Feykir


Feykir - 17.12.2015, Síða 14

Feykir - 17.12.2015, Síða 14
14 Feykir 48/2015 Við setjumst niður á notalegu heimili Elinborgar í Fífusundi 9, þar sem fallegt handverk móður hennar minnir á gamla tíma. Gömul veggklukka tifar og slær reglulega, þó auðvelt sé að gleyma tímanum í spjallinu. Elinborg erfði að hluta íbúð móður sinnar og hefur búið þar í þrjú ár. „Þegar maður flytur á nýjan stað hefst nýr kafli og maður þarf að endurraða lífinu. Ég segi stundum að lífið sé eins og bók. Það er alltaf ný blaðsíða, þangað til að bókin er búin. Svo er mismunandi hvað við munum eftir lesturinn. Ég er fædd á sjúkrahúsinu á Hvammstanga en uppalin á Bjargi í Miðfirði. Ég grét mjög mikið þegar ég fæddist, Brynjólfur Dagsson þáverandi læknir, sagði við mömmu: „Þetta er allt í lagi, hún verður bara söngkona. Þau orð rættust, á þann hátt að leið mín lá í tónlist, þó ég yrði ekki söngkona. Bjarg hefur verið í eigu fjölskyldunnar í rúm 130 ár. Langafi minn, Sigurgeir Pálsson Bardal, bjó þar og átti ellefu börn, þar af átta sem náðu fullorðins- aldri. Sonur hans og afi minn, Karl Sigurgeirsson, var ráðsmaður hjá langalangömmu minni, Ólöfu Ingibjörgu Jónsdóttur frá Hindis- vík á Vatnsnesi. Hann giftist dóttur Ólafar, sem lést af barnsförum, og síðar giftist hann annarri dóttur hennar. Karl afi bjó á Bjargi sem þá var ein jörð. Hann skipti jörðinni í tvennt og 1938 stofnaði Páll, sonur hans, Ytra Bjarg. Fram undir 1960 var félagsbú á jörðinni og það var alltaf mikið samstarf á milli bræðranna og heimilanna. Búið var í torfbaðstofu en árið 1951 byggði pabbi íbúðarhús á Bjargi. Í dag er jörðin í eigu okkar systkinanna en við leigjum hana fólki sem er þar við búskap. Allir sungu þegar gestir komu í heimsókn Ég átti góða foreldra. Þau studdu mig og vildu að ég lærði tónlist. Þó ég hafi misst föður minn alltof snemma finnst mér skipta svo miklu máli hvað hann vildi mér vel varðandi allt lífið. Tónlist var í hávegum höfð á heimilinu. Ég byrjaði að reyna að spila eftir eyranu mjög ung og mamma, Anna Axelsdóttir, sagði mér líka til. Pabbi minn, Sigurgeir Karls- son, söng mikið,“ rifjar Elinborg upp. „Páll á Ytra Bjargi var organisti. Hann fékk alla til að syngja þegar gestir komu í heimsókn. Á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld var alltaf borðað til skiptist á bæjunum, það var föst hefð. Við yngri systkinin vorum alltaf látin fara að sofa um miðjan daginn til að við héldum út kvöldið.“ Aðspurð um ómissandi jólahefðir er Elinborg fljót að svara og segir: „Rjúpurnar á aðfanga- dagskvöld. Svo hittumst við ættingjar og systkini og spilum púkk, sem er mjög skemmtilegt gamalt spil.“ Elinborg segist vera trúuð kona. „Ég var uppalin þannig, að biðja bænir og Faðir vorið og signa mig. Mamma signdi okkur þegar hún klæddi okkur í hreina skyrtu. Mamma var alveg ein- stök, hún tók gamla dótið okkar og prjónaði ný föt á dúkkurnar, svo voru þetta jólagjafirnar. Eftir hana liggur gífurlegur fjársjóður sem hún skildi eftir sig á svo margan hátt.“ Bræður Elinborgar eru þrír; Karl sem býr á Hvammstanga, Axel var bóndi á Bjargi en býr nú á Laugarbakka og Arinbjörn er búsettur á Selfossi. „Það var stundum sagt að það væri allt látið eftir mér. Svo sagði ég, þegar Arinbjörn fæddist fimm árum seinna, að nú væri uppá- haldið komið,“ segir Elinborg og brosir. Hún gekk í farskóla í Miðfirði og fór einn vetur til vinafólks á Húsavík. Síðar fór hún í Reykjaskóla og líkaði vel þar en segir þó að námið hafi k a n n s k i Elinborg Sigurgeirsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþing vestra VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Elinborg Sigurgeirsdóttir hefur stýrt Tónlistarskóla Húnaþings vestra samfleytt frá árinu 1989. Hún er fædd 10. júlí 1951 og er uppalin á Bjargi í Miðfirði. Eiginmaður Elinborgar var Egill Gunnlaugsson, héraðsdýralæknir í Húnaþingi vestra en hann lést árið 2008. Elinborg er komin af tónlistarfólki í báðar ættir og því ekki að undra að tónlistin yrði hennar ævistarf. Auk þessa sinnir hún starfi organista í þremur sóknum, hefur leikið undir hjá fjölmörgum kórum og spilað í hljómsveitum, svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir miklar annir á aðventunni gaf Elinborg sér tíma til að hitta blaðamann og deila með Feyki lífshlaupi sínu í gleði og sorgum. „Það er hljómurinn innra með okkur sem skiptir mestu máli“ Elinborg við flygilinn í stofunni heima hjá sér. Á flyglinum er fallegur jóladúkur sem frænka hennar saumaði og var á æskuheimilinu. „Mér er alveg sama þó ég hafi ekki jólatré, þar sem flygilinn tekur allt plássið í stofunni, en dúkinn set ég alltaf upp.“ Á innfelldu myndinni er Elinborg um það leyti sem hún hóf tónlistarnám.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.