Feykir


Feykir - 16.07.2015, Side 5

Feykir - 16.07.2015, Side 5
27/2015 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Konni með tvö mörk 2. deild karla : Afturelding - Tindastóll 1-2 Tindastólsmenn hafa heldur betur rétt úr kútnum í 2. deildinni í síðustu leikjum og síðasta laugardag gerðu strákarnir góða ferð í Mosfellsbæinn. Þar mættu þeir fyrir liði heimamanna í Aftureldinga og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1-2. Konráð Freyr Sigurðsson (Konni) kom Stólunum yfir strax og á 5. mínútu og hann bætti um betur í upphafi síðari hálfleiks þegar hann kom sínum mönnum í 2-0 á 53. mínútu. Þorgeir Leó Gunnarsson lagaði stöðuna fyrir Aftureldingu á 90. mínútu en lengra komust heimamenn ekki gegn sprækum Stólum. Eftir að hafa tapað fimm fyrstu leikjum sínum í 2. deildinni hafa Stólarnir komist á gott ról og síðan aðeins tapað fyrir liði Ægis, sem var einstök óheppni, unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli. Tindastóll og Höttur eru 6.-7. sæti með 13 stig en þar fyrir neðan er þéttur pakki og falldraugurinn glottir við mörgum liðum. Næsti leikur Tindastóls er gegn Leikni Fáskrúðsfirði og fer fram á Búðagrund fyrir austan næst- komandi laugardag. /ÓAB Konráð Freyr Sigurðsson. Stóðu sig stórvel 1 deild kvenna : Tindastóll - Höttur 5-2 Stelpurnar í Tindastól fullkomnuðu góðan dag félagsins er þær lögðu Hattarstúlkur frá Egilsstöðum sannfærandi á Sauðárkróks- velli á laugardaginn en lokatölur urðu 5-2. Það var ekki að sjá í upphafi leiks hjá stelpunum að gestirnir vermdu neðsta sæti deildarinnar því þær komu mun ákveðnari til leiks og skoruðu fljótlega eftir að dómarinn flautaði leikinn á og var þar á ferðinni Kristín Inga Vigfúsdóttir. Hugrún Pálsdóttir jafnaði þó leikinn fjórum mínútum síðar er hún fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna 13.-15. AGUST Sjaumst a G aerunni! www.gaeran.is Fylgstu með á Facebook Snapchat: gaeranmusic Gillon Óskar Harða r Axel Flóvent Bergmál Hemúllinn Trukkarnir Dalí Röskun Lockerbie Dimma Geirmundur VIO Alchemia Stafrænn Há kon Bjartmar Gu ðlaugs The Roulette Amaba Dama Páll Óskar Miðasala í fullum gangi FORSALA MIÐA Á TIX.IS Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir sláturhús KS á Sauðárkróki, liggja frammi í ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Faxatorg á Sauðárkróki og á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins www.hnv.is. Helstu breytingar sem drögin boða, er að gert er ráð fyrir starfrækslu brennsluofns, til þess að sláturhúsið geti brennt eigin úrgangi. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugsemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi 18. 8. 2015. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkrókur. Sumarmót UMSS Frjálsar íþróttir Sunnudaginn 12. júlí sl. var sumarmót UMSS í frjálsum íþróttum haldið á Sauðár- króki. Keppendur og áhorfendur fengu blíð- skaparveður og voru keppendur 21 talsins frá aldrinum 12 ára og upp í fullorðinsflokk. Keppt var í 100 m, 200 m og 400 m hlaupum ásamt kúluvarpi, spjótkasti, hástökki og lang- stökki. Keppendur stóðu sig með stakri prýði og náðu góðum árangi, en Daníel Þórarinsson UMSS bætti sinn persónulega árangur í 100 m hlaupi, 200 m hlaupi og í 400 m hlaupi. Mótið tókst mjög vel til og það er liður í undirbúningi hjá starfsfólki mótsins í mótahaldi og fleira en UMSS heldur Meistaramót Íslands 15-22 ára dagana 15.-16. ágúst nk. /ÞKÞ og lagði boltann í hægra hornið. En ekki liðu nema þrjár mínútur þegar Emma Hewett kom Hattarstelpum yfir aftur og staðan því 2-1 eftir aðeins 13 mínútur. Stólastúlkur komust meira inn í leikinn eftir að markvörður Hattar varð að fara af velli og uppskáru mark í blálok fyrri hálfleiks þegar Guðrún Jenný Ágústsdóttir afgreiddi boltann í netið. Staðan í hálfleik 2-2. Í seinni hálfleik var allt önnur stemning í liði heimastúlkna því þær mættu mun grimmari til leiks og sköpuðu sér mörg góð færi meðan gestirnir gerðu lítinn usla. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir kom Stólastúlkum í 3-2 á 48. mínútu og á 63. mínútu skoraði Svava Rún Ingimarsdóttir úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Guðrúnu Jennýju. Eftir margar góðar sóknir og nokkur langskot heimastúlkna á markið náði Hugrún að bæta sínu öðru marki við eftir að hafa stungið vörnina af og laumað boltanum framhjá markmanni Hattar og í bláhornið. Lokatölur því 5-2 og með sigrinum tyllti Tindastóll sér í annað sætið í riðlinum með 13 stig eftir 6 leiki. Tindastóll hefur góðu liði á að skipa svo búast má við því að annað sætið verði ekki látið af hendi svo auðveldlega. /PF Árný og Arnar sigruðu Meistaramót GSS 2015 Meistaramót GSS fór fram dagana 8. – 11. júlí. Alls voru 27 keppendur á mótinu en keppt var í sex flokkum. Víða var keppnin býsna hörð en þó sérstaklega í 1. flokki karla þar sem þurfti 3ja holu umspil um sigurinn og keppandinn í 3ja sæti varð höggi á eftir sigurvegaranum. Arnar Geir Hjartarson og Árný Lilja Árnadóttir urðu klúbbmeistarar, en gaman er að segja frá því að Arnar Geir varð klúbbmeistari í 3ja sinn og klúbbmeistaratitlar Árnýjar eru farnir að telja vel á annan tuginn. /ÞKÞ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.