Feykir


Feykir - 27.04.2016, Side 9

Feykir - 27.04.2016, Side 9
16/2016 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er sá snjalli vísnasmiður Stefán Stefánsson frá Móskógum sem er höfundur fyrstu vís- unnar að þessu sinni. Oft er gott sem gamlir kveða gráhærðir af andans krafti. En hvort er betra að yrkja eða algjörlega halda kjafti. Margar vísur mun Stefán hafa ort um samferðakonu á lífsins leið sem í daglegu tali var oftast kölluð Stína. Hér koma næst nokkrar af þeim. Flestar nætur ertu enn úti að dorga og vona. Þú hefur fiskað marga menn mikil er trú þín kona. Öðlast Stína hylli og hrós hrífur marga silkiskrúðinn. Þetta er fremur dyggðug drós en dýr í rekstri eins og Súðin. Ástin kyndir elda sína ásamt girndinni. Ég hef yndi af þér Stína eins og syndinni. Af því hún var gleðigjörn girnileg og fögur. Eignaðist hún átta börn og óteljandi sögur. Um einn ferðafélaga á lífsins leið yrkir Stefán. Labbar fullur lífsins slóð með litla fyrirhyggju. Út og suður eltir fljóð og endar á Kvíabryggju. Stefán er líka til í að lýsa sjálfum sér. Ég þekki mína mörgu galla mér þeir fylgja allar stundir. Ég er alltaf fús að falla í freistni, ef að svo ber undir. Ekki er alltaf hægt að gera það sem maður vill. Þeim ég sýni vinar vott sem vel ég þekki. Og vil öllum gera gott en get það ekki. Í tíð Stefáns féllu bréf. Margt ég prófað misjafnt hef en mestan halla gerði, er hamingjunnar hlutabréf hröpuðu í verði. Að lokum þessi ágæta vísa úr syrpu Stefáns. Þó að frjósi og fenni senn í fornar slóðir manna, ilminn ljúfa leggur enn úr laufi minninganna. Gott að leita næst til annars Skagfirðings, Magnúsar Gíslasonar, áður bónda á Vöglum í Blönduhlíð og heyra vísu sem talin er ort í Reykjavíkurhrepp einhverju sinni er skáldið var staddur þar syðra. Lagleg hringhenda þar á ferð. Menning reynist rotin hér Vísnaþáttur 663 ranga beinir veginn.Hlakkar í einum ef hann sérannan meinum sleginn. Þegar þessi vísa komst á kreik orti Adolf J. Pedersen aðra í svipuðum dúr. Þegar óhapp annan skar angurs svo að kenni, hlakkar í görnum hrafna þar hlæja dusilmenni. Hef nýlega fundið í drasli mínu þrjár hring- hentar vísur sem ég held endilega að séu eftir Magnús á Vöglum. Er hann þar að lýsa önnum dags hér áður fyrr. Fólkið áður föðurlands föngin þáði nota, þekkti dáðir dúks og bands, dó ei ráða þrota. Þræðir runnu um höföld hratt -harðna kunni gaman- kembt og spunnið, kveðið glatt af kappi unnið saman. Gærur spýtti, gjörði skó grösin nýtti í haga, færi hnýtti, fiskinn dró fann sér lítt til baga. Freisting er enn að halda áfram með efni tengt Skagafirði. Pétur Stefánsson yrkir svo magnaða limru. Dreymir mig oftsinnis Ester einkum er kvöldsólin sest er, að röltum við bæði í rúmið í næði og byrjum á því sem að best er. Grenivíkurskáldið Björn Ingólfsson brást vel við áskorun Péturs og sendi svar. Ég vorkenni aumingja Ester sem ástúðleg mjög við sinn gest er og daðrar við hann þennan dáðríka mann en veit ekki enn það sem verst er. Freistast til að birta eina limru í viðbót, sem í dóti mínu er sögð eftir Sigurð Jónsson tannlækni. Man ekki fyrir víst hver hann er, en langar að biðja lesendur um upplýsingar um hvort hann sé ættaður úr Skagafirði. Mun hann hafa verið staddur í kaffi hjá svokölluðum Sundhallarflokk er þessi ágæta limra varð til. Í kaffi vill flokkurinn fá mig fæ ég þar jafnvel að tjá mig. Stundum er fámennt en fjandi er góðmennt þegar ég sjálfur læt sjá mig. Gott að ljúka með vísu sem gerð er fyrir örfáum dögum. Höfundur er Bjarni Sævars- son, Arnarholti í Biskupstungum. Varla ríkir vetur enn vinur greikkar sporið. Fjalladrottning fer nú senn fegin út í vorið. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Margir vilja leggja sitt af mörkum Söfnun til styrktar Ívari Elí og fjölskyldu Eftir að auglýst var söfnun til styrktar fimm ára flogveikum dreng á Sauðárkróki, Ívari Elí Sigurjónssyni, hafa fjölmargir brugðist við og viljað leggja fjölskyldunni lið. Veitinga- staðurinn Hard Wok á Sauðár- króki seldi 361 hamborgara síðasta vetrardag og rann sú innkoma öll til fjölskyldunnar. Sama er að segja um áheit sem nemendur 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla söfnuðu þegar þeir hlupu svokallaðan Hegraneshring. Þá efndu tveir ungir drengir til tombólu í Skagfirðingabúð og Þreksport lagði málefninu lið með svokölluðum Þreksportleikum. Eins og sagt hefur verið frá á vefnum Feykir.is hefur Ívar Elí í nærri tvö ár barist við flogaveiki. Köst hans hafa náð tveimur tugum á dag þegar verst lætur. Nú er svo komið að íslenskir læknar eru ráðalausir. Því hefur Jón Gabríel Rodriguez Marteinsson og Fannar Páll Ásbjarnarson með tombóluféð. MYND: BÞ verið ákveðið að senda hann til Boston á næstunni, til rannsóknar og síðar í aðgerð. Eins og nærri má geta hefur veikindum þessum fylgt mikill kostnaður og vinnutap fyrir foreldrana og því ákváðu vinir þeirra að hrinda af stað söfnun til að styrkja fjölskylduna og létta þeim lífið. Að sögn Írisar Olgu Lúðvíks- dóttir, kennara í Varmahlíðar- skóla, sem hafði umsjón með áheitahlaupi 7. og 8. bekkinga þar, gekk hlaupið vel. „Við fengum allar útgáfur af veðri og í Blönduhlíð var komin hund- slappadrífa, ekta svona jóla- veður. Við sungum nú ekki jólalög, en það munaði litlu,“ segir Íris Olga, en hlaupið fór fram síðasta vetrardag. Hegra- neshringurinn svokallaði er um 65 kílómetrar og segir Íris Olga að hlaupið hafi klárast á mettíma. Lagt var af stað frá Varmahlíðarskóla kl. 9:15 að morgni og voru síðustu menn komnir í mark uppúr klukkan 18. Þegar blaðamaður ræddi við Írisi í gær, þriðjudag, stóð til að afhenda söfnunarféð á morgun, fimmtudag og sagði Íris Olga að safnast hefðu um 900 þúsund krónur. „Þakklæti fyrir samhug“ Árni Björnsson, eigandi veit- ingastaðarins Hard Wok á Sauðárkróki, efndi einnig til söfnunar síðasta vetrardag. Hugmyndin kviknaði í tilefni þess að staðurinn á fimm ára afmæli þann 1. maí og í stað þess að halda upp á afmælið vildi Árni fagna tímamótunum með því að láta gott af sér. Seldir voru 361 hamborgari sem afgreiddir voru með aðstoð vina og vandamanna fjölskyldu Ívars Elís. Innkoma vegna þessa, rúmlega 900 þúsund krónur, rennur óskipt í söfnunina. Tveir ungir drengir á Sauðárkróki, þeir Jón Gabríel Rodriguez Marteinsson og Fannar Páll Ásbjarnarson, héldu tombólu í anddyri Skagfirðingabúðar og söfnuðu rúmum tuttugu og tvö þúsund krónum á tveimur klukku- tímum. Þá stóð líkamsræktar- stöðin Þreksport fyrir Þrek- sportsleikum í febrúar og söfnuðust þar um 118 þúsund krónur. Auk ofangreindra safnana eru ótalin framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum, en bankareikningur sem auglýstur var í Sjónhorninu á dögunum er ennþá opinn ef fleiri vilja láta eitthvað af hendi rakna. Reikningsnúmerið er 310-13-133429 og kennitalan 280176-5249. Feykir hafði samband við Steinunni Daníelu Lárusdóttur, móður Ívars Elís og aðspurð sagði hún að því miður væri ekki komin dagsetning á rannsóknina sem hann á að fara í úti í Boston, en það myndi vonandi skýrast fljótlega. „Við viljum koma á framfæri endalausu þakklæti fyrir samhug sem okkur er sýndur,“ sagði Steinunn. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.