Feykir - 16.07.2015, Page 1
FERSKUR Á NETINU
Feykir.is
Hvað er
að frétta?
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á
feykir@feykir.is
á
BLS. 6-7
BLS. 10
Gréta er bjórsafnari
á Blönduósi
„Bara komin
með brot af því
sem til er“
BLS. 8
Óli Albertsson frá Keldulandi í
opnuviðtali Feykis
Rúllutæknin
það besta síðan
Torfi kom með
bakkaljáina
Vel sótt Knappstaða-
messa í Fljótum
Hefð að koma
ríðandi til kirkju
27
TBL
16. júlí 2015
35. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
Fangaðu sumarið
Þú færð réttu
Canon græjuna í
Græjubúð
Tengils
Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar
þann 9. júlí sl. var fjallað um
undirbúning að enduruppbyggingu
Sundlaugar Sauðárkróks ásamt
leik- og útivistarsvæði. Fram kom á
fundinum að allir flokkar í núverandi
sveitarstjórn eru sammála um að
fyrsti kostur í sundlaugarmálum á
Sauðárkróki sé enduruppbygging
Sundlaugar Sauðárkróks á núver-
andi stað.
Á fundinum lagði Bjarni Jónsson,
oddviti V-lista, fram eftirfarandi tillögu:
„Undirbúningur verði hafinn að endur-
uppbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks á
núverandi stað í hjarta bæjarins, ásamt
leik- og útivistarsvæði. Sveitarfélagið
setji framkvæmdinni fjárhagslegan
ramma og almenna umgjörð, en skoðað
verði að gefa íbúum kost á að taka þátt í
hugmyndavinnu við verkefnið.“
Í bókun sem Stefán Vagn Stefánsson,
oddviti B-lista, og Sigríður Svavarsdóttir,
oddviti D-lista, lögðu fram í kjölfarið,
kom fram að ýmsar hugmyndir hefðu
verið uppi varðandi framtíðarsýn fyrir
sundlaugina. Lítið sem ekkert hefði
verið gert við laugina á meðan en
núverandi ástand væri ekki boðlegt
mikið lengur.
Jafnframt kom fram að í fjárhags-
áætlun fyrir árið 2015 væri gert ráð fyrir
að farið yrði á hönnun á sundlauginni
og sú vinna sé komin í gang. Verið sé að
meta núverandi stöðu og fá hugmyndir
til að vinna með svo hægt verði að taka
ákvarðanir um hvernig best sé að standa
að uppbyggingu mannvirkisins, en
sveitarfélagið hefur fengið verkfræði-
stofuna Stoð ehf. með sér í þá vinnu.
„Taka þarf ákvörðun um hvað eigi að
byggja, kostnaðarmeta og setja í áætl-
anir sveitarfélagsins. Brýnt er að hraða
þeirri vinnu sem kostur er,“ segir í bók-
un þeirra Stefáns Vagns og Sigríðar.
Eftir nokkrar umræður á fundinum
var samþykkt bókun þess efnis að allir
flokkar í núverandi sveitarstjórn væru
sammála því að fyrsti kostur væri
uppbygging sundlaugar á núverandi
stað og var tillögunni vísað til þeirrar
vinnu sem þegar er hafin. /KSE
Uppbygging sundlaugar á
núverandi stað fyrsti kostur
Sundlaug Sauðárkróks við Skagfirðingabrautina. MYND: KSE
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar fjallar um Sundlaug Sauðárkróks
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!