Feykir


Feykir - 17.12.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 17.12.2015, Blaðsíða 4
4 Feykir 48/2015 Jóla barnaball Lions Verður haldið á sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki sunnudaginn 27. des. kl. 16:00 Allir hjartanlega velkomnir – börn og fullorðnir Nemendur í 10. bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð. Jólasveinarnir koma með glaðning ... Hóhó! Öll börn fá kveðjugjöf ÞAKKIR FYRIR STYRK OG STUÐNING: Fisk Seafood – Steinullarverksmiðjan – Aldan stéttarfélag – Kaupfélag Skagfirðinga – Ólafshús Skagfirðingabúð –– Sveitarfélagið Skagafjörður – Landsbanki Íslands – Árskóli Björgunarsveitin Skagfirðingasveit – Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra – Rögnvaldur Valbergsson – Nýprent – Feykir – Ölgerðin Egill Skallagrímsson og velunnarar Minnum Lions félaga á að mæta til undirbúnings morguninn 27. des. kl. 11:00. LIONSKLÚBBURINN BJÖRK LIONSKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS Kjör á Manni ársins 2015 Norðurland vestra Eins og undanfarin ár geta íbúar á Norðurlandi vestra kosið mann ársins, úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum Feykis og Feykis.is. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar til titilsins og verður kosið á milli þeirra sem hér eru nefndir í kosningunni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2015. Hægt verður að greiða atkvæði á Feyki.is. Einnig er hægt að senda atkvæði bréfleiðis á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin hefst UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir kl. 13 föstudaginn 18. desem- ber og henni lýkur kl. 12 á hádegi mánudaginn 4. janúar. Tilnefndir voru: Anna P. Þórðardóttir SAUÐÁRKRÓKI Anna Pálína varð áttræð 8. apríl sl. Hún gaf á árinu út bók- ina Lífsins skák sem inniheldur endurminning- ar hennar. Anna fékk lömunar- veiki níu mánaða og hefur notast við í hjólastól síðan. „Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún lýsir ekki síst mun á kjörum fatlaðra fyrr á árum og í dag. Anna er hvunndagshetja sem hefur tekist á við örlög sín með einstakri þolgæði og bjartsýn- ina að vopni,“ segir meðal annars í tilnefningu. Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson BRÚNASTÖÐUM Í FLJÓTUM H j ó n i n S t e f a n í a Hjördís og Jóhannes, bændur á B r ú n a - stöðum í Fljótum hafa um árabil tekið að sér fósturbörn sem eiga við erfiðleika að etja, til lengri dvalar, og hljóta tilnefningu fyrir það. „Þau hafa skilað miklu og góðu starfi í þessum málum, sem er al- gjörlega aðdáunarvert,“ segir í tilnefningunni. Páll Þórðarson (Palli nagli) BLÖNDUÓSI Hinn 16 ára gamli Páll, eða Palli nagli eins og hann er oft k a l l a ð u r , greindist með krabbamein í upphafi síðasta árs. Hann dvaldi langdvölum á Barna- spítala Hringsins á meðan hann gekkst undir erfiðar læknismeðferðir í Reykjavík. Palli er sagður hafa sýnt ótrú- legan karakter allan tímann og einsetti sér m.a. að klára 10. bekkinn á meðan dvöl hans á barnaspítalanum stóð. Palli er á góðum batavegi í dag. Skúli Einarsson TANNSTAÐABAKKA Í HÚNAÞINGI VESTRA Skúli bóndi á Ta n n s t a ð a - bakka hefur í gegnum tíðina verið mjög virkur í félags- málum og alltaf boðinn og búinn að leggja samfélaginu lið. Þess má geta að þau hjónin, Skúli og Ólöf Ólafsdóttir, gáfu í haust veglega peningagjöf sem safnaðist í sextugs afmæli þeirra til Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Að sögn kunnugra er Skúli driffjöður í tónlistar- lífinu á svæðinu og ómissandi í menningarlífinu. Nú síðast stóð hann, ásamt fleirum, fyrir eftirminnilegum Jólatónleik- um í Ásbyrgi. Viggó Jónsson SAUÐÁRKRÓKI Viggó er staðar- haldari á Skíða- svæði Tinda- stóls og situr í sveitarstjórn Svf. Skagafjarð- ar. „Það má segja að Viggó standi á bakvið allt í Skagafirði, hann sér um skíðasvæðið, rekur fyrirtækið Drangeyjarferðir á sumrin, setti Siglingaklúbbinn á lagg- irnar, styður þétt við bak körfuboltastrákanna og það mætti lengi telja. Metnaðurinn sem er búið að setja í Tindastól TV er alveg stórkostlegur,“ segir m.a. í tilnefningu sem Viggó fékk. Kristín Ósk Bjarnadóttir og Anna Margrét Arnardóttir BLÖNDUÓSI Athafnakon- urnar Kristín Ósk og Anna Margrét á B l ö n d u ó s i . „Þessar duglegu konur eru tekn- ar við rekstri Félagsheimilis- ins á Blönduósi. Með jákvæðni og bjartsýni að vopni ætla þær að koma í það nýju lífi og fjölbreyttri starfsemi. Þetta er verkefni sem verðugt er að dást að og eiga þær fyllilega skilið nafnbótina, Maður ársins,“ segir í tilnefningunni um þær stöllur. Fannar Örn Kolbeinsson VARMAHLÍÐ Fannar Örn er 23 ára og hefur starfað í Dag- vist aldraðra á S au ð ár k rók i u n d a n f a r i n sumur. Hann hlýtur tilnefningu fyrir að bjarga mannslífi. Í lýsingu á atburðinum segir að biti hafi hrokkið ofan í háls aldraðrar konu er allir sátu að snæðingi í dagvistinni. Fannar Örn brást skyndilega við og framkvæmdi Heimlich-takið, þrýsti alls fimm sinnum áður en bitinn hrökk upp úr henni. „Konan var þá orðin blá og við það að missa máttinn í fanginu á honum, en hún jafnaði sig fljótlega eftir að bitinn hrökk upp úr henni.“ - - - - - Tökum þátt í skemmtilegri kosningu og kjósum mann ársins á Norðurlandi vestra!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.