Feykir


Feykir - 03.06.2010, Blaðsíða 4

Feykir - 03.06.2010, Blaðsíða 4
4 Feykir 21/2010 Sveitastjórnarkosningar 2010 Úrslit í sveitarfélögum á Norðurlandi vestra Feykir hefur tekið saman úrslit í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru um helgina. Aðeins í einu sveitarfélagi þarf að semja um meirihluta en það er í Skagafirði. Úrslit voru eftirfarandi. Skagabyggð Kjörfundur hófst kl. 12:00 og lauk honum kl. 17:20. Á kjörskrá í Skaga- byggð voru 69 og kusu 43. Auðir seðlar voru 1 og engir ógildir. Þau sem hlutu kjör sem aðalmenn í hreppsnefnd 2010 - 2014 eru: Magnús Bergmann Guðmannson bóndi, Vindhæli. Helga Björg Ingimarsdóttir bóndi, Höfnum. Valgeir Karlsson bóndi, Víkum. Vignir Ásmundur Sveinsson bóndi, Höfnum. Bjarney Ragnhildur Jónsdóttir ljósmóðir og bóndi, Tjörn. Akrahreppur Á kjörskrá voru 158. 109 kusu. Aðal- menn í hreppsnefnd Akrahrepps voru kosnir: Agnar H. Gunnarsson (87 atkvæði), Þorleifur Hólmsteinsson (56 atkvæði), Jón Sigurðsson (54 atkvæði), Eiríkur Skarphéðinsson ( 46 atkvæði), Þorkell Gíslason (45 atkvæði). Auðir seðlar voru 2, og 1 var ógildur Húnaþing vestra Þar fékk D-listi flest atkvæðin eða 276 sem gerir 45,5%. B-listinn fékk 196 eða 32,3% og S-listinn fékk 134 atkvæði eða 22,1% sem gerið 1 fulltrúa. 1. (D) Leó Örn Þorleifsson 2. (B) Elín R. Líndal 3. (D) Sigurbjörg Jóhannesdóttir 4. (S) Elín Jóna Rósinberg 5. (B) Ragnar Smári Helgason 6. (D) Stefán Einar Böðvarsson 7. (D) Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir Blönduós L listi fékk 253 atkvæði eða 53,5% atkvæða og 4 fulltrúa í Bæjarstjórn en S-listinn 220 atkvæði eða 46,5% . Á kjörskrá voru 629 og atkvæði greiddu 523 eða 83.14%. Fulltrúar eru því: 1. (L) Kári Kárason 2. (S) Oddný María Gunnarsdóttir 3. (L) Zophanías Ari Lárusson 4. (S) Þórdís Erla Björnsdóttir 5. (L) Anna Margrét Sigurðardóttir 6. (S) Þórdís Hauksdóttir 7. (L) Ágúst Þór Bragason Auðir og ógildir voru 50 Húnavatnshreppur Lokatölur í Húnavatnshreppi eru þannig að E-listi fékk 135 atkvæði eða 50,4% og 4 kjörna fulltrúa og A-listi 133 atkvæði eða 49,6% og 3 fulltrúa. Þá lítur listinn út á eftirfarandi hátt: 1. (E) Þóra Sverrisdóttir 2. (A) Björn Magnússon 3. (E) Jakob Sigurjónsson 4. (A) Jóhanna E. Pálmadóttir 5. (E) Magnús R. Sigurðsson 6. (A) Guðmundur R. Halldórsson 7. (E) Ingibjörg S. Sigurjónsdóttir Svf. Skagafjörður Alls kusu 2330 en 3024 voru á kjörskrá. Yfirstrikanir voru óverulegar að sögn Hjalta Árnasonar formanns yfirkjör- stjórnar. B-listi Framsóknarflokks – 886 D-listi Sjálfstæðisflokks – 541 V-listi Vinstri grænna – 356 F-listi Frjálslynda flokks – 219 S-listi Samfylkingar – 197 Auðir – 117 Ógildir – 14 Eftirtaldir fulltrúar náðu kjöri: 1. (B) Stefán Vagn Stefánsson 2. (D) Jón Magnússon 3. (B) Sigríður Magnúsdóttir 4. (V) Bjarni Jónsson 5. (B) Bjarki Tryggvason 6. (D) Sigríður Svavarsdóttir 7. (B) Viggó Jónsson 8. (F) Sigurjón Þórðarson 9. (S) Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Skagaströnd Ekki þurfti að kjósa til sveitarstjórnar á Skagaströnd en sveitarstjórnin verður þannig skipuð næstu fjögur árin: 1. Adolf H. Berndsen 2. Halldór G. Ólafsson 3. Péturína L. Jakobsdóttir 4. Jón Ó. Sigurjónsson 5. Jensína Lýðsdóttir Undanfarnar vikur höfum við starfsmenn Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands heimsótt grunn- og framhaldsskóla um allt land og sýnt útskriftarnemendum hvernig þeir geta búið til ferilskrá á netinu með evrópsku sniði sem kallast Europass. Menntaáætlun Evrópusam- bandsins styrkir þetta átak myndarlega enda hefur verið lögð mikil vinna í að búa til ferilskrá sem hentar jafnt þeim sem eiga að baki langa starfsævi og þeim sem eru að taka sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum. Nemendur í margmiðlunarhönnun í Borgarholtsskóla bjuggu til myndband fyrir okkur með aðstoð kennara sinna um hvernig best er að gera ferilskrána og settu á YouTube. Sýndum við nemendunum myndbandið og spjölluðum við þau um það hvers vegna mikilvægt væri að gera ferilskrá og að hvaða leyti Europass ferilskráin væri ólík öðrum. Alls höfum við heimsótt rúmlega 60 skóla og hitt vel á annað þúsund nemendur auk fjölmargra náms- og starfs- ráðgjafa, kennara, skólastjórn- enda og annarra starfsmanna skólanna. Nemendahóparnir sem við hittum voru allt frá Takk fyrir frábærar móttökur! Kveðjur til grunn- og framhaldsskóla frá Europass hópnum AÐSENT EFNI frá Europass hópnum fimm einstaklingum og upp í 60 manns, allt eftir fjölda nemenda á hverjum stað. Með þessu greinarkorni langar okkur að þakka fyrir þær frábæru móttökur sem við höfum hvarvetna fengið. Sérlega ánægjulegt var að hitta hina efnilegu æsku landsins sem lætur ekki tímabundna efnahagserfiðleika aftra sér frá því að hafa stórar fyrirætlanir um framtíðina og er tilbúin að leggja ýmislegt á sig til að ná settu marki. Þegar hugmyndin um að kynna gerð ferilskrár í grunnskólum og jafnvel framhaldsskólum var fyrst rædd fyrir nokkrum árum þótti mörgum hún vera mesta fásinna, fólk á þessum aldri hefði lítið eða ekkert að setja í slíka skrá. Á þeim tíma var þetta hins vegar ekki rétt. Í þeim skólum á höfðuborgar- svæðinu sem þá voru heim- sóttir var um það bil helmingur nemenda sem vann með skólanum, í sjoppum, við barnapössun, við að bera út blöð og fleira þess háttar. Öll unnu þau á sumrin, kunnu heilmikið í tungumálum og voru geysilega flink á tölvur og flest gátu fært inn upplýsingar um uppbyggileg áhugamál og tómstundastarf. Störfum utan skóla hefur vissulega fækkað og sérlega virðast unglingar eftir fyrsta og annan vetur í framhalds- skóla eiga erfitt með að finna sumarstörf. Ástandið víða um land virðist þó misjafnt hvað þetta varðar og sem betur fer er víða nóg um uppbyggileg og jafnvel vel launuð störf fyrir ungt og áhugasamt fólk. Jafnvel þeir sem ekki eru svo heppnir virðast hins vegar nýta tímann til þess að bæta við sig ýmsu því sem nýtast mun þeim á vinnumarkaðnum í framtíðinni. Tölvulæsi þeirra er t.d. mun meiri en okkar sem eldri eru og ensk tunga er þeim næstum eins eðlileg og hið íslenska móðurmál. Á sama tíma biðja atvinnu- rekendur nú í æ stærra mæli um einhver gögn frá öllum þeim sem sækja um störf. Helst vilja þeir fá bæði ferilskrá og meðmæli frá skólum eða öðrum atvinnurekendum. Auðvitað er hægt að gera ferilskrána t.d. í ritvinnsluforriti en seint verður of oft ítrekað að hún verður að líta vel út, vera rétt stafsett og brýnt er að telja allt með sem fólk kann og getur. Við erum full trúar á hið unga fólk sem þetta land byggir og óskum því alls velfarnaðar. Fyrir þá sem misstu af einhverjum ástæðum af heimsókn okkar má benda á vefinn http://europass.is/ þar sem á krækjunni Europass ferilskrá má finna bæði kynningarmyndbandið og leið inn á vefinn til þess að gera Europass ferilskrána eða uppfæra hana. Við munum einnig reyna í framtíðinni að heimsækja fleiri skóla berist okkur óskir þess efnis. Dóra Stefánsdóttir verkefnisstjóri, Margrét K. Sverrisdóttir verkefnisstjóri og Ársæll Þorsteinsson tímabundinn starfsmaður.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.