Feykir - 27.04.2016, Page 6
6 16/2016
Þegar ekið er eftir veginum inn
Miðfjörð sést Brekkulækur ekki
af veginum fyrr en að honum er
komið þar sem hvítmálaður
bærinn með bláum þökunum
kúrir undir brekkunni. Bæjar-
stæðið er fallegt auk þess sem
þaðan er mikið og gott útsýni yfir
sveitina. Hjónin Arinbjörn og
Claudia, og Pálína, tíu ára dóttir
þeirra, taka vel á móti
blaðamanni. Arinbjörn segir
blaðamanni frá því að hann sé
fæddur í húsinu en Brekkulækur
hefur verið í eigu sömu
fjölskyldunnar í hundrað ár.
Foreldrar hans voru Jóhann
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
Sigvaldason kennari, sem var
uppalin að Brekkulæk, og
Sigurlaug Friðriksdóttir. „Ég bjó
á tímabili í Þýskalandi, þar sem
ég lærði mannfræði og fjöl-
miðlafræði, og byrjaði með
ferðabransa hérna 1979 – það
eru bráðum 40 ár síðan ég
byrjaði,“ segir Arinbjörn og
brosir út í annað. „Ég var fyrstu
árin í eyðibýli hérna frammí
afdölum, þá bjuggu foreldrar
mínir hérna ennþá en Friðrik
bróðir minn var þá tekinn við
þessu. Svo brann hérna og
bærinn stóð auður um tíma. Ég
byrjaði svo að gera upp gamla
húsið og hef smátt og smátt
Á Brekkulæk í Húnaþingi vestra rekur Arinbjörn
Jóhannsson ferðaþjónustufyrirtæki sem gerir út á að
bjóða upp á fjölbreyttar ferðir um land allt, með
áherslu á útivist og náttúruupplifun auk þess að veita
ferðamönnum innsýn í lífstíl fólks í dreifbýlinu.
Fyrirtækið hlaut á dögunum verðlaun frá þýska Nordis
forlaginu sem gefur út tímarit um málefni
Norðurlandanna og hefur um áratuga skeið verið eitt
það virtasta sinnar tegundar á þýsku málsvæði.
Blaðamaður Feykis leit í heimsókn til Arinbjarnar
og fjölskyldu á fallegum vordegi.
Ég, eins og allir Húnvetningar, er
aðdáandi Arnarvatnsheiðinnar
út í gegn og hef alltaf verið. Þetta
er þrítugasta sumarið sem ég er
með gönguferðir yfir Arnar-
vatnsheiði, það var ein ferð
fyrsta sumarið og nú er ég með
átta ferðir yfir sumarið,“ segir
hann. En hvað er svona
heillandi við hana? „Já, það er
stóra spurningin. Því er enn
ósvarað,“ svarar Arinbjörn og
kímir. „Þetta er frekar stórt gróið
hálendissvæði, með fullt af
vötnum og veiði. Það þótti alltaf
spennandi þegar maður var
unglingur að fara upp á heiðina
að veiða. Það var toppurinn á
tilverunni.“
Gönguferðirnar yfir Arnar-
vatnsheiði eru sjö til tólf daga
hálendisganga úr Borgarfirði
norður í Húnavatnssýslu, með
viðkomu við gíg sem Hall-
mundarhraun rann úr og við
jaðar Eiríksjökuls og Langjökuls.
„Fyrir útlendinga er þetta svo
ofboðslega spes að vera staddur
þarna uppi á heiði. Að vakna í
gangakofa að morgni, líta út um
gluggann og það eina sem þú
sérð er bara heiðin og náttúran,“
segir Claudia. Arinbjörn tekur
undir. „Það sem heillar ferða-
mennina er náttúran og svo
auðvitað það að við hittum
aldrei annað fólk á þessum
ferðum. Það er svolítið spes fyrir
Mið-Evrópubúa að fara í sjö
daga gönguferð og hitta ekki
Rætt við ferðaþjónustufrumkvöðulinn Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk í Húnaþingi vestra
Útivist og náttúruupplifun fyrir
ferðamenn í tæpa fjóra áratugi
verið að byggja við og breyta
bænum,“ útskýrir hann. Í dag er
húsið með gistirými fyrir 34
manns, í 18 herbergjum. Claudia
Hofmann kemur frá Suður-
Þýskalandi, skammt frá
München. Hún hefur búið að
Brekkulæk frá því 2000 og segir
að sér líki sveitalífið í Húnaþingi
vestra afskaplega vel, þar sé alltaf
nóg að gera.
Þegar Arinbjörn er spurður
nánar út í upphafið segist hann
einungis hafa hugsað þetta sem
sumarstarf í byrjun, í mann-
fræðinni hafði hann verið að spá
í ferðamál en síðan þróaðist
þetta áfram. „Áður en ég byrjaði
í þessu hafði ég verið leiðsögu-
maður með laxveiðimönnum.
Svo byrjaði ég á þessum
hestaferðum og var eiginlega sá
fyrsti sem bauð upp á slíkar
skipulagðar ferðir,“ segir Arin-
björn. Síðar segist hann hafa
bætt við gönguferðum yfir
Arnarvatnsheiði og síðan
rútuferðum, fyrirtækið hefur
vaxið frá einstaka ferðum í allt að
40 ferðir með tæpa 500 gesti ár
hvert.
Áður en Arinbjörn fékk
ferðaskrifstofuleyfi var hann
kærður af Félagi íslenskra
ferðaskrifstofa fyrir að bjóða upp
á alferðir án leyfis. „Þá voru þetta
um tíu ferðamenn á ári hjá mér.
Einar Guðjónsson hjá Útivist
skrifaði svo uppá að þetta væru
löglegar leiðir hjá mér. Síðan
fékk ég ferðaskrifstofuleyfi, fyrst
svokallað B-leyfi, en nú er ég
með venjulegt ferðaskrifstofleyfi
og hef verið með það nokkuð
lengi,“ útskýrir hann. Þá hefur
Arinbjörn verið meðlimur og
hluthafi í Ferða-þjónustu bænda
nánast frá upphafi.
Aðdáandi
Arnarvatnsheiðarinnar
eins og allir Húnvetningar
Í dag býður Arinbjörn upp á
hestaferðir, gönguferðir, réttar-
ferðir, fuglaskoðunarferðir og
norðurljósaferðir. Þegar Arin-
björn er spurður hvernig hann
þróar ferðirnar svarar hann eftir
smá umhugsun. „Eiginlega
býður maður upp á það sem
maður hefur sjálfur gaman af.
Claudia, Arinbjörn og Pálína.
MYND: ÚR EINKASAFNI