Skagfirðingurinn Stefán R. Gíslason var
sæmdur fálkaorðu fyrir framlag sitt til
tónlistarlífs á landsbyggðinni
hópi fjölda umsækjenda. Við
kirkjuna voru starfandi tveir
prestar og tvær sóknir þar sem
Digraneskirkja var þá ekki
komin til sögunnar. Það var því í
nógu að snúast hjá Stefáni. „Alla
sunnudaga voru tvö prógrömm
og alltaf tvær messur og svo var
mikið um athafnir. Ég man að ég
spilaði átta messur yfir páskana.
Þá var ég búinn að setja mér
það að spila ekki sama for- og
eftirspilið við neina þeirra,“
segir Stefán og brosir en hann
segir árið hans sem organisti
við Kópavogskirkju hafi verið
afar lærdómsríkt. „Það var mjög
strembið fyrst en oft fékk ég
að vita með stuttum fyrirvara
hvaða lög ég átti að spila og hve
mörg. En svo safnaðist þetta allt
upp og ég stóð miklu sterkari
eftir þessa reynslu.“
Þegar árið leið þurfti Stefán
að taka ákvörðun um hvort
hann vildi starfa áfram hjá
Kópavogskirkju eða snúa aftur
heim. „Það var mjög gaman
að vera í góðri þjálfun sem
organisti en mér fannst ég eiga
eftir að gera svo margt hérna.
Kórinn var mjög sterkur og Stefán situr við píanóið í Varmahlíðarskóla. MYND: BÞ