Feykir


Feykir - 16.11.2016, Blaðsíða 2

Feykir - 16.11.2016, Blaðsíða 2
2 43/2016 Nú hefur reiða konan rasað út og skilningsríki maðurinn talað og mál að taka upp léttara hjal. Reyndar hef ég verið hugsi yfir af hverju allir eru svona reiðir á samfélagsmiðlum sem raun ber vitni. Erum við ef til vill meira reið og látum allt fara í taugarnar á okkur af því það er svo auðvelt að vera reiður á samfélagsmiðlum? Sjálf hef ég staðið mig að hvoru tveggja, að vera reiða konan og reita saklaust fólk til reiði. Og þarf nú kannski ekki mikið til. Ég hef stundum óþarflega kaldhæðinn húmor og það eitt og sér hefur reitt fólk til reiði. Jafnvel fyrir daga samfélagsmiðlanna. Velti líka fyrir mér hvort öll þessi fjölmiðlun í samfélags- miðlum geri okkur upplýstari um eitthvað sem máli skiptir, eða geri okkar frekar reiðari yfir því sem litlu máli skiptir. Færi til dæmis allt á hliðina ef einhver fær lélega afgreiðslu í Toy´s us eða ef dagskránni hjá RÚV seinkar um tvær mínútur, ef enginn væri að tjá sig um það á Twitter eða Instagram? Eitt er víst að það hefur verið gósentíð hjá nettröllum að undanförnu. Fyrst kosninga- slagurinn, svo kosningaúrslitin, svo stjórnarmyndun, þá Trump og Hillary og loks hið árlega skúbb um íkveikjuna í jólageitinni. Reyndar óttast ég að við séum að gera kjánum eins og þeim sem kveikja í jólaskrauti greiða með því að veita því athygli. Ég er þannig innrætt að þegar vefmiðlar birta smelludólga hleypur í mig þrjóska og ég smelli ekki á þá. Til að útskýra orðið smelludólgur þá eru það fyrirsagnir sem fá fólk til að smella á viðkomandi „frétt“, með þeim afleiðingum að vefmiðillinn fær fleiri smelli og þar með betra sæti á vefmælingalistum og getur þá ef til vill selt fleiri auglýsingar. Þarna má nefna fréttir á borð við atriði Borgardætra í Kastljósinu sem hneykslaði landann upp úr skónum. Eða allar „hún gerði þetta og þá gerðist þetta“- grein- arnar, sem innihalda yfirleitt fróðleik um hvernig þú getur blandað töfradrykki úr túrmerik og losnað við öll aukakílóin eins og vindurinn. Ef þessir töfradrykkir væru til og virkuðu væru sennilega engin offituvandamál, en það er önnur saga. Svo eru það allar fréttirnar um hverjir voru hvar með hverjum. Þar lendi ég enn og aftur í vandræðum, því ég veit yfirleitt ekki hvaða fólk er verið að tala um! Ég vissi heldur ekki, áður en ég fletti gömlum árgöngum af Séð og heyrt á biðstofu á sjúkrahúsinu á Akureyri – þar sem ég, nota bene, beið 40 mínútur fram yfir gefinn tíma í myndatöku- að ræktardurgur og djammdrottning væru starfsheiti. Skyldu þau vera lögvernduð? Ég held að upplýsingaflæðið sem er alla að drepa, sem og snjallsímavæðingin, hafi ef til vill leitt til offramleiðslu á „ekki fréttum.“ Sem aftur verður kannski til þess að ef fólk ætlar að ná athygli verður það að toppa vitleysuna í næsta manni. Veit ekki alveg hvort að það að kveikja í Ikea-geitinni eina ferðina enn er endilega rétta leiðin til þess. En hitt veit ég að ég varð hálfmeyr þegar einhver fésbókarvina minna setti krúttlegan prjóna-status á vegginn sinn daginn sem Trump vann forsetakosningarnar í Bandaríkjahreppi. Kristín S. Einarsdóttir, á rólegum og rómantísku nótunum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdótti, kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum LEIÐARI Af jólageitum og smelludólgum Vikuna 6.–12. nóvember var tæpum 410 tonnum landað á Skagaströnd og tæplega 22 tonnum á Hofsósi. Tæpum 345 tonnum var landað á Sauðárkróki. Alls gera þetta um 775 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 6.–12. nóvember 2016 á Norðurlandi vestra Hátt í 800 tonnum landað SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landb. lína 6.096 Alda HU 112 Landb. lína 8.592 Auður HU 94 Handfæri 5.038 Álfur SH 414 Landb. lína 9.534 Bergur sterki HU 17 Landb. lína 2.119 Bogga í Víki HU 6 Landb. Lína 2.122 Dísa HU 91 Botnvarpa 732 Dúddi Gísla GK 48 Lína 9.590 Fengsæll HU 56 Landb. lína 1.986 Fjölnir GK 157 Landb. lína 97.329 Guðbjartur SH 45 Landb. lína 11.907 Hafrún HU 12 Dragnót 6.330 Hjördís HU 16 Handfæri 10.770 Hulda HF 27 Landb. lína 9.257 Kristinn SH 812 Landb.lína 24.283 Kristín GK 457 Landb. lína 80.419 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 315 Páll Jónsson GK 7 Landb. lína 90.719 Stella GK 23 Landb.lína 9.067 Sæhamar SH 223 Landb. lína 1.169 Særif SH 25 Landb.lína 22.082 Alls á Skagaströnd 409.456 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 9.127 Fannar SK 11 Landb. lína 2.587 Klakkur SK 5 Botnvarpa 128.224 Málmey SK 1 Botnvarpa 187.964 Þorleifur EA 88 Dragnót 16.349 Alls á Sauðárkróki 344.251 HOFSÓS Bíldsey SH 65 Lína 14.595 Þorleifur EA 88 Dragnót 7.020 Alls á Hofsósi 21.615 Elínborgar- dagur haldinn hátíðlegur Skagaströnd Árlegur Elínborgardagur Höfðaskóla á Skagaströnd var haldinn hátíðlegur í síðustu viku . Dagurinn er haldinn í tilefni Dags íslenskrar tungu sem er 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar og haldinn hefur verið hátíðlegur í skólum landsins frá árinu 1996. Í Höfðaskóla er dagurinn tileinkaður Elínborgu Mar- gréti Jónsdóttur sem starfaði við skólann til fjölda ára og ánafnaði hún sveitarfélaginu bókasafn sitt. Á Elínborgar- degi fluttu nemendur, fyrir fullum sal áheyrenda, fjöl- breytt efni í bundnu sem óbundnu máli. Öll atriðin áttu það sammerkt að vera til heiðurs íslenskri tungu. Að lokinni hátíðardagskrá gæddu gestir sér á ljúffengum veitingum. /PF Fjölmenni á tónleikunum Minningarhátíð um Jónas Tryggvason Um síðustu helgi hélt Tónlistarskóli Austur- Húnavatnssýslu skemmtilega og vel heppnaða tónleika í Blönduóskirkju til minningar um Jónas Tryggvason en í ár eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Á Húna.is segir að fjölmenni hafi verið á tónleikunum, kirkjubekkirnir þétt setnir og góður rómur gerður að öllu því sem fram fór. Frá unga aldri söng Jónas með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps var stjórnandi og samdi lög fyrir kórinn og félaga sína þar. Sönghóp karla úr Lionsklúbbi Blönduóss æfði hann um árabil, kenndi söng við barnaskólann og spilaði við helgiathafnir á Héraðshælinu. Hann var braut- ryðjandi við stofnun Tónlistar- félags Austur-Húnvetninga og umsjónarmaður með tónlistar- skóla héraðsins meðan kraftar hans entust. /PF Afþakka hækkun á launakjörum Sveitarstjórnarfulltrúar í Skagafirði Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt að afþakka þá launahækkun sem kjörnum fulltrúum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum sveitarfélagsins ber, eftir að kjararáð ákvað að hækka þingfararkaup um 44% þann 29. október síðastliðinn. Viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfs- tengdan kostnað eru sett sem hlutfall af þing- fararkaupi hverju sinni og hefði hækkunin því leitt til hækkunar á áðurnefndum þóknunum. Í bókun byggðarráðs segir m.a.: Samkvæmt samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá eru viðmið um grunnlaun, þóknanir og starfstengdan kostnað sett sem hlutfall af þingfararkaupi á hverjum tíma. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum full- trúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem leiðir af 44% hækkun þingfararkaups sem kjara- ráð úrskurðaði um þann 29. október sl. /KSE /PF Frá Jónasarhátíð. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. MYND: JÓN SIGURÐSSON

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.