Feykir - 03.06.2010, Page 6
6 Feykir 21/2010
Verið Vísindagarðar hefur
verið starfrækt í gamla
Skjaldarhúsinu við
höfnina á Sauðárkróki frá
árinu 2007 og er nú svo
komið að gamla
húsnæðið er hvergi nærri
nógu stórt og hefur Fisk
Seafood því ákveðið að
stækka húsið og reisa þar
þriggja hæða hús sem mun
gjörbreyta allri
vinnuaðstöðu þeirra
fjölmörgu sem hafa starfa í
Verinu.
Hin nýja bygging mun rísa
hátt á Eyrinni og setja svipa á
allt hafnarsvæðið en alls mun
stækkunin á Verinu telja um
740 fm sem yrði það hrein
viðbót við þá 1700 fm sem
Verið hefur til umráða í dag.
–Þetta húsnæði mun ger-
breyta allri vinnuaðstöðu
Hólamenn sækja sjóinn
Verið verði 50-60
manna vinnustaður
Versmanna og skapa um leið
ný sóknarfæri, segir Gísli Svan
framkvæmdastjóri Versins.
-Við erum í dag sæmilega sett
með rannsóknaraðstöðu en
önnur vinnuaðstaða er orðin
alltof lítil og óhentug. Hér hefur
starfsfólki fjölgað og það má
segja að það sé „lúxusvanda-
mál“ að þetta húsnæði er í dag
orðið alltof lítið bætir Gísli við.
Það er Friðrik Jónsson ehf.
sem sér um byggingu hins
nýja húsnæði og er ráðgert að
byggingu verði lokið næsta
haust. Hönnun var í höndum
verkfræðistofunnar Stoðar.
Nú þegar starfa um 30
manns í Verinu við hin
ýmsu rannsóknarstörf en í
Skagafirði eru kjöraðstæður til
að efla þekkingu, rannsóknir
og nýsköpun á ýmsum
sviðum. Hér eru rekin öflug
fyrirtæki í matvælaiðnaði;
fiskvinnslu, mjólkurvinnslu
og kjötvinnslu og því teljum
við að hér séu sóknarfæri í
rannsóknum að nýsköpun í
þessu mikla matvælahéraði
sem Skagafjörður er.
En hvaða rannsóknir eru það
þá sem þið eruð helst að horfa
til hvað matvælaiðnaðinn
varðar? -Matís, og starfsfólk
Matís í Líftæknismiðju
Matís í Verinu, vinnur að
fjölbreyttum verkefnum með
matvælafyrirtækjunum hér
á Norðurlandi vestra sem
snúast um aukið verðmæti og
vann m.a. ásamt Iceprotein að
verkefni með Mjólkursamlagi
KS að nýta betur mysu sem
fellur til við framleiðslu á
ostum. Síðan má nefna að
líftæknirannsóknarstofu Matís
sem greint var frá í nýlegum
Vísindapistli í Feyki sem verður
sennilega mikilvægur hlekkur
í Rannsókna- og þróunarstarfi
Matís hér á Norðurlandi vestra
Gísli Svan Einarsson við vinnu sína
Eins og sjá má verður húsið allt hið glæsilegasta.
Hólamenn við vinnu sína