Feykir


Feykir - 03.06.2010, Qupperneq 9

Feykir - 03.06.2010, Qupperneq 9
21/2010 Feykir 9 Í kjólinn fyrir sjómannadaginn Gjörsamlega búnar að rústa þessu Stöllurnar Margrét Viðarsdóttir, Ragnhildur Þórðardóttir og Guðrún Astrid Elvarsdóttir eru sjómannsgellur en makar þeirra eru allir sjómenn á Málmey SK 1. Pörin þrjú ákváðu síðast þegar strákarnir fóru á sjó að skella sér í keppni milli para um hver gæti massað sig betur upp áður en þeir kæmu í land á ný. Herramennirnir þrír heita; Rögnvaldur Ingi Ólafsson, Snæbjörn Hólm Björns- son og Björgvin Benediktsson og hafa þeir strákar tekið svo hart á því úti á sjó að þeir voru farnir að ræða það sín á milli að grilla folöldin hennar Guðrúnar þegar þeir kæmu í land. En hvað kom til að spengilegar konur fóru í keppni til að ná af sér kílóum? -Við viljum meina að þeir strákarnir hafi búið þetta til gagngert til þess að við litum betur út í kjólunum á sjómannaárshátíðinni, segja stelpurnar og hlæja dátt. Og í hverju er prógrammið svo fólgið? –Bara bætt mataræði, hreyfing og breyttur lífstíll og að stinna sig aðeins upp, en aðalmarkmiðið verður að geta lagt þá í sjómanni, segir stelpurnar og hlæja. - Og komast aftur í fötin, ég held að Röggi sjóði fötin mín þegar hann er í landi, segir Magga –Alla vega minnka fötin mín alltaf, bætir hún við. Hvernig gengur strákunum? –Heyrðu þeir fá hamborgara í morgunmat, egg og beikon, kokkurinn er á launum hjá okkur enda erum við í harðri keppni við þá, skvísurnar á móti körlunum. Hvað er í verðlaun? –Það er bara misjafnt, við erum að spá í að fara fram á 10% af laununum þeirra þennan túrinn í einkaneyslu, það er svona ein góð hugmynd sem á eftir að útfæra aðeins betur, segja þær stöllur og skella upp úr. Hvernig er að vera sjómannsfrú? –Einmanalegt, segir Guðrún Astrid. -En þetta kemst upp í vana, maður er orðinn svo vanur þessu, vont en það venst, bætir Ragnhildur við. -Síðan erum við alltaf eins og nýtrúlofuð þegar þeir koma í land, það er rosalega gaman að fá þá heim, segir Magga. Stelpurnar eru sammála um að til þess að vera sjómannsfrú þurfi að vera hægt að bjarga sér, kunna allt og geta allt, enda hafi þær engan til þess að setja á borvélina þegar á þurfi að halda. Eruð þið aldrei hræddar um þá? –Jú, auðvitað er maður það stundum. Maður reynir samt að hugsa ekki um það. Vinnan er auðvitað hættuleg, sjálf fór ég á sjóinn á undan Rögga til að tékka miðin, segir Magga. –Það vantaði messa á Málmeyna og mig vantaði vinnu í mánuð svo ég skellti mér einn túr, bætir hún við. Guðrún Astrid sem er frá Súðavík hefur líka skellt sér á sjó þegar hún bjó fyrir vestan. –Ég fór á Guðrúnu Hlín frá Patró en dallurinn var á Ísafirði svo þaðan fór ég. Ég ætlaði að græða peninga en endaði bara með trygginguna þar sem engin veiði var túrinn þann. Ég lét þetta duga. Hvað á síðan að gera í tilefni að sjómannadeginum? –Við ætlum á árshátíð og hafa gaman sem er svona hápunkturinn en fyrr um daginn verður kíkt á bryggjuna með börnin, segja þær Guðrún og Magga en Ragnhildur ætlar að hafa það rólegra og fara út að borða með bóndanum og nokkrum öðrum pörum. Eruð þið búnar að ná góðum árangri? –Já, bara ótrúlega góðum árangri. Gjör- samlega búnar að rústa þessu, segja stelpurnar kokhraustar að lokum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.