Feykir


Feykir - 17.12.2015, Síða 16

Feykir - 17.12.2015, Síða 16
16 Feykir 48/2015 Jólin í vinnunni : Svavar Atli Birgisson aðstoðarslökkviliðsstjóri í Skagafirði „Eigum alltaf á hættu að vera kallaðir til vinnu“ Svavar Atli Birgisson er búsettur í Iðutúni á Sauðárkróki og er aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar. Hann er í sambúð með Kolbrúnu Passaro og eiga þau þrjá drengi, þá Orra Má og Veigar Örn 10 ára og Aron Darra 5 ára. -Ég hef oft verið bundinn í starfinu yfir hátíðirnar. Það má segja að það sé í eðli starfsins okkar að vera bundinn á öllum tímum ársins og skiptir þá í raun ekki máli hvort það sé um hátíðir eða ekki. Reynt er að skipta vöktum þannig að menn séu ekki bundnir, t.d. bæði jól og áramót, svo dæmi sé tekið. Auðvitað er UMSJÓN Kristín S. Einarsdóttir það öðruvísi tilfinning að þurfa jafnvel að stökkva frá í miðju borðhaldi, en það hefur gerst. Á okkar vinnustað er ekki sólarhringsvakt eins og víða er í fjölmennum byggðarlögum, en við stönd- um bakvakt utan reglulegs vinnutíma, sem kallar þá á mjög gott skipulag til að hlutirnir gangi upp. Þannig að í okkar tilfelli þá borðum við með fjölskyldu og vinum, en eigum alltaf á hættu að vera kallaðir til vinnu með engum fyrirvara. Þetta fyrirkomulag getur breytt skipulagi fjölskyldunnar fyrir- varalaust og reynir þetta stundum á fjölskyldulífið. Að setjast niður með fjölskyldunni á aðfanga- dagskvöld eftir jólasteikina og fylgjast með spennunni og gleðinni í andlitum strákanna minna þegar pakkarnir eru opnaðir, það er ómissandi! Það er ekkert sérstakt augnablik sem stendur uppúr tengt jólahaldinu, en það er alltaf gaman að hitta vini og ættingja sem koma í bæinn yfir hátíðarnar. Svavar Atli Birgisson, aðstoðarslökkviliðsstjóri ásamt grunnskólabörnum á Hofsósi. MYND: ÚR EINKASAFNI fólk gengur í gegnum eitthvað sem hefur mikil áhrif í lífi þess, verður það fyrir miklum geð- hrifum. Þessi geðhrif fara til baka út úr huga fólks með því að semja tónlist,“ sagði Elinborg í viðtali við Birgittu Halldórsdóttur í tímaritinu Heima er best árið 1999. Tíu árum síðar gaf hún út geisladiskinn Lauf, til minningar um Egil. Diskurinn varð hins vegar til á mjög stuttum tíma. Hann var tekinn upp af Sigurvald Ívari Helgasyni og hljóðbland- aður af Gunnari Smára Helga- syni, bróður hans. Þeir eru fyrr- verandi nemendur tónlistarskól- ans, eins og flestir flytjendur á disknum. Elinborg segir blaða- manni frá tildrögum disksins: „Eftir að ég missti Egil tók ég þá ákvörðun að fara á Heilsu- stofnun í Hveragerði að kennslu lokinni um vorið. Þegar vetr- inum var lokið fannst mér erfitt að takast á við sorgina og lífið. En samfara dvöl minni í Hvera- gerði byrjaði ég að semja lög og diskurinn kláraðist árið 2010. Á sama tíma dó mamma og frumflutti ég síðasta lagið á disknum við jarðarförina hennar.“ „Það var ekki bara diskurinn sem hjálpaði mér. Ég er búin að læra reiki og heilun,“ heldur Elinborg áfram. „Kennarinn minn var Birgitta Halldórsdóttir á Syðri-Löngumýri í Blöndudal. Hún er mjög mikill stuðnings- maður minn og hefur kennt mér margt. Ég nota reiki mjög mikið fyrir fólk sem er veikt og býr í fjarlægð og ég get líka hjálpað sjálfri mér ef á þarf að halda. Það er jákvæðnin sem skiptir máli í lífinu. Ljósið og birtan lýsa áfram veginn. Stundum gengur maður gegnum erfiða hluti, erfiðan tónlistarflutning, svo sem jarðar- farir, þar sem virkilega þarf að taka á til þess að komast í gegnum athöfnina. Því sem maður hefur lofað þarf maður að standa við.“ Það eru ekki allir í sömu tröppunni Auk tónlistarinnar hefur Elin- borg ýmis áhugamál. Þar má nefna hestamennsku og hann- yrðir, sem hún segist þó hafa lítinn tíma til að sinna. Elinborg er einn af stofnendum Sorop- timistaklúbbsins við Húnaflóa og er mjög umhugað um starf hans. „Það sem hefur á dagana drifið gerir okkur að þeirri manneskju sem við erum í dag. Líf mitt hefur verið dálítið margbrotið. En okkur öllum er gefinn einhverskonar styrkur og hann þroskar okkur. Allir hafa sinn tilverurétt og sína möguleika, svo verðum við að skilja að ekki eru allir í sömu tröppunni. Tenging mín við andlega hluti er þessi djúpa sýn á hverja einustu manneskju. Ég er svo þakklát fyrir að hafa eignast þá lífssýn sem ég hef í dag.“ „Það sem að mér finnst standa upp úr er að hafa kynnst þessu skólastjórastarfi mínu, að leiða þennan skóla, og alla þá nemendur sem hafa farið gegnum hann. Ég tel mig hafa getað þetta af því ég átti góðan uppvöxt. Þó mér hafi stundum fundist erfitt að þurfa að hætta að læra þegar pabbi var að deyja og ég varð að fara að vinna fyrir mér, þá er ég steinhætt að hugsa um það. Ég vil líka þakka fyrir börnin mín og þá hamingju sem ég hef kynnst í lífinu. Nýr dagur er ný blaðsíða í lífsbókinni. Ég náði að láta drauminn um námið rætast og ég stefni á að verða mjög góður píanóleikari elli- heimilinu,“ segir Elinborg Sigur- geirsdóttir að lokum. Elinborg ásamt móður sinni (t.v.) og frænku sinni, Agnesi Comack Bardal, í Kanada 1985. Elinborg og Ólöf Pálsdóttir (Lóa) frá Bessastöðum í tónleikaferð í Þingborg kringum 1990. Lóa var stofnandi og fyrsti stjórnandi Lóuþræla og starfaði lengi með þeim. Systkini Lóu eru einnig mikið tónlistarfólk; þeirra á meðal Ingibjörg (Lilla), sem Elinborg segir vera „móður tónlistarskólans,“ og Þorvaldur Pálsson sem býr á Ytra Bjargi. Íslenskir ættingjar í heimsókn hjá Agnesi Comack Bardal í Kanada 2010. Í afmæli Margrétar frá Bjargi 1988. Árni Arinbjarnar leikur á fiðlu, Elinborg á píanó og Grettir Björnsson á harmóníku. Til Árna fór Elinborg í píanónám átta ára gömul. Grettir, móðurbróðir hennar, var landsþekktur harmóníkuleikari, bræður hans léku einnig á harmóníkur og móðir Elinborgar á píanó. Sumarið 2014 lét Elinborg verða af því að halda minningartónleika um þau systkinin. „Það kom fullt af fólki, þetta var eins og ættarmót þar sem allir hittust, sungu og spiluðu saman. Sumt af fólkinu hafði aldrei sést áður.“

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.