Feykir


Feykir - 06.07.2016, Blaðsíða 11

Feykir - 06.07.2016, Blaðsíða 11
26/2016 11 og svo sneiðar ½ chillialdin, fræhreinsaður og skorinn í sneiðar 1 tsk paprikuduft 1 tsk timían 1 tsk cumin 1 krukka tómatpassata (frá Sollu) 2 msk tómatpaste 1 msk hunang eða önnur sæta 1 l vatn – (fer þó aðeins eftir smekk) 2 teningar nautakraftur 1 stór bökunarkartafla, skorin í teninga ½ sæt kartafla, skorin í teninga 1,5 dl rjómi Salt og pipar og fersk steinselja til að strá yfir í lokin Aðferð: Byrjið á að skera gúllasið í litla bita og kryddið með salti og pipar. Hitið stóran pott við háan hita og bræðið smjörið. Steikið kjötið þannig að það brúnist vel. Færið kjötið svo upp á disk og lækkið hitann. Steikið laukinn í 10- 15 mínútur, þannig að hann mýkist vel og taki á sig smá lit. Bætið kjötinu aftur út í ásamt chilli og kryddum og steikið aðeins áfram. Setjið tómatpaste-ið saman við ásamt, kraftinum, tómötunum, hunangi og vatni og hleypið suðunni upp. Flysjið kartöflurnar á meðan suðan er að koma upp og bætið þeim svo út í. Leyfið súpunni að sjóða í 30 mínútur. Lækkið þá hitann, bætið rjómanum út í og smakkið til með salti og pipar. Gott er að stappa kartöflunum aðeins saman í pottinum til að þykkja súpuna aðeins. Leyfið súpunni að malla við vægan hita með loki í 2-4 tíma. Því lengur því betra. Við skorum síðan á hjónin Elísabetu Eir og Birki Þór til að vera matgæðingar. [Forréttur birtur á Feyki.is} Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina getur farið að þjálfa raddböndin fyrir Húnavökuna... Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Hahaha... Maður situr í stofunni heima hjá sér þegar hann heyrir að einhvern bankar á útidyrahurðina. Hann opnar og sér snigill fyrir framan hurðina. Hann tekur snigilinn upp og hendir honum eins langt í burtu og augað eygir. Þremur árum seinna er bankað á dyrnar. Hann opnar og sér sama snigilinn. Snigillinn segir við hann: „Hvað í ósköpunum varstu að pæla maður!“ Feykir spyr... Hver var besti maður lands- liðsins á EM að þínu mati? Spurt á Facebook UMSJÓN bjorgvin@feykir.is „Ég er hræddur um að ég gæti ekki einu sinni svarað þó mér væri borgað fyrir það ... ég hef ekki hugmynd um hvað þessir ágætu drengir heita“ Vilhelm Vilhelmsson „Áreiðanlegar heimildir segja mér að Ragnar Sig hafi verið bestur. Annars hef ég fylgst skammarlega lítið með gengi landsliðsins á EM...“ Reynir Snær Magnússon „Það er erfitt að velja einhvern einn fram yfir aðra eftir þetta mót en góð sókn byrjar yfirleitt eftir góða vörn og því fær Ragnar Sigurðsson mitt atkvæði.“ Vala Hrönn Margeirsdóttir Já ég er búin að fara og skemmti mér mjög vel Þórey Sigurjóna Karelsdóttir Vissurðu að... ... elstu ljósmyndir varðveittar í Þjóðminjasafninu eru meira en 150 ára gamlar? ... í Þjóðminjasafninu eru varðveittir allmargir danskir gripir frá steinöld? ... elstu munir sem fundist hafa á Íslandi eru rómverskir koparpeningar frá þriðju öld eftir Krists burð? Fljótleg Sylvíu kaka og uppáhalds gúllassúpan KAKA DAGSINS Sylvíu kaka 2 egg 2 dl sykur 2 dl hveiti 1 dl vatn 2 tsk lyftiduft Glassúr: 75 gr smjör 1dl sykur (eða flórsykur) 2 tsk vanillusykur 1 eggjarauða kókosmjöl Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Hrærið egg og sykur saman. Bætið vatninu við og hrærið snögglega. Bætið þurrefnunum útí og setjið í vel smurt form. Til að gera glassúr þá bræðið smjörið, hrærið öllu hinu saman við. Þegar kakan er tilbúin og gullinbrún er glassúrinn settur yfir og kókosmjöli stráð yfir. AÐALRÉTTUR Uppáhalds gúllassúpan okkar (fyrir 4-6) 600 gr smátt skorið folaldagúllas 2 msk smjör 2-3 laukar, skornir í tvennt MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Eitt skal taka fram, við erum súpufólk. Súpur eru algjör snilld, sérstaklega þegar þær eru heimagerðar. Við eldum oft stóra skammta af súpum og geymum svo í frysti, því það er svo afskaplega þægilegt að geta bara kippt upp einni dollu af súpu og hitað upp, það sparar okkur bæði tíma og uppvask á pottum, þetta er eiginlega bara svona „win win situation“, eins og maður segir á góðri íslensku,“ segja Herdís Harðardóttir og Ævar Marreinsson á Hvammstanga. „Á okkar heimili er það í flestum tilvikum Ævar sem sér um matseldina og er vert að taka það fram að hann er algjör snillingur í eldhúsinu og einnig úti á grillinu. Ég, frúin á heimilinu er hinsvegar ekki eins dugleg í eldhúsinu þegar kemur að matseld en fæ ég þó oft hlutastarf sem yfir-smakkari og aðstoðar-hrærari. Það er þó eitt hlutverk sem ég hef eignað mér í eldhúsinu og það er bakstur, það er eitthvað sem ég hef gaman af og er alveg ágætlega fær í, þó ég segi sjálf frá. En í dag ætlum við að deila með ykkur það besta úr matseldinni og það besta úr bakstrinum.“ Herdís og Ævar eru matgæðingar vikunnar Herdís og Ævar. MYND: ÚR EINKASAFNI Tilvitnun vikunnar Gráttu ekki það sem er liðið, brostu vegna þess að það gerðist. - Dr. Seuss „Úff þegar stórt er spurt. Þeir eru allir búnir að vera svo hrikalega flottir. En ég held að ég verð að velja Ragnar Sig búinn að vera hrikalega flottur.“ Sigríður Inga Viggósdóttir „Strákarnir voru allir frábærir en Hannes er MAÐURINN.“ Bjarnþóra María Pálsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.