Feykir - 27.04.2016, Page 1
FERSKUR Á NETINU
Feykir.is
Hvað er
að frétta?
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á
feykir@feykir.is
BLS. 6-7
BLS. 8
Vísnakeppni Safnahúss
Skagfirðinga 2016
Bessastaða
bragur rís
BLS. 5
Arinbjörn Jóhannsson á
Brekkulæk í Húnaþingi vestra
í opnuviðtali Feykis
Útivist og náttúru-
upplifun fyrir
ferðamenn
Guðjón Örn Jóhannsson á
Sauðárkróki heldur þéttings-
fast um áskorendapennann
„Það er gott að
búa í Skagafirði“
16
TBL
27. april 2016
36. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Gáfu nýtt hjartastuðtæki
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi
Þann 14. apríl héldu
Hollvinasamtök Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Blönduósi
aðalfund sinn. Ný stjórn var
kosin á fundinum en hana
skipa þau Guðmundur
Finnbogason, Kári Kára-
son, Ásdís Arinbjarnar-
dóttir, Sigurlaug Þóra
Hermannsdóttir og Jóhann
Guðmundsson.
Á fundinum var farið yfir
starf síðastliðinna ára og
Sigursteini Guðmundssyni,
fyrrum formanni, þakkað
fyrir sitt framlag. Margrét
Einarsdóttir, fráfarandi for-
maður, afhenti Ásdísi Arin-
bjarnardóttur, fyrir hönd
HSN, nýtt hjartastuðtæki að
gjöf frá samtökunum. Þá var
ákveðið að hleypa af stokk-
unum söfnun fyrir blöðru-
skanna. Frá þessu er greint á
vefnum húni.is. /KSE Ásdís til vinstri og Margrét með hjartastuðtækið.
MYND: HÚNI.IS / KÁRI KÁRASON
Sæluvika Skagfirðinga var sett í
blíðaskaparveðri síðastliðinn
sunnudag en athöfnin fór fram í
Safnahúsinu á Sauðárkróki. Við
tilefnið var opinberað hver hlyti fyrstu
Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins
Skagafjarðar, sem afhent verða í
Sæluviku ár hvert framvegis. Að þessu
sinni er það Stefán Pedersen
ljósmyndari á Sauðárkróki sem hlýtur
verðlaunin.
Það var Ásta Björg Pálmadóttir
sveitarstjóri sem afhenti verðlaunin. Í
máli hennar kom fram að fjölmargar
góðar ábendingar hafi borist en að
ákveðið hefði verið að verðlauna Stefán.
„Stefán hefur í leik og starfi auðgað
mannlíf og menningu Skagafjarðar með
ljósmyndum sínum, sýningum, þátttöku í
íþróttum og félagsmálum íþróttahreyf-
ingarinnar, ábyrgðarstörfum fyrir sam-
félag sitt, virkri þátttöku í tónlistarlífi og
síðast ekki síst náungakærleik sem birtist
á svo margvíslegan hátt, m.a. gagnvart
eldri borgurum,“ sagði Ásta þegar hún
afhenti Stefáni verðlaunin.
Stefán Pedersen hefur auðgað
mannlíf og menningu Skagafjarðar
S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6
FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN!
Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitt í fyrsta sinn
35 ára
Það var Sigríður Svavarsdóttir, forseti
sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar, sem setti Sæluvikuna. Þá var
tilkynnt um úrslit í Vísnakeppni Safna-
húss Skagfirðinga, sem lesa má um á bls.
5, og opnuð glæsileg myndlistarsýning
Hallrúnar Ásgrímsdóttur. Nemendur úr
Tónlistarskóla Skagafjarðar léku nokkur
lög á milli ávarpa. Myndasyrpu frá setn-
ingu Sæluviku má skoða á feyki.is. /BÞ
Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, afhendir Stefáni viðurkenninguna. MYND: BÞ