Feykir


Feykir - 17.12.2015, Qupperneq 17

Feykir - 17.12.2015, Qupperneq 17
48/2015 Feykir 17 Var byggður fyrir um þrjátíu nemendur Þrjátíu ára vígsluafmælis skólahússins á Sólgörðum í Fljótum minnst Í lok nóvember var þrjátíu ára vígsluafmæli skóla- hússins á Sólgörðum í Fljótum haldið hátíðlegt. Sögu skólahalds á Sólgörð- um má þó rekja allt aftur til ársins 1943, er hreppsnefnd Haganeshrepps og Kven- félagið Von á Siglufirði reistu „gamla skólann“ á Sólgörðum í félagi, með stuðningi kennslumála- stjórnar. Var þar um um „mikilsvert menningarspor að ræða fyrir Fljótin og Siglufjörð og hina merki- legustu samvinnu milli bæjar og sveitarfélags,“ eins og sr. Óskar J. Þorláksson orðaði það í vígsluræðu. Á hverju ári er haldin sam- koma í Sólgarðaskóla, í tilefni af Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Var þeirri samkomu slegið saman við afmæli skólahússins og boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Að eigin frumkvæði höfðu nem- endur samið leikþátt, búið til grímur og leikbúninga. Einnig fluttu þeir ljóð og söngva og Tildrögin að byggingu nýja skólahússins á Sólgörðum voru þau að gamla skólahúsið var orðið of lítið, enda hafði skóla- hald þáverandi Holts- og Haganeshreppa verið samein- að skólaárið 1972-3 og kennsla lögð niður á Ketilási. Frumvinna að byggingunni hófst árið 1982 og að henni stóðu þáverandi Holts-og Haganeshreppar ásamt ríkinu. Framkvæmdir gengu vel og er mikið af húsbúnaði og öðrum aðföngum skólans enn í notkun. Kennsla hófst í húsinu eftir áramótin 1985-86, þó það væri ekki fullklárað. Skólahúsið var vígt 29. nóvember 1985, af séra Gísla Gunnarssyni, þáverandi sóknarpresti í Barðssókn. Í dag er rúmt um nemendur Sólgarðaskóla, enda var húsið sem er 500 fermetrar byggt yfir um þrjátíu nemendur. Árið 1997 náði nemendafjöldi skólans sögulegri lægð en þá voru fjórir nemendur og fækkaði niður í þrjá seinna um haustið. Í dag eru sex nemendur við skólann. Skólasamfélagið hefur gegnum tíðina stutt dyggilega við skólann, sem og Kvenfélagið Framtíðin og ýmis fyrirtæki. Samstarf við Tónlistarskóla Skagafjarðar og sóknarkirkjuna hefur verið mjög gott, sem og samstarf við Leikskólann Bangsabæ sem um tíma var rekinn í húsnæði skólans. Árið 2000 varð Sólgarðaskóli deild frá Grunnskólanum á Hofsósi og árið 2007 sameinuðust þessir skólar, ásamt Grunn- skólanum á Hólum, undir nafninu Grunnskólinn austan Vatna. Í áðurnefndri vígsluræðu Guðrúnar Björnsdóttur kemur fram af hverju nafnið Sólgarð- ar varð fyrir valinu: „Að þetta nafn er valið, mun sprottið af þeirri sameiginlegu ósk allra, er hlut eiga að máli, að hjer megi sól ávalt skína í heiði... Besta kveðjuósk þjóðskáldsins okkar ágæta, Jónasar Hallgrímssonar var: Sólin blessuð vermi þig. Mig langar til þess að gera þessa ósk hjer að minni. Að blessuð sólin vermi jafnan þetta heimili/ þennan skóla! Sólin blessuð vermi sumarbörnin og þó einkum sálir þeirra, svo þau nái sem fylstum þroska til blessunaríks starfs fyrir land sitt og þjóð.“ Greinin er byggð á afmælis- ávarpi Guðrúnar Hönnu Halldórsdóttur og heimildum sem hún tók saman um sögu skólans. Einnig upplýsingum frá Arnþrúði Heimisdóttur um afmælishátíðina . sett hafði verið upp afmælis- sýning ýmissa verka nemenda í gegnum tíðina. Guðrún Hanna Halldórsdóttir fór yfir sögu skólans, séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ flutti hugvekju og boðið var í kaffihlaðborð á eftir. Nemendur settu upp frumsamda leiksýningu, Ránið í Fljótasirkju. Í dag eru sex nemendur við Sólgarðaskóla. MYNDIR: ÖRN ÞÓRARINSSON Fyrirtækið stendur traustum fótum 60 ára afmælisfagnaður FISK Seafood á Sauðárkróki Útgerðarfyrirtækið FISK Seafood á Sauðárkróki fagnar sextugsafmæli á Þorláksmessu. Í tilefni af stóráfanganum býður fyrirtækið til tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði næstkomandi sunnudag, þann 20. desember. „Okkur langaði til að gera eitthvað í tilefni af því og niðurstaðan var að halda tónleika. Það er ekkert sjálfgefið að fyrirtæki nái svona háum aldri og við ætlum að fagna því,“ sagði Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins í samtali við Feyki. FISK Seafood hf. hefur orðið til með kaupum á, eða samruna nokkurra félaga á umliðnum áratugum, þ.e. Fiskiðju Sauðárkróks hf., Hrað- staklinga. Þann 31. október 1989 var hlutafélagið Skagfirðingur stofnað en nafni þess var síðan breytt í Fiskiðjan Skagfirðingur í maí 1995. „Fyrirtækið er því búið að ganga í gegnum ýmislegt, oft verið þrengingar en menn gáfust ekki upp og héldu áfram. Fyrst og síðast er það að mínu viti að þakka frábæru starfsfólki í gegnum tíðina, að þessi áfangi náist,“ sagði Jón Eðvald. Hann sagði undanfarin 20 ár hafa verið tiltölulega farsæl. Stefna fyrirtækisins hefur verið að halda vinnslunni sífellt í gangi og hefur það gengið eftir, fyrirtækið hefur ekki misst úr vinnudag síðan í sjómannaverkfallinu árið 2001. Fyrirtækið er að ganga í gegnum miklar breytingar um þessar mundir og óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan. „Verið er að minnka áherslu á vinnslu úti á sjó og bæta aðstöðuna í landi. Við vorum að taka inn nýja vatnsskurðarvél frá Marel en hún sker beinagarðinn úr með vatni og getur líka skorið flökin niður í ýmsar stærðir og gerðir af bitum, eftir óskum kaupenda. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða viðtökur framleiðsluvörur Iceprótein, dótturfyrirtækis FISK, fá þegar þær koma á íslenska markaðinn ,vonandi í næsta mánuði,“ sagði Jón Eðvald þegar hann nefndi nokkur atriði sem eru á döfinni. Þá er fyrirtækið með nýtt skip í smíðum í Tyrklandi og er von á því í ársbyrjun 2017. Þegar Jón Eðvald var spurður hvort hann myndi segja fyrir- tækið standa hvað sterkast núna svaraði hann því játandi. „Já, ég hugsa að fyrirtækið standi traustum fótum. Þessi atvinnugrein er þannig að hún sveiflast alltaf - en jújú, hún stendur ágætlega núna,“ sagði hann að lokum. Á glæsilegum afmælis- og jólatónleikum í Miðgarði koma m.a. fram Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir, Karlakórinn Heimir og fleira söngfólk úr Skagafirði. Tónlistarstjórar verða þeir Stefán Gíslason og Einar Þorvaldsson og umsjón með tónleikunum hefur Áskell Heiðar Ásgeirsson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og þeir síðari kl. 20:00. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en miðar voru afhentir í verslunum KS. Miðarnir voru við það að klárast þegar blaðið fór í prentun. frystihús Grundarfjarðar hf., Útgerðarfélagi Skagfirðinga hf, Skildi hf. og Skagstrendingi hf. Stofndagur FISK Seafood, sem þá hét Fiskiðja Sauðár- króks, er 23. desember 1955. Upphaflegir eigendur voru Kaupfélag Skagfirðinga og Sauð- árkrókskaupstaður. Jón Eðvald segir fyrstu ár fyrirtækisins hafi verið þungan róður sem að mestu mátti rekja til hráefnisskorts. „Í upphafi voru bátar litlir og hráefni því ekki mjög stabílt en svo breyttist það töluvert mikið við stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga árið 1968, þá náði þetta þokkalegu skriði. En síðan lenti Útgerðarfélagið í vanda á ný á tímabilinu 1980 til 1989,“ sagði hann. Útgerðarfélagið Skagfirðingur var stofnað með þátttöku bæjarfélagsins, Kaupfélagsins, Fiskiðju Sauðár- króks og Skjaldar, auk fjölda ein- Horft yfir athafnasvæði FISK Seafood á Sauðárkróki. MYND: BÞ VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.