Feykir


Feykir - 17.12.2015, Side 27

Feykir - 17.12.2015, Side 27
48/2015 Feykir 27 Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti skroppið í heimsókn og haft með sér jólagleði og piparkökur. Skarplega mælt Jólin er sá tími þegar þú fyllist heimþrá – jafnvel þótt þú sért heima hjá þér. – Carol Nelson Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... þegar Heims um ból var fyrst flutt við kirkjulega athöfn í Austurríki þá var gítar notaður við undirspil því kirkjuorgelið var ryðgað? ... það er bær á Indlandi sem ber nafnið Santa Claus ( jólasveinn)? ... í Armeníu er hinn hefðbundni jólamatur steiktur fiskur með salati og spínati? ... jólunum var fyrst fagnað þann 25. desember árið 336 í Róm? FEYKIFÍN JÓLA-AFÞREYING Hahahahaha... „Mamma, má ég fá hund á jólunum?“ „Nei, elskan mín, við ætlum að hafa kalkún eins og allir aðrir.“ Lasagne a‘la Árni og beikonvafðir þorsk- hnakkar með Mexíkóosti AÐALRÉTTUR I Lasagne a‘la Árni 800-1000 gr hakk 2 pakkar beikon u.þ.b. 5 pylsur rifinn ostur 2 stórar dósir Hunts pasta sauce, Italian sausage lasagneplötur krydd eftir smekk Aðferð: Steikið hakkið og kryddið eftir smekk. Beikon steikt þar til stökkt og pylsurnar brytjaðar og steiktar. Allt sett í pott og sósan út í og látið malla saman í smá tíma. Setjið lasagneplötur og sósu til skiptis þar til allt er búið úr pottinum, stráið rifnum osti yfir og inn í 180-200°C heita ofn í u.þ.b. 20 mínútur. Borið fram með hvít- lauksbrauði. AÐALRÉTTUR II Beikonvafðir þorskhnakkar með Mexíkóosti 5 vænir þorskhnakkar, skornir eftir endilöngu 1 Mexikóostur 1 pk beikon ¼ - ½ rjómi 2 – 3 kjúklingateningar/ svínateningar (eða bara hvað sem ykkur dettur í hug) MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Matgæðingar vikunnar eru þau Árni Halldór Eðvarðsson og Þorgerður Þóra Hlyns- dóttir, eða Gigga eins og hún er alltaf kölluð. Árni vinnur á Trésmíðaverkstæði Helga Gunnarssonar og Gigga er tóm- stunda- og félagsmálafræðingur og sér um Félagsmiðstöðina á Skagaströnd ásamt því að kenna smíðar og fleira við Höfðaskóla. „Beikon er í miklu uppáhaldi og því var tilvalið að hafa bæði fisk og kjötrétt með beikoni. Við ákváðum samt að sleppa því að setja það í eftirréttinn. Við ætlum að bjóða upp á beikonvafða þorsk- hnakka með Mexíkóosti, lasagne fyrir kjötelskendur og ljómandi góða rúgbrauðstertu.“ salt og pipar sojasósa Aðferð: Mexíkóostur skorinn í sneiðar og settur inn í þorskinn. Beikon vafið utanum og steikt á pönnu á báðum hliðum. Kryddað með salti og pipar og sett í eldfast mót. Rjómi og teningar sett í pott og bragðbætt með sojasósu, látið malla í svolitla stund og síðan hellt í mótið með fiskinum. Sett inn í 200°C heitan ofn þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og salati. EFTIRRÉTTUR Rúgbrauðsterta 4 egg 200 gr sykur 125 gr rifið seytt rúgbrauð 1 msk kartöflumjöl 1 msk kakó (má sleppa) 1 tsk lyftiduft Aðferð: Egg og sykur þeytt saman. Þurrefnunum blandað saman og sett varlega út í eggja- og sykurþeytinginn. Rúgbrauðið er rifið og sett út í blönduna. Skipt í tvo til þrjá hluta og bakað eins og svampbotnar. Botnarnir eru síðan smurðir með títu- berjasultu eða hrútaberjahlaupi og lagðir saman með þeyttum rjóma á milli laga. Þeyttum rjóma smurt ofan á og rifnu súkkulaði stráð yfir. Kakan er langbest ef hún fær að kúra í ísskápnum yfir nótt. Við ætlum að skora á Berglindi Rós Helgadóttur og Sigurð Heiðar Björgvinsson kennara við Höfðaskóla að vera næstu mat- gæðinga. Verði ykkur að góðu! Árni og Gigga matreiða Gigga og Árni. MYND: ÚR EINKASAFNI Feykir spyr... Fékkstu eitthvað í skóinn? Spurt í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga UMSJÓN kristin@feykir.is „Já, Batman sokka.“ Steinar Logi Eiríksson „Já, ég fékk hálsmen.“ Guðjón Örn Steinarsson Fossdal „Nei, eða jú, ég fékk kartöflu.“ Friðbert Dagur Pétursson „Nei.“ Telma Rún Magnúsdóttir

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.