Feykir


Feykir - 02.07.2015, Page 6

Feykir - 02.07.2015, Page 6
6 25/2015 Jóhanna og Karla umkringdar börnum. Rætt við Garðar Jónsson á Melstað í Óslandshlíð um raforkuverð í dreifbýli þéttleikinn mikill. Ég naut þess að vera með þeim og þeir góðir við mig karlarnir,“ segir hann og brosir. Stefán segist fullviss um að forsenda þess að kórinn varð jafn megnugur og raun ber vitni var vegna þess að hann var að mestu skipaður bændum. „Við fórum upp í það að syngja 30 konserta á ári. Það hefði enginn geta gert nema bændur sem gátu losað um, höfðu frelsi og ekki síst vilja. Viljinn var ótrúlegur að fylgja þessu prógrammi eftir með svona miklum krafti – áratug eftir áratug. Það var svo mikill gangur í þessu hjá okkur. Við áttum líka gríðarlega öflugan formann, Þorvald Óskarsson frá Sleitustöðum, hann braust áfram af alefli.“ Aðspurður um eftirminni- legar stundir með Karlakórnum nefnir Stefán fyrstu vorferð Heimismanna árið 1988. „Þá fórum við til Ísraels og Egyptalands. Fjöldi þeirra sem fór hafði ekki stigið upp í flugvél og hvað þá í svona víking. Ég man þegar breiðþotan kom að flugstæðinu á Heathrow og einhverjir sögðu: „Fer þessi nokkurn tímann á loft,““ segir hann og hlær. „Við vorum þrjár vikur í túrnum í stífu prógrammi og sungum annan hvern dag. Sungum meira að segja síðasta kvöldið á útihátíð í Tel Aviv. Þetta var náttúrulega rosalega magnað allt saman en nú erum við alveg búnir að taka kúvendingu í þessu, nú syngjum við bara tvenna til þrenna tónleika. Mennirnir eru búnir að vinna vel allan veturinn og þetta er hugsað sem umbun fyrir það – þetta á bara að vera gaman.“ Þá nefnir hann ógleymanlega ferð Karlakórsins þegar hann tók þátt í Heimssýningunni Expo í Hannover í Þýskalandi árið 2000. Kórinn söng á svokölluðu Plaza-torgi á sýningarsvæðinu, stóru yfirtjölduðu torgi, þar sem kórinn tók m.a. íslenska þjóðsönginn og þann þýska með herlúðrasveit í Hannover. Söngur þeirra var svo sendur beint út í þýska sjónvarpinu þegar þeir komu fram fyrir fullu húsi í tónleikahöll sýningar- svæðisins. Stefán segir þá upplifun einna eftirminnilegasta úr starfi hans með kórnum. „Óánægður nemandi verður aldrei góður“ Stefán hefur einnig starfað sem kirkjuorganisti Glaumbæjar- prestakalls og stýrir þar 40 manna tvískiptum kirkjukór. Stefán ásamt Karlakórnum Heimi í Blönduóskirkju. MYND: KARLAKÓRINN HEIMIR Kórinn hefur gefið frá sér tvo geisladiska, Kertaljós (2013) og Mín helgistund (2006), og hefur farið nokkrar utan- landsferðir sem voru ekki síður ævintýralegar, m.a. til Þýskalands og Luxemburg og einnig á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada. Þá hefur Stefán verið með Álftagerðisbræðrum frá upphafi, frá árinu 1985, og segir hann alltaf mikið að gera hjá þeim bræðrum en þeir komu síðast fram í Hörpu þann 3. maí sl. og sungu fyrir troðfullu húsi. Stefán er sömuleiðis hluti af Sönglagasveitinni svokölluðu sem hefur staðið fyrir Sönglögum í Sæluviku, sem er árviss og sívinsæll viðburður í lista- og menningarviku Skagfirðinga. Nú síðast bætt- ust Sönglög í aðventu við viðburðardagskránna. Söng- lagasveitin lék einnig undir í leikverkinu Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð?) í uppfærslu Leikfélags Hofsóss sl. vor við afar góðar undirtektir ásamt fleiru. Stefán segir áform um viðburð í mótun hjá sveitinni, inntur nánar út í það, svarar hann sposkur á svip að það komi í ljós með haustinu. Með Stefáni í Sönglagasveitinni er Einar Þorvaldsson tónlistarkennari við Tónlistarskóla Skagafjarðar en þeir eru jafnframt í miklu samstarfi innan tónlistarskólans. „Það var hvalreki að fá hann hingað til Skagafjarðar. Hann er svo fjölhæfur og mikill músíkant,“ segir Stefán. Þeir hafa verið með samspil fyrir nemendur tvisvar í viku og er ætlunin að stórauka samspil næsta vetur. „Þau hafa svo gaman að því, þau bíða eftir þessu,“ segir hann og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda ánægju nemandans í tónlistarnámi og að gott samband sé á milli nemanda og kennara. „Óánægður nemandi verður aldrei góður - hann getur ekki orðið það. Þetta er barn og það fer ekki upp á eigin spýtur að berjast áfram ef það er óánægt og kvíðið fyrir tímanum. Ef maður heldur þessum þáttum í lagi þá er von, annars er engin von.“ Sem fyrr segir hefur Stefán starfað hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar frá árinu 1984 en sem aðstoðarskólastjóri frá árinu 1999. Nemendur Varma- hlíðarskóla hafa ávallt skilað sér vel í tónlistarkennslu en allt að 100 nemendur af um 135 nemendum skólans hafa verið í tónlist. Stefán er afar stoltur og ánægður með þá aðsókn en hann segist þó hafa áhyggjur af fækkun barna í héraðinu. „Þegar ég kem hingað úr náminu voru nemendur Varma- hlíðarskóla 170 talsins. Þá var Steinsstaðaskóli enn starfandi með um 50-60 nemendur, Akraskóli með 30 og um 20 í Melsgili. Í dag er búið að sameina alla þessa skóla en í Varmahlíðarskóla eru 135 börn. Þetta er tugprósenta fækkun, það er rosalegt! Mér finnst vont ef ráðamenn í þessu héraði, sama frá hvaða fyrirtæki þeir eru eða í sveitarstjórn, segja að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í héraðinu muni fækka enn frekar. Eigum við að sætta okkur við það? Á ekkert að gera?“ spyr hann með áhyggjutón. „Ef börnunum fækkar, þá er voðinn vís.“ „Þetta er frá forseta Íslands“ Talið berst að tónlistarlífi Skagfirðinga og spyr blaða- maður Stefán hvað hann hafi að segja um það. „Það verður aldrei betra en þeir sem standa fyrir því, það er bara þannig - og þar þurfum við að líta í eigin barm. Þeir sem standa fyrir tónlistarlífinu þurfa að horfa á sín verk. Ég er nægilega kappsamur til að horfa ekki á hina fyrst. Fólk er tilbúið að vera með en það þarf að vinna vel og halda utan um það. Ég er alveg viss um að það eru ekki mörg svæði sem eru jafn virk, en þetta er vinna.“ Stefán nefnir tvö atriði sem hann myndi gjarnan vilja sjá í Skagafirði, annars vegar lúðrasveit. „Hún þyrfti ekki að vera stór. Það væri nóg ef það væri blásarasveit, með um sjö til átta manns til að byrja með, svo væri hægt að taka inn einn á ári eða svo.“ Hitt atriðið sem hann nefnir er hugsjón sem hann hefur gengið með í maganum frá því að Miðgarði var breytt í Menningarhús, en það er stofnun lítillar hljómsveitar og leikhóps við húsið. „En það væri vandasamt verkefni sem fólk þyrfti að taka sig saman um að vinna. Þess vegna þyrfti að vera mjög fjölbreytt prógramm, því ekki er margt fólk í héraðinu og það er alltaf sama fólkið sem sækir viðburðina.“ Hann segir að þá væri tilvalið að geta boðið listafólki upp á undirleik eða leikhóp til að stíga inn ef þess er óskað. Blaðamaður spyr út í þann mikla heiður sem Stefáni hlotnaðist þann 17. júní síðastliðinn þegar forseti Íslands sæmdi hann fálkaorðu. Stefán var staddur á Krít þegar hann fékk boðið á Bessastaði. „Ég svaraði ekki alltaf símann en með mér var mjög athugull maður sem fletti upp númerinu. Hann sagði svo: „Heyrðu, þetta er forsetaembættið.“ „Hvaða vitleysa er þetta í þér,“ sagði ég. Ég svaraði svo þegar síminn hringdi aftur, þá sagði rödd í símann: „Þetta er frá forseta Íslands,“ rifjar hann upp og hlær. „Ég var náttúrulega mjög hissa á þessu. Sérstaklega þegar það kom fram í ræðu forseta að fjölmargir hefðu verið tilnefndir. Þá fór ég að hugsa hvað þetta væri skrítið, ég bjóst alls ekki við þessu,“ bætir hann við. Að lokum er við hæfi að spyrja hvað standi uppúr á löngum starfsferli í þágu tónlistarinnar? „Ég held ég verði að segja að það sé gott gengi Karlakórsins Heimis sem er engu líkt. Þessi vegferð er miklu meiri en ég hefði getað búist við. Það þarf einhvern til að knýja þetta áfram en það er svo magnað hvað þessir karlar hafa nennt að stússa með mér í þessu. Sérstaklega þegar maður er á kantinum núna og horfir yfir,“ svarar Stefán en hann hefur verið í veikindaleyfi í vetur á meðan hann hefur glímt við krabbamein. Hann segist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann muni stýra kórnum á ný næsta vetur en stefnir á að fara með karlakórnum á Reykholtshátíð í lok júlímánaðar, þá ætli hann að vera búinn að taka ákvörðun. Stefán segir orð prests nokkurs, sem hann heyrði predika í messu í útvarpinu fyrir um hálfum mánuði lýsa hug sínum vel. „Sá sem er að plægja og horfir alltaf aftur, hann plægir aldrei beint - sá sem ætlar að plægja beint verður að horfa fram.“ Tónlistarkennararnir og músíkantarnir Einar Þorvaldsson og Stefán eru í miklu samstarfi. MYND: BÞ Frá Bessastöðum. Forseti, forsetafrú, Einar Jón Ólafsson, Aron Björnsson, Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Jón Egill Egilsson, Stefán Reynir Gíslason, Inga Þórunn Halldórsdóttir, Egill Ólafsson og Kristín Jóhannesdóttir, Margrét Lísa Steingrímsdóttir og Ragnhildur Arnljótsdóttir. MYND: FORSETI.IS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.