Feykir


Feykir - 16.07.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 16.07.2015, Blaðsíða 3
27/2015 3 Fyrirtæki taka á móti gestum og gangandi Stóri fyrirtækjadagurinn á Húnavöku Hin árlega Húnavaka verður haldin núna um helgina, 16. – 19. júlí, og í tilefni af því er stóri fyrirtækja- dagurinn á morgun, föstudag, þar sem valin fyrirtæki opna fyrir gesti. N1 Píparinn, Ístex, Bifreiðaverk- stæði Blönduóss, Ísgel, Átak og Létti- tækni taka á móti gestum að Efstubraut á Blönduósi. Þar verður boðið upp á grill og gaman frá kl. 12:00–16:00. SAH afurðir taka á móti gestum frá kl. 13:00- 15:00 í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar verður grill, kynning á vörum og Húnavökutilboð á grillkjöti. Samkaup býður upp á ís fyrir börnin frá kl. 14:00, á meðan birgðir endast og einnig verða ýmis tilboð í gangi. Stígandi tekur á móti gestum frá kl. 12:00-17:00. Vilko opnar fyrirtækið sitt og tekur á móti gestum frá kl. 12:00-17:00. Þar verður hægt að versla á heilsöluverðum, auk þess sem frábær Húnavökutilboð á vörum fyrirtækisins verða í gangi. Léttar veitingar verða í boði. /ÞKÞ Veiðin í Blöndu ævin- týri líkust Blanda og Miðfjarðará í topp 5 yfir aflahæstu árnar „Okkur leiðist ekki að færa ykkur fréttir af Blöndu, enda er veiðin þar ævintýri líkust þessa dagana,“ segir í frétt á laxveiðivefnum lax-a.is sem birtist í lok síðustu viku. Þar segir ennfremur að Blanda sé komin vel yfir 600 laxa í heildina, en samkvæmt veiðitölum á angling.is, trónir Blanda nú í öðru sæti á lista yfir 75 aflahæstu ár landsins, á eftir Norðurá. Í fréttinni kemur jafnframt fram að svæði eitt í Blöndu sé líklega með einna bestu veiði á landinu sé miðað við stangarfjölda. „Við heyrðum af tveggja daga holli sem var með 100 laxa á stangirnar fjórar. Blanda er nú komin vel yfir 600 laxa. Við heyrðum í einum sem fékk fimm laxa á einum degi á svæði þrjú, þar af komu þrír í beit upp úr Lynghólma,“ segir ennfremur á lax-a.is. Blanda er sem fyrr segir í öðru sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins en Miðfjarðará í fjórða sæti. Veiðitölur á angling.is eru jafnan uppfærðar á miðvikudögum eftir að Feykir fer í prentun svo ekki er unnt að birta þær nýjustu hér en við fylgjumst með á Feyki.is. /KSE Við óskum blönduósingum gleðilegrar húnavöku Flúðabakka 2 Blönduósi Sími 452 4385 www.lyfja.is Efstabraut 2 Blönduósi Sími 452 4442 www.lettitaekni.is Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga | Sími 455 9200 www.tengillehf.is Ægisbraut 1 Blönduósi Sími 452 4272 www.prima.is Efstubraut 2 Blönduósi Sími 452 7100 Árbraut 29 Blönduósi Sími 452 4067 www.textile.is/ Skagfirðingabraut 17-21 550 Sauðárkróki Sími 455 6000 Blöndustöð www.landsvirkjun.is Árbraut 31 Blönduósi Sími 452 4030 Efstubraut 2 Blönduósi Sími 451 2727 www.isgel.is Feykir.is Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki Sími 455 7176 www.feykir.is ATVINNUÞRÓUN SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Hnjúkabyggð 33 Blönduósi Sími 455 4300 www.ssnv.is Hvammstangabraut 5 Hvammstanga Sími 455 2400 www.hunathing.is Út´ib´úið á Hvammstanga Sími 410 4000 Húnabraut 13 Sími 452 4830 www.sjova.is Léttitækni „En amma hafði á öldinni gát og aflann úr fjörunni dró” Kristín Ástgeirsdóttir flytur ömmufyrirlestur Eins og venja hefur verið undanfarin ár býður Heimilisiðnaðarsafnið upp á sérstaka dagskrá á síðasta degi Húnavöku, þ.e. sunnudaginn 19. júlí. Í ár mun Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur flytja Ömmufyrir- lestur og hefst fyrirlesturinn kl. 14:00. Kristín nefnir fyrirlestur sinn „En amma hafði á öldinni gát og aflann úr fjörunni dró.“ Í fyrirlestrinum dregur Kristín upp mynd af ömmu sinni og langömmu. Eftir fyrirlesturinn mun Kristín bjóða upp á spjall við gesti – rifja upp minningabrot frá lífi formæðra okkar. Þá mun einnig verða kaffi á könnunni. Bæði fyrirlesturinn og Sumarsýn- ing safnsins „Fínerí úr fórum for- mæðra“ eru tileinkuð því að 100 ár eru frá því íslenskar konur fengu kosningarrétt. Í tilefni dagsins eru konur hvattar til að taka fram þjóð- búninginn sinn og klæða sig uppá. /Fréttatilkynning 65 hljómsveitir sóttu um í ár Styttist í Gæruna tónlistarhátíð Tónlistarhátíðin Gæran mun fara fram helgina 13.-15. ágúst næstkomandi. Hátíðin í ár er haldin í sjötta skiptið og verður, eins og áður, í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki. Ný fram- kvæmdastjórn tók við á þessu ári með nýjum áherslum og hefur sett sér þau markmið að gera hátíðina fjölskylduvænni. Mikil eftirsókn var í að fá að spila á hátíðinni í ár, en um 65 hljómsveitir sóttu um og það var því mikil vinna að velja úr þeim frábæra hópi. Glæsilegur hópur tónlistarmanna kemur fram og gestum er lofað góðri skemmtun öll kvöldin þrjú. Meðal þeirra tónlistar- manna sem koma fram eru Páll Óskar, Amabadama, Dimma, Bjartmar Guð- laugsson og margir fleiri. Miðasala er í fullum gangi á www.tix. is og mun miðinn í forsölu kosta 6.900 kr. Einnig mun vera hægt að nálgast miða í sölutjaldi hátíðarinnar og mun miðinn þá kosta 7.900 kr. /ÞKÞ Frá Húnavöku fyrri ára. MYND: HÚNAVAKA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.