Feykir


Feykir - 16.11.2016, Síða 6

Feykir - 16.11.2016, Síða 6
6 43/2016 Á dögunum stóðu listamenn í Textílsetri Íslands á Blönduósi fyrir sýningu í Bílskúrs gallerí, en slíkar sýningar eru haldnar í hverjum mánuði á vegum setursins. Sýningin var haldin í lok október og þá sýndu níu listamenn frá ýmsum löndum. Þeirra á meðal er Vanessa Ager frá Kanada, en hún hefur dvalið í Textílsetrinu áður og heillaðist af staðnum. Raunar varð hún svo heilluð að nú hefur hún fest kaup á íbúð á Blönduósi og hyggst flytja þangað um leið og tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi liggja fyrir. Blaðamaður Feykis heimsótti listamennina þegar þeir voru að leggja lokahönd á upp- setningu sýningar. Þar gat að líta fjölbreytt og metnaðarfullt handverk, þar sem textíll birtist í fjölbreyttum myndum. Vanessa sýndi blaðamanni jafnframt aðstöðuna sem lista- mennirnir hafa í Textílsetrinu. Þar er stór vinnustofa ásamt vefstofu, sem færir mann ára- tugi aftur í tímann, til þess tíma þegar Kvennaskólinn starfaði. Listamennirnir dvelja í heima- vist gamla Kvennaskólans og geta unnið að list sinni þegar þeim hentar. Þeir koma frá ýmsum löndum og dvelja flestir þrjá mánuði í Textíl- setrinu, en það er þó sveigjan- legt hversu lengi er dvalið. Vanessa segist hafa frétt af Textílsetrinu gegnum vinkonu sína og sló hún til, þar sem hana hafði alltaf langað að koma til Íslands. „Ég var mjög hissa þegar ég fann listamiðstöð sem sérhæfði sig í textíl, ég átti ekki von á slíku. Ég hef fengist við textíl allt mitt líf og alist upp kringum slíkt, en mamma er bútasaumskona,“ segir hún. Innblásturinn segist Vanessa sækja í hafið. Eftir sýninguna var hún á förum til Kanada en sagðist ekki geta beðið eftir að komast aftur til Íslands og Vanessa Ager heillaðist af Blönduósi og ætlar að setjast þar að Textílsetrið veitir frábær tækifæri til listsköpunar UMFJÖLLUN Kristín Sigurrós Einarsdóttir halda áfram að vinna að listsköpun sinni. Á sýningunni sýndi Vanessa meðal annars garn sem hún hefur sjálf spunnið. Sýningar- munina segist hún taka með sér til Kanada og setja upp á sýningu þar, en þeir verði ef til vill til sölu síðar. Hún er hrifin af íslensku ullinni og segir sauðalitina heilla sig mest. „Þetta er uppáhalds efnivið- urinn minn,“ segir hún um leið og hún sýnir blaðamanni mis- munandi eiginleika garnsins sem hún hefur spunnið, og þar er ullin uppistaða en hún blandar hana þó með öðrum hráefnum. Á sýningunni í Bílskúrs gallerí voru afar fjölbreytt verk, eins og myndirnar bera með sér, en þær tók blaðamaður Feykis meðan verið var að setja upp sýninguna. Maxime Noilou frá Frakklandi Anna Taylor frá Kanada Alicia Gray Frá Bandaríkjunum Guðný Ragnarsdóttir frá Sauða- nesi í A-Hún með keramik Varð Evrópumeistari í Qi-gong Herdís Ólína Hjörvarsdóttir Herdís Ólína Hjörvarsdóttir á Sauðárkróki varð á dögunum Evrópumeistari í Qi-gong 2016. Qi-gong (borið fram tsí-gong) er kínversk heilsuíþrótt byggð á 5000 ára heimildum og hefð- bundnum kínverskum lækningaaðferðum. Þetta er í þriðja sinn sem Herdís fer út á Qi-gong mót og hefur hún unnið til gull- verðlauna í öll skiptin. Keppnin sjálf fer þannig fram að tólf dómarar gefa einkunn fyrir frammistöðu á formi, helmingur gildir fyrir tækni og helmingur útgeislun. Feykir hafði samband við Herdísi og forvitnaðist um þessa framandi íþrótt. Herdís Ólína Hjörvarsdóttir er líffræðingur sem starfar sem rannsóknarmaður hjá fyrir- tækinu Iceprotein ehf. rann- sókna- og frumkvöðlafyrirtæki á Sauðárkróki. Hún flutti til Sauðárkróks fyrir rúmu ári síðan en er uppalin í Garðabæ. Aðspurð um hvað Qi-gong standi fyrir segir hún það vera kínverska heilsuíþrótt byggða á 5000 ára heimildum og hefðbundnum kínverskum lækningaaðferðum. „Til eru níu mismunandi form sem byggja á jöfnum hlutföllum af hreyfingu, öndun og hug- leiðslu. Formin fela í sér hægar VIÐTAL palli@feykir.is styrkjandi og teygjandi æfingar og hægt að stunda í hóp eða einn og er fyrir alla aldurshópa,“ segir Herdís. Hún er nýkomin frá Rouen í Frakklandi úr sinni þriðju keppnisferð en hún hefur í öll skiptin unnið til gull verð- launa. „Keppnin sjálf fer þannig fram að tólf dómarar gefa einkunn fyrir frammi- stöðu á formi. Helmingur gildir fyrir tækni og helm- ingur útgeislun. Bæði hópa- og kynjaskiptar einstaklings keppnir eru á mótinu. Í ár fór fimm manna hópur Íslend- inga á Evrópumótið í Rouen í Frakklandi þar sem allir stóðu sig með prýði. Mótið byggir á að fólk sem stundar íþróttina komi saman og deili þekkingu sinni. Þar af leið- andi fá fimm hæstu einkunn- irnar gull verðlaun, átta næstu silfur og tólf næstu brons.“ frh. á baksíðu Fjólubláir eru íslenska liðið sem fékk gullbikar. Herdís við vinnu sína í Iceprotein.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.