Feykir


Feykir - 27.04.2016, Síða 11

Feykir - 27.04.2016, Síða 11
16/2016 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina hefur örugglega tíma til að tékka á grillinu fyrir sumarið... Spakmæli vikunnar Ef þú býrð yfir þekkingu, leyfðu öðrum að kveikja á kertum sínum í henni. – Margaret Fuller Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Krossgáta salati (setja smá olíu í vatnið svo spaghettíið festist síður saman). EFTIRRÉTTUR Raspterta 2 egg 2 dl sykur 3 dl ljóst brauðrasp (ekki þetta tvílita eins og PAXO) 1 tsk lyftiduft 60 g smjör eða smjörlíki, brætt 3 ½ msk mjólk Aðferð: Sykur og egg hrærð aðeins saman, restin af hrá- efnunum sett útí og hrært örlítið, þar til þetta hefur blandast. Eitt lausbotna mót u.þ.b. 24 sm smurt í hliðum og bökunarpappír settur í botninn (mjög mikilvægt því annars festist kakan við botninn). Bakað við 170°C gráður í 15-17 mínútur. Kakan kæld á rist. Karamellukrem: 3 dl rjómi 1 ½ dl sykur 3 tsk síróp (gamla góða Lyle´s í grænu dósunum) Aðferð: Soðið niður þar til sleifin myndar far í botninn. Þegar kremið hefur kólnað svolítið er 1 tsk vanilludropar og 45 g kalt smjör sett útí og hrært. Hellt yfir kökuna og hún borðuð með bestu lyst. Við keflinu tekur svo Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir frá Daufá í Lýtingsstaðahreppi, búsett á Sauðárkróki. Verði ykkur að góðu! Steinabollur & Raspterta AÐALRÉTTUR Steinabollur (eins og Steini gaf okkur uppskriftina) 2 hlutar svínahakk 1 hluti nautahakk smávegis kjötfars hafragrjón - meira en maður heldur mjólk egg oregano karrí (varla neitt) salt Aðferð: Öllu hrært saman í hrærivél. Mótað í bollur og sett í smurt eldfast mót, bakað í ofni, þarf ekki að steikja fyrst. Spaghettisósa, úr tómötum, (ég kaupi oft Dolomio) hituð í potti og hellt yfir áður en bollurnar eru bornar fram. Gott er að hafa meira en nóg af sósunni því það fer ríflega af henni. Borið fram með soðnu spaghettí og MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Það verður að teljast heiður að vera boðið að vera með þrátt fyrir að hafa ekki fasta búsetu í Skagafirði, svo að ekki varð skorast undan þegar Vala og Helgi báðu okkur að taka við og gefa lesendum einhverjar uppáhalds uppskriftir,“ segja matgæðingarnir Árdís Kjartansdóttir og Hjörleifur Jóhannesson í Stekkjarbóli í Skagafirði. „Fyrir valinu urðu tvær sem alltaf hitta í mark. Sú fyrri er hversdagsmatur, fljótlegur og auðveldur að búa til og alltaf vinsæll, ekki síst hjá unga fólkinu. Við köllum hann Steinabollur eftir Þorsteini Kristleifssyni vini okkar frá Húsafelli, sem hefur haft það á orði að hann kunni ekki að elda fyrir færri en tólf. Við höfum oft notið þess. Uppskriftin sem hér birtist er grunnuppskrift til aðlögunar eftir smekk hvers og eins. Hin er gömul og góð, kemur frá nágrannakonu móðurömmu minnar heitinnar, en þær bjuggu báðar í fyrsta raðhúsinu sem byggt var á Akureyri og hefur alltaf verið kallað Langavitleysa. Sú kona hét Ída Magnúsdóttir. Kakan heitir Raspterta en ég kalla hana oft Íduköku. Þessi uppskrift er líklega um hundrað ára gömul en kakan er mjög einföld og sérlega ljúffeng.“ Árdís og Hjörleifur matreiða Feykir spyr... Ertu búin að fara eða ætlar þú að fara á einhverja viðburði í Sæluvikunni? Spurt á Facebook UMSJÓN kristin@feykir.is „Tónleikar Skagfirska kammerkórsins sem við sungum á voru hluti Sælu- viku og svo vorum við á stórkostlegu Kirkjukvöldi í Sauðárkrókskirkju í gærkveldi.“ Solveig Lára Guðmundsdóttir „Ég fór á kaffihlaðborðið hjá Samgönguminjasafninu á sumardaginn fyrsta, og svo fer ég á Árið er - Lögin sem lifa á föstudagskvöldið. Mig langar líka að kíkja á myndlistarsýningarnar, bæði í Safnahúsinu og Gúttó, það er aldrei að vita hvað maður lætur sér detta í hug að gera um helgina.“ Hrafnhildur Viðarsdóttir „Já, auðvitað. Ég sá Fullkomið brúðkaup á sunnudaginn, alveg frábær sýning. Dagskrá Sæluviku er fjölbreytt og skemmtileg, margt sem ég ætla að kíkja á.“ Halla Rut Stefánsdóttir „Ég ætla að reyna að sjá Fullkomið brúðkaup og svo langar mig rosalega líka á Árið er – Lögin sem lifa. Vonandi næ ég að sjá bæði.“ Hildur Þóra Magnúsdóttir Hahaha... Hefurðu heyrt um smiðinn sem rak við framan í forstjórann? Vissurðu að... ... heilinn notar 20% af öllu súrefni og blóði líkamans? ... þegar þú ert vakandi framleiðir heilinn þinn næga orku til að knýja litla ljósaperu? ... meinafræðingurinn sem krufði lík Albert Einstein stal heilanum úr honum og geymdi í krukku í 20 ár? Hjörleifur og Árdís. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.