Feykir


Feykir - 17.12.2015, Síða 21

Feykir - 17.12.2015, Síða 21
48/2015 Feykir 21 Jólin í vinnunni : Jónína Ögn Jóhannesdóttir matráður á Hvammstanga „Ómissandi að fara í kirkju um jólin“ gift Birgi Jónssyni og starfar sem matráður við Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga. -Ég hef ekki verið í vinnu á aðfangadagskvöld, en mjög oft á aðfangadag til kl. 17:00. Mér hefur fundist það mjög skemmtilegt. Færðu að borða í vinnunni og með hverjum borðar þú? -Bara það sem er á boðstólnum og ég borða með samstarfsfólki. Breytast jólasiðir og tímasetningar á jólahaldi hjá öðrum í fjölskyldunni vegna vinnu þinnar á jólunum? -Já, jólamatnum hjá mér seinkar á aðfangadag. Hvaða jólahefðir finnast þér ómissandi? -Mér finnst ómissandi að fara í kirkju um jólin. Rjúpan var líka ómissandi jólamatur. Eftirminnilegur viðburður tengdur jólahaldi? -Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Hún fæddist rétt fyrir jólin og ég var þar af leiðandi inná sjúkrahúsi alla jólahátíðina. UMSJÓN Kristín S. Einarsdóttir Jónína Ögn Jóhannesdóttir býr á Hvammstanga. Hún er „Ég trúði ekki að ég væri að tala við sjálfan Dr. Phil“ Skagfirðingar fylgdust með Dr. Phil í sjónvarpssal Æskuvinkonurnar Sólveig Birna Halldórsdóttir og Tanja Rut Pálsdóttir fóru til Los Angeles í Bandaríkjunum til að fylgjast með upptökum á spjallþættinum Dr. Phil. Þátturinn er nefndur eftir þáttarstjórnandanum heimskunna, sálfræð- ingnum Phil McGraw, og ætti að vera flestum Íslendingum kunnugur. Þátturinn hefur verið til sýningar á SkjáEinum um árabil en þar hjálpar Dr. Phil fólki að leysa vandamál sín. Vinkonurnar eru báðar frá Sauðárkróki, Sólveig er dóttir Elísabetar Sóleyjar Stefánsdóttur og Halldórs Þorsteins Gestssonar og Tanja Rut er dóttir Önnu Kristínar Björnsdóttur og Páls Pálssonar. „Ég hef verið mikill aðdáandi Dr. Phil og hef horft á hann nánast síðan ég man eftir mér,“ segir Sólveig um tildrög þess að þær vin- konurnar fóru vestur um haf. Sólveig segist marg- sinnis hafa sótt um að fá að fara í þáttinn, fyrst fyrir fjórum árum þegar hún var 14 ára gömul. Svarið kom loksins í september síðast- liðnum. „Í póstinum stóð að þeir byðu vanalega bara fólki frá Ameríku, eða ná- grannalöndum þeirra, en þau vildu endilega bjóða okkur að koma. Þegar ég las póstinn frá honum hugsaði ég mig ekki tvisvar um heldur byrjaði ég fyrst á því að fá frí í vinnunni þessa daga sem ég myndi fara út, sem ég fékk auðvitað, pantaði síðan flugið nokkr- um dögum síðar,“ segir Sólveig glöð í bragði. Þegar út var komið voru vinkonurnar yfir sig spenntar að fara í þáttinn en mæting var kl. 8:00 að morgni dags þess 17. nóvember sl. „Við fengum að horfa á tvo þætti hjá Dr. Phil. Þegar við mættum þá voru símarnir strax teknir af okkur og við þurftum að skrifa undir allskonar pappíra til að samþykkja að koma í mynd. Svo var labbað í gegnum öryggis- hliðið og beðið í um klukkutíma inni í litlum sal. Síðan vorum við kallaðar upp eftir því hvernig miða við vorum með. Við Tanja fengum að sitja fremst í fyrsta þættinum og í seinni þættinum fengum við að sitja fyrir aftan Robin, sem er kona Dr. Phil,“ útskýrir Sólveig. Það fyrsta sem Sólveig hugsaði með sér var hve mikið minna stúdíóið er í raunveruleikanum en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu. Dr. Phil kom fram áður en tökur hófust, spjallaði við áhorfendur og afhenti þeim gjafir. „Hann sagði svo að þangað væru komnar tvær ungar dömur alla leið frá Íslandi og ég auðvitað trylltist,“ segir hún og hlær. „Ég var beðin að standa upp og kom kona hlaupandi með míkrafón. Hann spurði mig hvort við værum virkilega að koma alla leið frá Íslandi til að koma í þáttinn, ég var svo stressuð ég trúði ekki að ég væri að tala við sjálfan Dr. Phil! Ég man varla hvað ég sagði við hann en ég man að hann gaf okkur Tönju Dr. Phil bolla og bók. Robin gaf okkur tvo stressbolta merkta henni og Dr Phil.“ Upptökur byrjuðu stuttu seinna. „Tók svolítið á að horfa“ Sólveig segir umræðuefni fyrri þáttarins hafa verið um konu sem eignaðist barn 15 ára, barnið var tekið af henni og sett í ættleiðingu til ungrar konu sem gat ekki eignast börn. Mikil reiði var á milli Sólveig Birna og Tanja Rut í Hollywood. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir móður og konunnar sem ættleiddi barnið og var Dr. Phil að aðstoða þær við að ná sáttum. Seinni þátturinn fjallaði um stelpu sem hafði verið fyrirmyndarungling- ur en líf hennar breyttist sviplega þegar amma hennar lést fyrir framan hana og síðan lést kærasti hennar í sama rúmi og hún. Í kjölfarið leiddist hún út í fíkniefnaneyslu og þyngdist um 100 kg. „Umræðan var aðallega um hvaða afleiðingar það gæti haft ef einstaklingur þarf að horfa uppá náinn ættingja deyja fyrir framan sig. Það tók svolítið á að horfa á þennan þátt þar sem ég þurfti að upplifa það sama og þessi unga stelpa þegar mamma dó í faðmi mér,“ segir Sólveig en móðir hennar, Elísabet Sóley, lést úr krabbameini í febrúar síðastliðnum. Hún segir það hafa hjálpað sér mikið að heyra Dr. Phil ræða um þessi mál. Sólveig segir það standa einna mest uppúr þegar vinkonurnar hittu bæði Dr. Phil og Robin og fengu að tala við þau persónulega. Þær hafi þó rætt meira við Robin þar sem þær sátu fyrir aftan hana og spjallað við hana áður en tökur hófust. Dr. Phil McGraw. Að byggja brú milli leik- og grunnskóla, verkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar, hlaut í síðustu viku gæðaviðurkenningu menntaáætlunar Evrópusambandsins við hátíðlega athöfn Ásmundarsafni. Tíu verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, hljóta viðurkenningarnar í ár. Verkefnin eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmuna- hópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skóla- starf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu. Það var Illugi Gunnarsson ráðherra sem afhenti viðurkenninguna. /BÞ Sveitarfélagið Skagafjörður Gæðaviðurkenning

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.