Feykir - 03.06.2010, Síða 2
Feykir
Útgefandi:
Nýprent ehf.
Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis:
Box 4, 550 Sauðárkrókur
Blaðstjórn:
Árni Gunnarsson,
Áskell Heiðar Ásgeirsson,
Herdís Sæmundardóttir,
Ólafur Sigmarsson og Páll
Dagbjartsson.
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Guðný Jóhannesdóttir
gudny@feykir.is & 455 7176
Blaðamenn:
Páll Friðriksson
palli@feykir.is & 861 9842
Óli Arnar Brynjarsson
oli@feykir.is
Lausapenni:
Örn Þórarinsson.
Prófarkalestur:
Karl Jónsson
Áskriftarverð:
284 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
325 krónur með vsk.
Áskrift og dreifing
Nýprent ehf.
Sími 455 7171
Umbrot og prentun:
Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
2 Feykir 21/2010
Leiðari
Sýnum starfi sjómannsins þá
virðingu sem það á skilið
-Æi hann vildi ekki fara í skóla og fór bara á sjó, eða –Ég
held að það sé best að senda hann bara á sjó hann er
óalandi og óferjandi hvort eð er. Mér finnst ég í gegnum
tíðina of oft hafa heyrt setningar á borð við þessar sem
hér á undan fara. Staðreyndin er hins vegar sú að úti á
sjó vinna menn við erfiðar aðstæður, erfiða vinnu sem
skapar þjóðarbúinu mikil verðmæti. Sjómenn eru oft á
tíðum meiri hluta árs úti á sjó og geta á meðan ekki sinnt
uppeldi barna sinna, eða notið eðlilegs fjölskyldulífs.
Sjálf er ég landkrabbi, hef ekki migið í saltan sjó og hef í
raun sorglega litla þekkingu á lífi sjómannsins. En ég veit
engu að síður að án sjómanna vildum við ekki vera og
nú á krepputímum eru gjaldeyristekjur sjávarútvegsins
mikilvægari en nokkru sinni, jafnvel einn af farmiðum
okkar út úr kreppunni.
Mín ósk er því sú að fólk hætti að tala um starf
sjómannsins sem bara eitthvað og sýni því þá virðingu
sem þessar hetjur hafsins eiga skilið.
Sjómenn takk fyrir að standa vaktina fyrir okkur hin og
færa okkur björg í bú. Þið eigið alla mína virðingu.
Njótið Sjómannadagsins í faðmi fjölskyldunnar.
Guðný Jóhannesdóttir
ritstjóri Feykis
Blönduós
Stórleikur
í upp-
siglingu
Þann 17. júní nk. verður
haldinn á Blönduósi
athyglisverður
fótboltaleikur eða leikur
ársins þegar Brunavarnir
A-Hún og meistaraflokkur
Hvatar leiða saman
hesta sína.
Brunavarnirnar skoruðu á
Hvatarliðið sem nú hefur
tekið áskorunni og vilja
spila á 17. júní.
Á undanförnum vikum
og mánuðum hefur slökkvi-
lið Brunavarna Austur-
Húnavatnssýslu farið í mikla
liðsuppbyggingu. Til að sýna
íbúum og öðrum hversu
öflugt slökkviliðið er, skorar
slökkvilið á meistaraflokk
Hvatar í fótbolta.
Íslandsmótið hefur verið
tekið af forgangslista Hvatar
og mun þessi leikur fá alla
þeirra orku.
Blönduós
Tískuráð-
stefna á
laugardag
Laugardaginn 5. júní
verður haldin ráðstefna í
Félagsheimilinu á
Blönduósi með
yfirskriftinni Tíska,
fatahönnun, fyrirtæki og
fræði. Ráðstefnan hefst
kl. 13.30.
Dagskrá: Bergþóra Guðna-
dóttir hönnuður og annar
eigandi Farmers Market:
Hráefni og hugmyndir úr
bakgarðinum heima. Birna
Kristjánsdóttir sérfræðing-
ur við Háskólasetur á
Blönduósi og kennari við
Háskólann á Hólum: Textíll í
víðum römmum II : tíska og
textíll. Gunnar Hilmarsson
hönnuður og annar eigandi
Andersen og Lauth: Upp-
bygging vörumerkis /
reynslusaga frá 101 Reykja-
vík. Karl Aspelund kennari
við University of Rhode
Island og höfundur bókanna
The Design Process og
Fashioning Society Siggi
séní, Chanel og Iggy Pop:
Hátískuöldin og átökin um
vestræna þjóðfélagsímynd
Verkefni Vegagerðarinnar 2010
Minna viðhald og
minni þjónusta
Í dreifibréfi sem nýlega var
sent á starfsfólk Vegagerð-
arinnar kemur fram að á
árunum 2011 og 2012 muni
fjárframlag til viðhalds og
þjónustu einungis duga fyrir
um 65% af áætlaðri þörf til
verksins.
Þá kemur fram að þar sem
fjármagn til viðhalds og þjón-
ustu vegakerfisins verði töluvert
minna en á síðustu árum sé
óhjákvæmilegt annað en að
draga úr viðhaldi og sumar-
þjónustu í ár. Miðað við þær
upphæðir sem er að finna í
samgönguáætlun, sem er enn í
meðförum Alþingis, verða
framlög til viðhalds og þjónustu
í ár um 10% lægri í krónum
talið en í fyrra. Fjárveitingar
höfðu þá lækkað bæði árin 2008
og 2009.
Áætlað hefur verið að
raunlækkun á framlagi til
viðhalds og þjónustu frá árinu
2007 sé um 28%, að teknu tilliti
til verðlags. Vegagerðin áætlar
að fjárveitingar árin 2011 og
2012, í þeirri samgönguáætlun
sem lögð hefur verið fram, nægi
aðeins fyrir um 65% af áætlaðri
þörf.
Á malarvegum verður því
minna heflað í sumar, ryk-
binding og mölburður verður
minni. Í viðhaldi bundinna
slitlaga verður í meira mæli gert
við hluta vegar, (hjól-
farafyllingar, blettaviðgerðir og
kantlagfæringar), í stað heilla
yfirlagninga svo dæmi séu tekin.
Leiðir til þess að halda uppi
þjónustustigi eru m.a. að
forgangsraða verkefnum enn
frekar og efla alla áætlanagerð
og kostnaðareftirlit í tengslum
við hana. Þá segir jafnframt að
vegfarendur muni því miður í
auknum mæli verða varir við
versnandi ástand vega.
Í niðurlagi bréfsins segir;
-Það segir sig sjálft að á næstu
árum mun minna viðhald koma
fram í verra ástandi veg-
yfirborðs (slitlaga), yfirborð
vega verður ósléttara og bundin
slitlög munu verða sprungnari,
sem þýðir að vatn mun eiga
greiðari leið niður í berandi
hluta vegarins sem leiðir af sér
minna burðarþol. Á
malarvegum mun ganga enn
frekar á unnið efni
malarslitalagsins en heflun er
of víða komin niður í sjálft
burðarlagið, sem þýðir skert
burðarþol og grófara
vegyfirborð.
Sauðárkrókur
Grána í upprunalegt horf
Þórólfur Gíslason, kaup-
félagsstjóri, hefur sótt um
leyfi til ýmissa framkvæmda
sem miða að því að koma
gömlu Gránu í upprunalegt
horf.
Er hugmyndin að rífa skúr-
byggingu sem er áföst gamla
verslunarhúsinu (Gránu) sem
stendur á lóðinni nr. 21 við
Aðalgötu. Einnig óskar hann
heimildar til að rífa hluta
gömlu mjólkurstöðvarinnar,
lágbyggingu sem kemur upp
að gamla verslunarhúsinu
(Gránu) að sunnanverðu. Með
þessu skapast aðstæður til að
færa Gránu í upprunalegt horf
að utan. Skipulags- og
bygginganefnd Skagafjarðar
heimilar niðurrif húsanna, en
bendir á þær reglur sem gilda
um gatnagerðargjöld í
sveitarfélaginu.
Landsmót hestamanna
Landsmót slegið af
Á fundi hagsmunaaðila í
hrossarækt sl. mánudag var
ákveðið að fresta Landsmóti
hestamanna sem vera átti á
Vindheimamelum í sumar
vegna hrossapestarinnar
sem herjað hefur á íslenska
hrossastofninn.
Haraldur Þórarinsson,
formaður stjórnar Landsmóts-
ins, sagði á RÚV að þetta hafi
verið erfið en nauðsynleg
ákvörðun. Ekki hafi verið
forsvaranlegt að stefna saman
hestum af öllu landinu vegna
þeirrar stöðu sem upp hafi
komið vegna veikinnar. Ljóst
er að miklar tekjur munu tapast
vegna þessarar ákvörðunar en
forsvarsmenn ferðaþjónustu
tala um tugi eða jafnvel
hundruð milljóna.
Húnavatnssýslur
Nýir meirihlutar en
engar viðræður
Það er ljóst að ekki þarf að
fara í neinar meirihluta-
viðræður í Húnavatnssýslum
að loknum sveitarstjórnar-
kosningum en nýir
meirihlutar munu engu að
síður líta dagsins ljós.
Á Skagaströnd kom
einungis fram einn listi og telst
hann því sjálfkjörinn.
Á Blönduósi þar sem allir
flokkar höfðu farið með völd
komu fram tvö framboð. S-listi
Samfylkingar og L-lista fólksins
sem hafði sigur með fjóra
menn kjörna á móti þremur
mönnum S-lista. Ljóst er að
L-listi mun áfram óska
starfskrafta Arnar Þórs
Sævarssonar, bæjarstjóra.
Í Húnavatnshreppi vann
E-listinn sigur og hlaut 4
sveitarstjórnarfulltrúa á móti
þremur hjá A-lista það er því
ljóst að Björn Magnússon mun
ekki halda oddvitasæti sínu.
Ekki er vitað um stefnu E-lista
varðandi sveitarstjóra.
Í Húnaþingi vestra hlaut
D-listi 4 menn kjörna og náði
þar með hreinum meirihluta.
B-listi hlaut 2 menn og S-listi 1.
Áður voru D- og B-listi í meiri-
hluta í Húnaþingi vestra. Það
er því ljóst að einhverjar brey-
tingar verða á. Ekki liggur fyrir
hvort Skúli Þórðarson verði
endurráðinn sveitarstjóri.