Feykir


Feykir - 06.07.2016, Blaðsíða 9

Feykir - 06.07.2016, Blaðsíða 9
26/2016 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ármann Þorgrímsson sem er höfundur að fyrstu vísunni að þessu sinni. Mun tilefni hennar það að all snörp umræða fór fram um bága stöðu lífeyrissjóða. Arð ef viljum aukinn sjá af eignastýringunum. Fyrsta skrefið finnst mér þá, fækkum gamlingjunum. Þegar rætt er um á hvaða hraðferð Íslands- maðurinn sé á tækniöld yrkir Ármann. Hratt er riðið, gatan greið grundir undir taka, ef við förum alla leið enginn snýr til baka. Ein vísa kemur hér í viðbót eftir Ármann, og mun hún ort er hann heyrði Íslandssöguna túlkaða á nýjan hátt. Entist varla orðaforðinn ef ég segi huga minn. Nú er Hannes Hólmsteinn orðinn helsti sögu skýrandinn. Heyrum næst frá hinum magnaða gleðimanni og áður Skagfirðing, Kristjáni Runólfssyni. Skálda-Grána gríp til kosta, glaðning margur fær, en ekkert skil í ógnarþorsta eins og ég drakk í gær. Dásamlegir dagar hafa verið nú að undan- förnu hjá okkur hér fyrir norðan með sól og góðum hita, er þessi þáttur er í smíðum. Kannski hefur það verið við svipaðar aðstæður sem Ingólfur Ómar orti svo. Sumarnóttin björt og blíð birtu fróni gefur. Grundir, móa, holt og hlíð hlýjum örmum vefur. Verri sumarbyrjun hefur verið þegar Gunnar J. Straumland orti þessa. Í veðraskaki versnar geð vindgangurinn þrumar. Bylur í og blotnar með blautt er þetta sumar. Ingólfur Ómar vill frekar yrkja um gott sumar. Veröld ljómar, drungi dvín daga rómum langa. Söngvar óma sólin skín sumarblómin anga. Einhverju sinni er rætt var um skagfirskt grobb á vísnaþingi, mun Ragna Guðvarðardóttir hafa ort svo. Drottni þótti dauft á jörð hann dreymdi um eitthvað meira, Svo skapaði hann Skagafjörð þá skorti hann ekkert fleira. Eftir að Gunnar Straumland heyrði umrædda vísu mun þessi hafa orðið til. Margt er það sem miður fer meðal Íslendinga, Vísnaþáttur 668 En hæst af öllu í heimi ber hógværð Skagfirðinga. Vel líkar Ingólfi Ómari slík orðræða og er meira en fús að bæta við. Margt er það sem miður fer meðal Íslendinga. En hátt á lofti halda ber hróðri Skagfirðinga. Freistast til að loknum þessum glettum að bæta við einni laglegri vísu eftir Ingólf. Geðið léttir glæðir fjör glatt er á Bragaþingum. Þegar verður andinn ör í okkur Skagfirðingum. Segir þá næst af morgunverkum Svandísar Torfadóttur. Þegar ég á fætur fer fersk í morgunsárið. Hafragraut á borðið ber og bleksterkt kaffi tárið. Tel mig vita nokkuð fyrir víst að hafa áður birt þessa kunnu vísu Einars E. Sæmundssen. Samt gaman að rifja hana sem oftast upp. Brestur vín og brotnar gler bregðast vinir kærir, en á Blesa eru mér allir vegir færir. Einar var eins og einhverjir kannski muna mikill hestamaður og þótti honum afar vænt um sína hesta. Næsta vísa er ágætur vitnisburður þar um. Hefur tíðum heimsins kló harma vakið sára, en lífið finnst mér fegra þó fyrir þessa klára. Ekki mun Einar hafa talið það mönnum til lasta þó þeir fengju sér brjóstbirtu af og til eftir næstu vísu hans að dæma. Ég við mína sálu sver Síst skal undan hopa. Glaður ég til fjandans fer Fyrir wiský dropa. Næsta vísa mun vera til í nokkuð mörgum útgáfum og veit ég ekki hver er sú rétta. Hef heyrt hana eignaða Þórarni Sveinssyni bónda í Kílakoti og lærði hana svo á unga aldri. Munn hann þar vera að lýsa sveitunga sínum. Skarðan drátt úr býtum bar barn að háttum glaður. Völl hann átti en hann var enginn sláttumaður. Gott að enda með þessum sannleika Þórar- ins. Einn í þögn ég uni hér angrið dó í geði. Bakkus fögnuð færði mér fulla ró og gleði. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Þegar þetta er skrifað er mikið um að vera. Ég er nýkomin heim af stórkostlegu Landsmóti hestamanna að Hólum í Hjaltadal, Íslendingar komust í 8 liða úrslit á EM karlkyns í fótbolta og svo er búið að gefa út alveg frábært þjóðhátíðarlag. Ég er semsagt virkilega stolt af því að vera Íslendingur þessa dagana. Ég er reyndar alltaf stolt af því að búa á þessu blessaða skeri okkar sama hvað gerist eða hefur gerst í gegnum tíðina en það er misjafnt eftir fólki eins og gengur. Ég er almennt gersamlega laus við fótboltaáhuga en hef því meiri áhuga á hestaíþróttum, hef því ekki mikinn samanburð af þessum tveimur íþróttagreinum. Það sem hefur hins vegar hrifið mig við báða þessa viðburði er samheldnin og samstaðan sem hristir alla landsmenn saman. Fyrir EM voru ansi margir sem voru neikvæðir, héldu að strákarnir okkar hefðu lent inni á móti fyrir slysni og höfðu ekki mikla trú á frammistöðu þeirra. Fyrir Landsmót á Hólum voru margir sem voru neikvæðir, héldu að það væri ekki hægt að halda almennilegt landsmót þarna fyrir norðan dúk og disk og að þetta mót yrði hreinasti skandall. Svo leið tíminn. Fótboltastrákarnir okkar komust í 8 liða úrslit sem er einstakt afrek og á Landsmóti á Hólum var slegið heimsmet í skeiði. Bæði eitthvað sem enginn hefði trúað fyrirfram. Á laugardagskvöldi á Landsmóti hestamanna var tekið upp heróp til heiðurs fótboltaliðinu sem er í þessum úrslitum á EM karla, mér fannst það falleg sameining íþróttagreina. Það sem skiptir samt mestu máli er samheldnin og samstaðan sem öll þjóðin hefur sýnt. Allir landsmenn halda með okkur og meira að segja ég, sem hef nákvæmlega engan áhuga á fótbolta, stóð mig að því að föndra landsliðsbúning til að geta verið með í fjörinu. Er ekki bara kominn tími til að við leyfum okkur að trúa á ágæti okkar og hættum að rakka okkur sjálf niður? Leyfum okkur að vera stolt af okkar litlu en fallegu eyju. Við getum ýmislegt ef við stöndum saman. - - - -- - Ég skora á ... Sigríður Ólafsdóttir frá Víðidalstungu, Húnaþingi vestra, skrifar Samheldni og samstaða hristir alla landsmenn saman ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Nýr heitur pottur Sundlaug Skagastrandar Þann 22. júní fór fram fundur hjá sveitastjórn Skagastrandar. Þar var lögð fram tillaga að nýjum heitum potti við Sundlaug Skagastrandar en tillagan var unnin af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt. Ráð er gert fyrir að heiti potturinn verði 10-12 manna og að við hann hann verði settur glerveggur í stað núverandi skjólgirðingar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina eru 6,7 milljónir króna. Samþykkt var að ráðast í breytingarnar á sundlauginni samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Í fjárfestingar- áætlun sveitarstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir verkinu en sveitarstjórinn mun taka saman viðauka fyrir næsta fund. /BG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.