Feykir


Feykir - 27.04.2016, Qupperneq 4

Feykir - 27.04.2016, Qupperneq 4
4 16/2016 Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Hvað verður um bókasafn Lýtingsstaðahrepps? Bókasafn Lýtingsstaðahrepps á sér langa sögu. Fyrrum voru tvö lestrarfélög í sveitinni, Lestrarfélag Goðdalasóknar í fremri hluta hreppsins og Lestrar- félag Mælifells- prestakalls í þeim ytri, sem bæði áttu bókasöfn og lánuðu hrepps- búum bækur. Söfn þessi voru, ásamt bókasafni Steinsstaða- skóla, sameinuð í eitt árið 1979 og komið fyrir í Laugarhúsi, sem byggt var 1926 og var um alllangt skeið félagsheimili og samkomuhús sveitarinnar. Þar hefur safnið verið til húsa síðan og rekið af hreppnum og síðar sameinaða sveitarfélaginu, eftir að sameiningin gekk í garð. Hafa framlög til safnsins farið minnkandi síðari árin og aðeins verið hægt að kaupa fáeinar nýjar bækur á ári hverju. Engu að síður er bókasafn Lýtings- staðahrepps myndarlegt safn, enda stendur það á gömlum merg. Mun safnið nú telja um sjö þúsund bækur og kennir þar ýmissa grasa. Má þar nefna þjóðlegan fróðleik, skáldsögur, ljóð, barnabækur, ritsöfn, tíma- rit og fræðibækur af ýmsu tagi. Safninu er mjög vel fyrir komið í hinu gamla Laugarhúsi og aðgengilegt öllum, sem þangað leita. Safnið er opið einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 - 22:00. Komum á safnið hefur farið nokkuð fækkandi síðustu árin. Fyrir því eru vafalaust ýmsar ástæður, e.t.v. minnkandi bókalestur, en einnig munar þar miklu, er Steinstaðaskóli var lagður af 2003, en skólabörnin voru nokkuð tíðir gestir á bóka- safninu til að afla sér bóka til hjálpar við námið og til skemmtunar. Rósmundur G. Ingvarsson hefur annast bókavörslu við safnið nú um langt árabil og rækt það starf af miklum áhuga og trúmennsku, m.a. hefur hann gert nokkuð af því að fara með bækur heim til eldri borgara og bjóða þeim til láns, sem mælst hefur vel fyrir. AÐSENT ÓLAFUR HALLGRÍMSSON SKRIFAR Ljósleiðari á hvert heimili Fjarskiptasjóður gekk í síðustu viku frá samkomulagi vegna ljósleiðaratenginga í 14 sveitarfélögum. Samkomulagið felur í sér að tengja 900 staði með ljósleiðara og um 200 staði með ídráttarröri fyrir ljósleiðara. Það fjármagn sem nýtt er til verksins kemur til vegna fjárveitingar sem lagðar voru til af hálfu fjárlaga- nefndar Alþingis við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2016. Sveitarfélög sem fá styrk eru Borgarbyggð, Húnaþing vestra, Súðavíkurhreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Sveitarfél- agið Skagafjörður, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Norðurþing, Fljótsdalshérað, Svalbarðshrepp- ur, Þingeyjarsveit, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Kjósarhreppur. Orðum fylgja athafnir Fyrir 3 árum var ekki í gangi vinna við að ljósleiðaravæða sveitir landsins og stefnan var sú að 3G tengingar væru nægilegur gagnaflutningur fyrir stór land- svæði. Þetta breyttist vegna þess að ákveðið var að setja ljós- leiðaravæðingu sveitanna sem forgangsmál í aðdraganda síðustu kosninga. Framsóknar- flokkurinn lagði mikla áherslu á þetta mál enda er þetta einn af stærstu þáttunum sem hafa áhrif á búsetuval ungs fólks. Í grein sem formaður, varaformaður og þingflokksformaður Framsókn- arflokksins skrifuðu í Morgun- blaðið 30. mars 2013 sagði: „Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Allir fjarskipta- aðilar geta veitt þjónustu á kerf- inu. Mikilvægt er að allir lands- menn geti fengið jafna og góða þjónustu á sama verði. – Fyrir þessu höfum við framsóknar- menn talað. Með samstarfi allra aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum.“ Forystumenn Framsóknar- flokksins sögðu jafnframt: „Ný heildstæð byggðastefna er nauð- synleg. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að um hana ríki víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Eitt fyrsta skrefið ætti að vera ljósleiðaravæðing alls landsins.“ Þessi stefna var sett fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar og unnið hefur verið eftir henni frá síðustu kosn- ingum. Til þess að fylgja þessu eftir þá ákvað ríkisstjórnin að fela tveimur stjórnarþingmönnum, þeim Páli Jóhanni Pálssyni frá Framsóknarflokki og Haraldi Benediktssyni frá Sjálfstæðis- flokki, að fara ofan í málið og móta tillögur um hvernig best væri að vinna málinu framgang. Þeir hafa staðið sig vel í sinni vinnu og skilað af sér tillögum sem ákveðið var að vinna eftir. Fjárlaganefnd Alþingis tók forystu Afgreiðsla fjárlaganefndar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 og 2016 hefur verið ánægjuleg staðfesting á því að ríkisstjórnin ætli líkt og bent var á fyrir síðustu kosningar að beita sér fyrir bættum fjarskiptum. Það er mikilvægt að allir sitji við sama borð þegar kemur að þessum málum og ljósleiðaravæðing gegnir þar lykilhlutverki. Fyrir það fjármagn sem fjárlaganefnd lagði fram á síðasta ári þá var lokið við hringtengingu á ljósleiðara á nokkrum svæðum auk þess að undirbúa verkefnið frekar. Í fjárveitingu þessa árs þá er hin eiginlega ljósleiðaravæðing að hefjast. Fjármagn til að klára verkið á næstu árum Nú er það svo að færri komast að en vilja í fyrstu umferð. Það er hinsvegar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum þá varð stefnubreyting í þessum málaflokki. Nú talar enginn um að 3G tengingar séu nægilegar góðar fyrir sveitir landsins. Eftir að ljósleiðaravæð- ingunni hefur verið fleytt formlega af stað þá mun enginn snúa við þessari stefnumörkun. Verkefnið er hinsvegar að þetta geti gengið sem hraðast fyrir sig og framundan er barátta við að tryggja sem mest fjármagn til verksins. Markmiðið er að innan nokkurra ára þá sé búið að ljósleiðaravæða allar sveitir landsins. Ásmundur Einar Daðason formaður þingflokks Framsóknar og nefndarmaður í Fjárlaganefnd Alþingis AÐSENT ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON SKRIFAR Nú berast þær fréttir, að til standi að loka safninu og flytja bókakostinn í Héraðsbóka- safnið á Sauðárkróki og verði það gert, ef gera þarf við Laugar- húsið, eða þegar núv. bóka- vörður lætur af störfum. Ekki finnst okkur, íbúum hins forna Lýtingsstaðahrepps, þetta góð tíðindi. Safnið og húsið, sem orðið er nær 90 ára gamalt, eiga sér merka sögu. Laugarhúsið er í rauninni safn og ber að varðveita sem slíkt, og þar eru auk bókanna nokkrir gamlir munir, sem hafa varðveislugildi. Húsið og safnið ber því tvímælalaust að varðveita áfram í sem óbreyttastri mynd. Besta lausnin er, að safnið verði áfram kyrrt á sínum stað og nýtist þannig íbúum sveitarinnar, og það hygg ég sé vilji velflestra íbúa hér í Lýdó. Vart verður því trúað að óreyndu, að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi ekki burði til að starfrækja áfram myndarlegt bókasafn hér í fram – héraði og búa því sómasamlega umgjörð, sé vilji fyrir hendi á annað borð. Kannski skortir viljann. Núver- andi sveitarstjórn, sem skipuð er meirihluta framsóknar- manna, fær nú tækifæri til að sýna, að hún sjái aðeins fram fyrir Áshildarholt. Ólafur Hallgrímsson Vikuna 17.–23. apríl var rúmum 40 tonnum landað á Skagaströnd, rúmum tólf tonnum á Hofsósi, rúmum 280 tonnum á Sauðárkróki og 769 kílóum á Hvammstanga. Alls ríflega 334 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 17.–23. apríl á Norðurlandi vestra Rúm 334 tonn að landi SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 769 Alls á Hvammstanga 769 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Grásleppunet 6.860 Auður HU 94 Grásleppunet 2.729 Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 3.790 Bogga í Vík Grásleppunet 735 Dagrún HU 121 Grásleppunet 5.581 Eyjólfur Ó. HU 100 Handfæri 1.560 Fengsæll Grásleppunet 3.533 Garpur HU 58 Handfæri 33 Geiri HU 69 Handfæri 488 Guðmundur á Hópi Landb.lína 3.331 Hafdís HU 85 Grásleppunet 2.530 Hafrún HU 12 Dragnót 4.532 Húni HU 62 Þorskanet 1.406 Smári HU 7 Handfæri 296 Stefanía HU 136 Handfæri 1.485 Sæfari HU 200 200 Landb. lína 2.019 Alls á Skagaströnd 40.908 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 8.451 Fannar SK 11 Grásleppunet 3.147 Gammur SK 12 Grásleppunet 2.689 Hafborg SK 54 Grásleppunet 2.189 Hafey SK 10 Grásleppunet 2.664 Klakkur SK 5 Botnvarpa 96.659 Málmey SK 1 Botnvarpa 143.227 Már SK 30 Grásleppunet 4.466 Nökkvi ÞH 27 Rækjuvarpa 10.729 Óskar SK 13 Grásleppunet 3.459 Vinur SK 22 Grásleppunet 2.457 Alls á Sauðárkróki 280.137 HOFSÓS Skáley SK 32 Grásleppunet 4.129 Von SK 21 Grásleppunet 2.499 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 3.580 Þytur SK 18 Grásleppunet 2.515 Alls á Hofsósi 12.723

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.