Feykir


Feykir - 03.03.2016, Blaðsíða 4

Feykir - 03.03.2016, Blaðsíða 4
4 09/2016 Með hugflæði hreinu og spöku Jón Helgason orti ljóð til höfundar Hungurvöku og hugvekjan sú er góð. Svo margt fer frá hönd til handar, að halda þarf trúan vörð. En hugur sem verk sitt vandar er vitni um líf á jörð. Þó gamlir til foldar falli þá fyrnist ei unnin dáð, ef svarað er sannleiks kalli og sagan þar áfram skráð. Því einn við af öðrum tekur og áfram í málin fer, og sporin þar spakur rekur uns spurningum svarað er. Og þannig má gátur greiða og gera það efni ljóst, á fræðsluvakt færra leiða, sem fyllir og vekur brjóst. Því nauðsyn er sterk að næra það nýja með gildisbrag sem kýs af því liðna að læra með lifandi krafti í dag. Þó margur sé horfinn héðan, Jón Helgason látinn sé, þá bregst ekki að bjart er meðan við búum við þjóðleg vé. Þá áfram mun unnt að skrifa á íslensku lífsins mál. Þá bregst ekki að ljósin lifa sem lýsa okkar þjóðarsál ! Rúnar Kristjánsson Frá hönd til handar AÐSENT RÚNAR KRISTJÁNSSON „Eitthvað hef ég gert rétt“ Eins og fyrri greinin endaði á þá hef ég mikinn áhuga á andrúmsloftinu sem ríkir á vinnustaðnum mínum, því það er ólíkt flestu sem ég hef kynnst. Titill þessa pistils kemur einnig úr stöðuupp- færslu frá mér, en þá var ég að fagna því að uppáhalds Serbinn minn í vinnunni sagði „kona gera“ en ekki „stelpa gera“ eins og hann hafði gert til að byrja með. Dró ég þá ályktun að ég væri greinilega búin að gera eitthvað rétt og hækka í áliti hjá honum. Ég ætla þó að kryfja tvö atriði áður en ég fer út í þessa fjölþjóðlegu súpu sem er í vinnunni. Til að byrja með er það stétta- skiptingin á vinnustaðnum, sem mér finnst afskaplega athyglisvert fyrirbæri. Verk- stjórarnir eru aðgreindir frá öðrum með rauð hárnet, á meðan aðrir hafa blá, græn eða hvít. Þrátt fyrir það er oft og tíðum lítill munur á verkum þeirra og annarra starfsmanna. Stuttu fyrir jól ræddi ég við rúmenskan mann sem vann með okkur. Hann hrósaði staðnum í bak og fyrir því yfirmennirnir settu sig ekki á háan stall. Ef ekki væri fyrir litamismuninn á hárnetunum væri oft ómögulegt að segja til um hverjir væru yfirmennirnir. Svo er það kímnigáfan og húmorinn sem fer út fyrir öll siðferðisleg mörk. Því miður get ég ekki komið með nein almennileg dæmi því þá yrði þessi grein bönnuð innan 18 ára. Það var rætt í náminu mínu að fólk innan heilbrigðisgeir- ans ætti það til að hafa mjög svartan húmor sem virkaði sem nokkurs konar spennulosun. Að sjálfsögðu eru allir 150 starfsmennirnir hjá Kjötafurða- stöðinni undir miklu álagi á sláturtíðinni sjálfri, en ég skil ekki af hverju þessar 20 hræður sem verða eftir halda áfram með þessa grófu, svörtu og kyn- ferðislegu brandara sem fara út fyrir öll velsæmismörk. (Nú bið ég lesandann um að misskilja ekki, ég tek heilshugar þátt í þessu). Að lokum ber að minnast á allra þjóða kvikindin sem eru samankomin í suðupotti þarna yfir vertíðina. Ég veit ekki einu sinni hve mörg þjóðarbrot voru þarna, gróf talning segir um tíu. Í matsalnum var ómeðvituð skipting þar sem fólk hópaði sig saman eftir tungumálakunn- áttu. Það sem kom mér þó mest á óvart var hver lítið var um leiðinlega og ofnotuða „Pól- verja-brandara“. Þrátt fyrir að húmorinn hjá öllum væri mjög óheflaður vottaði aldrei fyrir einhverri fyrirlitningu í garð annarra starfsmanna. Nú ræddi ég þetta reyndar lítið við aðra en Íslendingana og get því engan veginn alhæft þetta yfir á alla, en að sjálfsögðu vil ég trúa því besta upp á fólk þar til annað kemur í ljós. Þessi fjölþjóðleiki olli reyndar stundum örlitlum samskiptaörðugleikum. Nema þegar kom að blótsyrðum, þau misskiljast sjaldnast. Ef þennan vinnustað vantar einhverntíma gott slagorð vil ég óhikað stinga upp á „shipko, kurva!“* sem mætti þýða frá pólsku yfir á íslensku sem „flýttu þér, fjandinn hafi það!“ Þessi tvö orð ómuðu um allt yfir vertíðina, burtséð frá upprunalandi þess sem notaði það. Það var þó stundum áberandi menningar- munur þegar kom að sam- skiptum kynjanna en það er efni í heila grein í viðbót. Eins og hefur áður komið fram þá var ég ráðin í heimtökuna, s.s. átti ég ekki að vera lengur en rétt yfir vertíðina. Þegar henni lauk var ég þó beðin um að vera örlítið lengur, koma síðustu kössunum út og svona. Þegar það var afstaðið var ég spurð hvort ég yrði ekki bara áfram. Aftur dró ég þá ályktun að eitthvað hlyti ég að hafa gert rétt fyrst þau vildu halda mér. Þessi lengda viðvera mín leiddi reyndar til heljar- innar hringavitleysu vegna hús- næðis þar til indæl skagfirsk fjölskylda sá aumur á mér og tók mig í fóstur. Nú er ég reyndar farin að vera undir pressu frá vinum og vanda- mönnum um að finna mér skagfirskan gæðing, sem ég skil þó ekki alveg því ég er ekkert sérlega mikil hestamanneskja. *skrifað eins og mér heyrist það vera borið fram. Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir AÐSENT GUÐLAUG GUÐMUNDA INGIBJÖRG BERGSVEINSDÓTTIR SKRIFAR Vinna er hafin við varnargarð fyrir smábátahöfnina á Sauðárkróki og er það Vélaþjónustan í Messuholti sem vinnur verkið. „Fyrstu hlössin eru að fara út núna,“ sagði Einar E. Gíslason hafnarvörður þegar Feykir heyrði í honum á þriðjudag. Vikuna 21.-27. febrúar var tæpum 44 tonnum landað á Skagaströnd og rúmum 283 tonnum á Sauðárkróki. Engu var landað á Hofsósi Hvammstanga. Alls gera þetta um 327 tonn á Norður- landi vestra. /KSE Aflatölur 21. -27. febrúar á Norðurlandi vestra Vinna hafin við varnargarð SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 11.528 Bogga í Vík HU 6 Landb. lína 5.185 Dagrún HU 121 Þorskanet 10.056 Gulltoppur Gk 24 Landb. lína 11.767 Ólafur Magn. HU 54 Þorskanet 2.528 Sæfari HU 200 200 Landb. lína 2.729 Alls á Skagaströnd 43.793 SAUÐÁRKRÓKUR Hafborg SK 54 2.645 Klakkur SK 5 129.581 Málmey SK 1 150.421 Vinur SK 22 434 Alls á Sauðárkróki 283.081 Spornað við svartri atvinnustarfsemi Stéttarfélögin í átaksaðgerðum Svört atvinnustarfsemi hefur verið mjög í umræðunni að undanförnu og eru stéttarfélög nú í átaksaðgerðum til að sporna við henni. Slíkt eftirlit hefur raunar verið viðhaft um árabil, en að sögn Þórarins G. Sverrissonar, formanns Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, er nú verið að „girða sig í brók“ og taka þetta fastari tökum. Segir hann að eftirlit af þessu tagi hafi tíðkast um árabil en oft orðið útundan þar sem það sé í mörg horn að líta hjá stéttarfélögunum. Nú sé hins vegar í undirbúningi þátttaka í átaki í þeim efnum. Hluti af því eftirliti sé að fara á vinnustaði og kanna hvort starfsfólk sé með atvinnuleyfi hérlendis og svokölluð vinnustaðaskírteini meðferðis. Í auglýsingu frá stéttar- félaginu Samstöðu sem birt var í síðasta tölublaði Sjónaukans í Vestur-Húnavatnssýslu kemur fram að stéttarfélög um allt land vinni nú að því að uppræta ólöglega sjálfboðastarfsemi. Slík störf í efnahagslegum tilgangi séu lögbrot og teljist félagsleg undirboð á vinnumarkaði og það verði ekki liðið af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.