Feykir - 27.04.2016, Blaðsíða 5
16/2016 5
Bessastaða bragur rís
Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2016
En engin er miskunn dóm-
nefndar eins og lög gera ráð
fyrir og þarf hún að skera úr um
það hvað skuli standa sem besti
botn eða besta vísa en í
nefndinni sitja undirritaður
Páll Friðriksson, Guðbjörg
Bjarnadóttir og Ágúst Guð-
mundsson. Fyrripartana smíð-
uðu Fljótamennirnir Hreinn
Guðvarðarson og Haraldur
Smári Haraldsson en þeir hafa
verið mér haukar í horni í þau
þrjú skipti sem ég hef haft
umsjón með keppninni.
Í ár voru hagyrðingar beðnir
um að yrkja um komandi
forsetakosningar þó ekki sé
útséð með það enn hversu
margir verða í framboði og
botna einn eða fleiri af eftir-
farandi fyrripörtum sem áttu að
fjalla um skemmtilegt mannlíf
annars vegar og svo einhverja
skagfirska Íslendingasögu-
persónu. Voru Fljótamennirnir
samtaka um það hver væri aðal
garpurinn.
Hrafna-Flóki Fljótin nam
fyrir ævalöngu.
Hún sem Hrafna Flóki fann
er fegurst allra sveita.
Alltaf finnst mér æðislegt
upphaf Sæluviku.
Ýmsar sögur segja má
af Sæluvikum góðum.
Hér ríðum við á vaðið með
botni Hrafns sem var dulnefni
Jón Gissurarsonar í Víðimýrar-
seli.
Hrafna-Flóki Fljótin nam
fyrir ævalöngu.
Ljúfan skerf þar lagði fram
í landnemanna göngu.
Skýja glópur lét ferskeytluform-
ið víkja og hafði vísuna á þessa
leið.
Alltaf finnst mér æðislegt upphaf Sæluviku, sagði skáldið og óhætt er að taka
undir með því. Einn af hinum föstu viðburðum er Vísnakeppni Safnahúss
Skagfirðinga og hefur þann heiðurssess að fá að kynna úrslitin við setningu
Sæluviku Skagfirðinga. Það var sérstaklega ánægjulegt nú, í endurgerðum
húsakynnum Safnahússins sem eru stórglæsileg. Að þessu sinni sendu tíu
aðilar botna við fyrriparta eða vísur sem einmitt áttu að fjalla um komandi
forsetakosningar. Voru það nokkru færri en fyrir ári síðan en efnið gott sem
sent var inn og vandi að velja það sem skyldi hljóta verðlaunin.
UMFJÖLLUN
Páll Friðriksson
Hrafna-Flóki Fljótin nam
fyrir ævalöngu.
Var hann þá í vígaham
veðrin eftir ströngu,
og krumma tókst að kreista fram
„krunk“ úr nefi þröngu.
Að baki Skýja glóps reyndist
vera Anna Kristín Jónsdóttir frá
Mýrarkoti.
Þórólfur Stefánsson sem býr
í Svíaríki kallaði sig Dætur
Satans. Hann hefur líklega
fengið aðra skipsbók en höf-
undur Landnámu því hann
segir:
Hrafna-Flóki Fljótin nam
fyrir ævalöngu.
-En vaknaði svo í Víetnam
veikur, í gleðigöngu.
Og Alfreð Guðmundsson komst
í svipaða skipsbók.
Hrafna-Flóki Fljótin nam
fyrir ævalöngu.
Alsæll kom frá Amsterdam
eftir friðargöngu.
Um fegurstu sveitina segir
Nanný eða Svandís Torfadóttir
frá Selfossi.
Hún sem Hrafna-Flóki fann
er fegurst allra sveita.
Henni margur ætíð ann
ekkert mun því breyta.
Og Ingólfur Ómar Ármannsson
með dulnefnið Gustur botnar í
svipuðum dúr:
Hún sem Hrafna-Flóki fann
er fegurst allra sveita.
Hefur ætíð heillað mann
henni lof skal veita.
En Tóki segir:
Hún sem Hrafna-Flóki fann
er fegurst allra sveita.
Umsögn þeirri ekkert kann
enn í dag að breyta.
Tóki var dulnefni Rúnars Kristj-
ánssonar á Skagaströnd.
Nú skulum við snúa okkur að
Sæluvikunni sjálfri og hafa eftir
orð skáldsins Eilífs sem botnar:
Alltaf finnst mér æðislegt
upphaf Sæluviku.
Enda fólk hér eigi tregt
að opna sálar bliku.
Það var Alfreð Guðmundsson
sem kallað sig Eilíf. Jón Gissurar
segir:
Alltaf finnst mér æðislegt
upphaf Sæluviku.
Yndið mun þar ekki tregt
ástar vafið bliku.
Og Rúnar Kristjáns bætir við:
Alltaf finnst mér æðislegt
upphaf Sæluviku.
Þá er hvergi táknmál tregt
til í minni kviku.
En Þórólfur virðist hafa lent í
ógöngum í umferðinni og segir:
Alltaf finnst mér æðislegt
upphaf Sæluviku.
Að borga stöðumælasekt
og svitna inn að kviku.
Óttar Skjóldal fyrrverandi
bóndi í Enni orti undir dulnefn-
inu Ósk og hafði þetta svona:
Alltaf finnst mér æðislegt
upphaf Sæluviku.
Andans gleði mikla megt
mætir þar fræða kviku.
Þegar segja á sögur frá liðnum
Sæluvikum komum við ekki að
tómum kofum hjá hagyrð-
ingum. Óttar heldur áfram.
Ýmsar sögur segja má
af Sæluvikum góðum.
Kveikir ástarelda á
Amors fýsna glóðum.
Þröstur telur að einhverjar
sögur muni ekki þola dagsljósið
og rati ekki inn í minningar-
greinar þegar að hinsta kalli
kemur.
Ýmsar sögur segja má
af Sæluvikum góðum.
Því sannleikurinn fellur frá
í flestum erfiljóðum.
Þröstur reyndist vera Gunnar
Rögnvaldsson á Löngumýri.
Anna Jónsdóttir setur þetta
svona fram:
Ýmsar sögur segja má
af Sæluvikum góðum.
Frumlegt væri, finnst mér þá
að festa þær í ljóðum.
Ingólfur Ómar fléttar vífum og
víni inn í sögurnar og segir:
Ýmsar sögur segja má
af Sæluvikum góðum.
Sungu menn og supu á
Sjafnar vermdir glóðum.
Og Jón Gissurar er í róman-
tíkinni og botnar svo:
Ýmsar sögur segja má
af Sæluvikum góðum.
Oft þær kveikja unað hjá
ýtum jafnt sem fljóðum.
Nú styttist í forsetakosningar
sem fyrirfram eru taldar
sögulegar og margir telja að
sigurinn sé vís hjá þeim er nú
situr á Bessastöðum. Þó er enn
tími til að koma sér á listann og
reyna að velta Ólafi úr sessi
enda ekki allir áægðir með
framboð hans. Óðinn virðist
ekki hrifinn:
Ótal margir eygðu frama
ólu í brjósti sínu von.
Nú er öllum enn til ama
Ólafur Ragnar Grímsson.
Það var Guðmundur Sveinsson
á Sauðárkróki sem orti í Óðins
stað.
Alfreð telur, þrátt fyrir unga og
efnilega frambjóðendur, að
þjóðin vilji Ólaf Ragnar áfram
og sparar ekki til vísunnar.
Ört er blóð á eyjaslóð
ýmsir bjóða krafta góða.
Æskusjóður, sóma fljóð
samt vill þjóðin Óla fróða.
Og Jón Gissurarson er ekki í
vafa:
Af frambjóðendum flestum ber
fremstur í þeirra röðum.
Sá mun vinna sigur er
situr á Bessastöðum.
Og Jón lofar að vera kátur á
kjördag.
Kosningarnar mikils met
mörgum frá því segi,
á kjörseðilinn kátur set
krossinn á þeim degi.
Ingólfur Ómar er hugsi yfir
fjölda frambjóðenda og efast
um að allir séu hæfir í embættið.
Frambjóðendum fjölgar enn
fram nú stíga knæfir.
Hópinn skipa merkis menn
en misjafnlega hæfir.
Og Rúnar telur að líklega verði
að fjölfalda Ólaf.
Fyrir þjóðarbjörgun bráða
bestu gagni mun það þjóna,
enda sjálfsagt eitt til ráða,
að Ólaf Ragnar verði að klóna!
Gunnar Rögnvaldsson hefur
kannski verið farinn að yrkja
kosningavísur áður en Ólafur
gaf kost á sér því hann segir:
Framboðsmálin fóru á skrið
ferskeytlunnar rímsvon.
Stökk þá aftur upp á svið
Ólafur Ragnar Grímsson.
Eftir þessar skemmtilegu vísur
og botna er kominn tími til að
upplýsa hvaða botn hlaut náð
fyrir augum dómnefndar og
hver reyndist besta kosninga-
vísan.
Besti botninn kom frá
Skagaströnd frá Rúnari Kristj-
ánssyni sem gefur í skyn að
einhverjir kynnu að hafa komið
undir í Sæluvikunni og tel ég
það alls ekki útilokað. Þannig
hljómar þá vísan með botni
Rúnars.
Ýmsar sögur segja má
af Sæluvikum góðum.
Margur þar sitt upphaf á
undir Nöfum hljóðum.
En kosningavísan sem þótti
standa upp úr að þessu sinni
kemur frá Gunnari Rögn-
valdssyni og fjallar um
frambjóðanda sem enn hefur
ekki gefið kost á sér en nafni
hans var samt mikið haldið á
lofti í vetur. Heyrðist það gjarna
hjá Heimismönnum sem og í
Blönduhlíðinni og nærsveitum
og greinilegt að Gunnar er viss í
sinni sök.
Bessastaða bragur rís
blakta flögg með tröðum.
Þegar ég og þjóðin kýs
Þórólf á Hjaltastöðum.
Höfundum öllum er þökkuð
þátttakan og verðlaunahöfum
sendar hamingjuóskir.
ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON SKRIFAR