Feykir


Feykir - 17.12.2015, Qupperneq 25

Feykir - 17.12.2015, Qupperneq 25
48/2015 Feykir 25 „Við heitreykingu fær bleikjan létt reykbragð og heldur silkimjúkri áferð“ Þórhildur setur heitreykta Hólableikju með íslenskum kryddjurtum á markað Matreiðslumeistarinn Þórhildur María Jónsdóttir hefur reitt fram heitreykta Hólableikju við ýmis tækifæri á þeim veitingastöðum sem hún hefur starfað á í Skagafirði og þekkti því vel til þess hágæða hráefnis sem hún var með í höndunum. Nú er hún komin með vöruna í framleiðslu og segir viðbrögðin feykna góð. Blaðamaður Feykis spjallaði við Þórhildi og fékk að heyra hver kveikjan að framleiðsl- unni var. Í fyrstu var heitreykta bleikjan ætluð ferðamönnum sem heimsóttu Hóla í Hjaltadal, þar sem Þórhildur starfar sem framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar, en síðan ákvað hún að taka fram- leiðsluna skrefinu lengra. „Ég hef verið að nota þetta hráefni í átta ár, síðan ég kom hingað í Skagafjörð, og boðið upp á það á þeim veitingastöðum sem ég hef verið, en á þeim stöðum hefur verið lögð áhersla á Skagfirsku matarkistuna og „local food“. Hráefnið frá Hóla- laxi er algjör snilld, ég hef boðið upp á það á sérréttaseðli, hlað- borði, snittum og þess háttar en hef aldrei áður komið því í neytendapakkningar þannig hægt sé að kaupa það. Ég ætlaði að bjóða ferðamönnum á Hólum þetta til að grípa með sér en þetta varð aðeins stærra,“ útskýrir Þórhildur. Hún fékk styrk hjá Matís til að koma framleiðslunni af stað og segir styrkinn hafa veitt henni frábært tækifæri til þess að stíga skrefið. „Ég væri ennþá bara að veltast með þessa hugmynd ef ég hefði ekki fengið þetta tækifæri. Þeir sáu um allar innihalds- og geymsluþolsmælingar, ég fékk styrk fyrir umbúðarhönnun og til þess að nota matarsmiðjuna sem er á Höfn í Hornafirði,“ garðinum, fyrirtæki sem tínir og þurrkar íslenskar kryddjurtir, með blóðbergi, aðalbláberja- lyngi, bláberjalyngi, birkilaufi og eini. Hins vegar hvönn frá Hrísiðn, þurrkaða og malaða í Hrísey. „Ég byrja á því að þurr- salta og krydda bleikjuna og heitreyki síðan en við það eldast hún. Við heitreykingu fær bleikjan í sig létt reykbragð og heldur silkimjúkri áferð,“ út- skýrir hún. Þórhildur segir hráefnið bjóða upp á mjög ótal fram- reiðslumöguleika – í raun hvað sem hugmyndaflugið bjóði upp á. „Ég nota þetta mest sem for- rétt, til dæmis í salat með pipar- rótarsósu og parmesanosti. Það er líka hægt að setja bleikjuna ofan á brauð, í vefju og í heita og kalda pastaréttir, búa til salat, svipað og túnfisksalat, með kotasælu, rauðlauk og krydd- jurtum og nota á brauð.“ „Þú ert með geðveika vöru“ Framleiðslan fór af stað í byrjun nóvember og í seinni hluta mánaðarins kynnti Þórhildur vöruna í fyrsta sinn á Matarhátíð Búrsins, stærstu matarhátíð landsins sem var haldin í Hörpu dagana 21.–22. nóvember. Tæp- lega 50 framleiðendur tóku þátt í sýningunni. Þegar hún er spurð hvernig það kom til að hún fór á þessa sýningu brosir hún. „Ég hringdi í Eirnýju Sigurðardóttur, eiganda ljúfmetisverslunarinnar Búrsins í Reykjavík sem hefur umsjón með matarmarkaðnum í Hörpu, og lýsti áhuga mínum á því að vera á sýningunni. Ég segi henni frá vörunni og hún var ekkert upprifin,“ viðurkennir Þórhildur í gamansömum tón. Eirný spurði hana hvort hún gæti sent henni prufu sem Þórhildur gerði við fyrsta tækifæri. „Þá snérist leikurinn við. Hún hringdi í mig og sagði: „Heyrðu, þú ert með geðveika vöru. Við viljum fá þig á markaðinn, getur þú komið?“,“ rifjar hún upp og hlær. Þegar á sýninguna var komið voru viðbrögðin við heitreyktu bleikjunni einstaklega góð og segir Þórhildur þátttökuna hafa reynst einstakt tækifæri sem opnaði ótal nýjar dyr við að koma vörunni á framfæri. „Ég ákvað að prufa þetta og þreifa fyrir mér hvernig viðbrögð ég fengi fyrir þessari vöru – þær hafa verið svakalega góðar,“ segir hún glöð í bragði. Næstu skref segir hún vera að gera vöruna aðgengilegri fyrir kaupendur og dreifa henni í verslanir, til að byrja með í heimabyggð; í Hlíðarkaup og Skagfirðingabúð. Síðan í þær verslanir sem gera sig út fyrir að vera með íslenskar vörur. Þá ætlar hún að skoða þann mögu- leika að færa framleiðsluna í Skagafjörð. „Hugsunin var alltaf sú að þetta yrði matur alfarið úr héraði, sem er spennandi áskorun,“ segir hún að lokum. Heitreykta bleikjan er ekki komin í almenna sölu en hægt verður að nálgast hana hjá Þórhildi í síma 863 6355 eða á thorhildur@holar.is þegar fram líða stundir. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Þórhildur á Matarhátíð Búrsins í Hörpu í nóvember 2015. MYND: ÚR EINKASAFNI segir Þórhildur. Umrædd matar- smiðja er sú eina á landinu sem er búin þeim tækjum sem Þór- hildur þarf til framleiðslunnar en hún segist stefna að því að finna húsnæði og koma upp vinnslustöð í Skagafirði. Þórhildur vildi hafa fram- leiðsluna alíslenska, nota bleikj- una frá Hólum og íslenskar kryddjurtir og framleiðir hún tvær gerðir. Annars vegar með kryddblöndu frá Blóðbergs-

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.